<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
fimmtudagur, apríl 29, 2004
 
Ég er að verða algjörlega geðbiluð!
Litli bróðir minn er búinn að vera að telja upp stuttmyndabrandara sem hann fann á netinu. Hann þylur þetta upp í sífellu og það skiptir engu máli þó ða ég segi honum að halda kjafti eða að ég hafi ekki nokkurn áhuga á því sem hann segir. Síðan skellihlær hann að eigin fyndni og segir fleiri brandara. Allt þetta fer fram á ensku. Síðan kemur: þú verður bara að sjá þetta! (hlátur að eigin fyndni)

Hins vegar held ég að hann sé kominn heilan hring því að hann er kominn í hamstrasöguna aftur, Og hann hlær....
 
mánudagur, apríl 26, 2004
 
Ykkur til yndis og ánægjuauka, einnig fróðleiks, þá ætla ég að deila því með ykkur að í garðinum mínum er frægur safnhaugur.
Já, ég er ekki að plata. Safnhaugurinn í garðinum mínum er sá hinn sami og kom fram í tíufréttunum!
(Lesendur standa á öndinni yfir þessu)

Svona erum við fræg hérna í Samtúninu.
 
sunnudagur, apríl 25, 2004
 
Halóskan er komið í lag. Nú geta allir tjáð sig að vild. O jei o jei.
 
 
Halóskan er bilað. Ég sé fyrir mér raðirnar af lesendum sem sitja heima með sárt ennið því þeir vildu tjá sig af mikilli innlifun í tjáningarkössunum en geta það ekki. Svona getur tæknin strítt manni.
 
laugardagur, apríl 24, 2004
  Ég er algjör sauður!
Dimmiteraði í gær sem svartur sauður. Það var bara mjög gaman. Frekar undarlegt að vera búin að dimmitera, einhvern veginn finnst mér þá styttra í útskrift og hina miklu ákvörðun hvað gjöra skal í haust!
Sem er enn alveg óráðið.

Stigsprófinu mínu var frestað þannig að það er ekki núna á mánudaginn. Sem er gott, því að annars væri ég að fara á taugum (undirleikaranóturnar eru enn týndar, ég kann (næstum) enga tónstiga og þannig smámál).

Úhú, ein vika eftir af skólanum. Síðan próf. Síðan barabúmmbarabing. MH búinn.
Undarleg tilhugsun.
 
fimmtudagur, apríl 22, 2004
 
Jahá verð ég nú bara að segja!

Lærdómur

Blaðað í gegnum blöðin
Andvarp
Blýantsendi nagaður
Andvarp
Spekingslegur svipur
Andvarp
Skyndileg hugljómun
Párað á pappír
Andvarp
Nagaði endinn sleikir örkina
eyðir öllu út
Andvarp

Táta
1984-

Æm só feimöss! Þetta er nefnilega ljóð dagsins á ljod.is


Annars ef ég komist að því að lífið getur verið erfitt án há-a. Núna er lyklaborðið bilað og í hvert sinn sem að ég ætla að skrifa h þá gerist ekkert. Ég þarf að finna það einvers staðar í öðrum texta afrita það og líma svo inn í þennan texta.
Mjög skondið
 
þriðjudagur, apríl 20, 2004
  Colgate
Nýja uppáhalds tannkremið mitt er Colgate fluor. Total, fresh stripe.

Það skilur eftir frískandi eftirbragð.
 
sunnudagur, apríl 18, 2004
 
Við vorum svo lánssöm að það gekk afar trúrækið fólk hús úr húsi og gaf myndina ´Jesús´. Þetta er nefnilega mögnuð mynd sem er ´byggð á frásögn sjónarvotta´! Og ekki nóg með það þá er þetta frásaga sem að vekur undrun ´með endi sem kemur á óvart´. Ég hef nú ekki lesið bókina, en hef samt ákveðinn grun (kristinfræðin í skólanum sko) um að hann hafi verið negldur upp á kross og síðan bara lifnað við. Hvernig ætli hinn óvænti endir sé? Maður verður greinilega að horfa á myndina til að komast að því. Spennandi.
 
föstudagur, apríl 16, 2004
 
Ég er aum í hökunni eftir að stærðfræðibókin mín réðst á mig í gærmorgunn.
 
fimmtudagur, apríl 15, 2004
 
Hér koma niðurstöður úr hinni miklu gátukeppni.

Mér til mikillar undrunar varð hún ekki geysivinsæl. Fólk hefur ýmist kvartað yfir því erfið gátan var eða hve illa auglýst keppnin var (það var eftir að ég sagði að það væru verðlaun og það hafði misst af keppninni).
En þrátt fyrir smá vankanta á skipulagi þá ætla ég samt að hafa svona aftur einhvern tímann hvort sem að þið viljið eða ekki! Múhahahahaha (ég veit að ég þarf aðeins að vinna í illa-hlátrinum mínum, fólk fer yfirleitt bara að hlæja og verður ekkert skelkað!)

En nú er komið að úrslitunum!

1. sæti Sölvi Karlsson, hann var fyrstur til að koma með rétt svar eftir að vísbendingum var bætt inn á síðuna; fyrir það hlýtur hann boðsmiða í keilu

2. sæti Bjarnheiður Kristinsdóttir, hún var aðeins of sein til þar sem Sölvi hafði þegar svarað en hún svaraði rétt; fyrir það hlýtur hún sögubók (ok, sem að systir hennar á reyndar...)

3. sæti Björgvin Freyr Þorsteinsson, var fyrstur til að giska án vísbendinga, reyndar var það ekki rétt svar en það er honum til hróss að reyna; fyrir það hlýtur hann sleikjó

En svo að svarið sé á hreinu þá eru það tennur.

Farið verður í keilu annað kvöld til þess að halda upp á lok gátukeppninnar ógurlegu og má fólk koma (þó það þurfi helst að þekkja mig lítillega). En þetta er ekki grín! (Fólk veit oft ekki hvort að mér sé alvara eður ei því að það heldur því fram að ég sé alltaf eitthvað að gantast og láti alveg eins á hvorn veginn sem er)

Live long and prosper!
 
þriðjudagur, apríl 13, 2004
  Ég er komin með vinnu í sumar
sem er mjög gott
 
mánudagur, apríl 12, 2004
  Dómsdagur lærdómsins nálgast
Verkefnin bíða í hrúgum. Öll væla þau, kláraðu mig, kláraðu mig.
Ef einhvern langar til að skrifa fyrir mig texta og útleiðslu á setningu Rolle, er honum það guðvelkomið.
En það er óþarfi að leggjast í þunglyndi núna. Það er ekki fyrr en á morgun þegar ég kemst að því að það er ekki möguleiki á því að ég nái að klára allt sem að klára þarf.

Ef einhver vill ættleiða páskaegg getur hann heimsótt okkur hingað í Samtún. Hér liggja páskaegg eins og eftir loftárás. Páskaeggjaleifar á víð og dreif og nokkur heil. Þau sem sluppu undan bittólum Samtýninganna.

En ég hef heyrt á það minnst að gátan mín sé of erfið. Held samt að það hafi kannski bara svona tveir lesið hana. En þeim fannst hún of erfið þannig að það er alla vega hundrað prósent lesenda sem þótti hún of erfið.
Ég held samt alveg að þið getið þetta. Við erum að tala um að vera nokkur, í kringum einn metra, grá og guggin, vissi svarið (þessi vera er frekar bogin í baki og með undarlegan talanda, og talar um sjálfa sig í fleitölu?). Sem nýverið lék eitt aðalhlutverkið í frekar stórri mynd. Hmm. En þessar vísabendingar hjálpa ykkur kannski ekki mikið við lausn á gátunni. Eða hvað?
Önnur vísbending: á svarið hefur verið minnst í þessari færslu.

Hér kemur gátan aftur:

Þrjátíu hvítir hestar
hólum rauðum á.
Njóta þeir þess mest að
makka sína kljá.
 
sunnudagur, apríl 11, 2004
  Sjáiði ég fann titilinn!
Það er ansi mikið súkkulaði í einu páskaeggi. Magn súkkulaðis fer þó eftir því hve stórt eggið er (ég er augljóslega að gera merkar uppgötvanir hérna!).
En talandi um páskaegg þá ætla ég bara að deila því með ykkur að ég er páskaeggjafelari heimilisins.
Í ár toppaði ég alla staði og bræður mínir ætluðu aldrei að finna eggin sín! Egg litla bróður var falið inn í risakoddaveri (með kodda í). Eggi hins bróðurins var pakkað inn í poka og síðan sett ofan í ruslafötu, pokar settir yfir sem hlíf og rusli skellt ofan á (hann var ekki alveg nógu ánægður með þennan stað þegar hann fann það, ég skil ekki af hverju...). Egg foreldra minna var falið ofan í píanóinu.

En ég er farin í fjölskylduboð þar sem páskaegg verða á boðstólum.

Og vitið þið hver eftirréttur kvöldsins er? Já, súkkulaðimúss.
 
laugardagur, apríl 10, 2004
 
Vill einhver gefa mér selló?

Ég var að koma úr matarboði þar sem dóttirin á selló. Ég notaði það tækifæri til að prófa það ágæta hljóðfæri. Síðan spurði ég móður mína hvort hún vildi ekki splæsa á mig svo sem einu slíku (í reyndar 70 skiptið, hef líka boðið henni að gefa mér bara fiðlu) en hún neitaði! Ég skil ekkert í þessum nánasahætti. Mér persónulega fannst ég eiga framtíðina fyrir mér. Er ekki viss um að öðrum nærstöddum hafi þótt það líka. Ég komst að því að það er frekar erfitt að gera svona víbradótið, þar sem hendur mínar voru of samhentar gátu ómögulega gert mismunandi hluti (þó mér þætti ég taka gífurlegum framförum og vera næstum því að nálgast það að geta þetta).

Í þessu sama matarboði beit ég í sjávarveru nokkra sem hafði verið lifandi nokkrum stundum fyrr. Þetta var kræklingur. Hann var ekki góður. Eina ástæðan fyrir því að ég lét tilleiðast að smakka var áeggjan viðstaddra og mér núið því um nasir að öll börnin (nema mínir eigin bræður) væru búin að smakka. Félagslegur þrýstingur, oseisei.

Minni á gátuna í færslunni hér fyrir neðan. Ég veit þið getið þetta, þið eruð svooo klár!

Og gleðilega páska!
 
fimmtudagur, apríl 08, 2004
 
Tiltekt gengur mjög vel. Held hreinlega að ég verði bara að halda upp á afmælið mitt núna, svona til að nýta tiltektina.
Margt skemmtilegt kom í ljós. Til að mynda fann ég löngu gleymdan kunningja. Kaktus nokkurn sem ég fékk í afmælisgjöf. Hann var enn á lífi, það kom mér örlítið á óvart þar sem að ég á afmæli í september!

En nú er komið að nýjum lið. Þetta er gáta vikunnar.

Þrjátíu hvítir hestar
hólum rauðum á.
Njóta þeir þess mest að
makka sína kljá.

Og hvað er þetta?
Ég hvet eindregið alla til að giska og koma með svar(ið). Það eru meira að segja verðlaun!
 
 
Ég hef tekið þá ákvörðun að taka til í herberginu mínu. Sú ákvörðun var tekin fyrir klukkutíma og hefur lítið gerst í þeim málum. En það stendur til bóta.

Í fyrradag var sól. Í gær var rigning. Í dag er hvorugt.
Nú spyr ég:
Er þá hægt að segja að það skiptist á skin og skúrir ef hvorugt er í dag?
 
mánudagur, apríl 05, 2004
 
Ég fann snilldarhlekk! Svona rímleitarvél. Alveg ótrúlega sniðugt.
Hins vegar virðist skásta vera það eina sem að rímar almennilega við Ásta...
En þó komu orð eins og alvinsælasta sterkt inn, sem rímar augljóslega betur en alversta....

 
sunnudagur, apríl 04, 2004
 
Ég er að verða geðbiluð. Farin að heyra ofheyrnir og allt. Get svo svarið það að ég hafi heyrt tvisvar í símanum mínum. Síðan voru engin smáskilaboð komin. Og þetta er mjög undarleg sms-hringing ekki bara eitt píp (hljómar svona: pívívíví). Þannig að ég er ekki viss hvernig mér tókst að heyra slíkt hljóð ef þau voru ekki fyrir hendi. Getur einhver lesið eitthvað mjög svo sálfræðilegt útúr þessu?
 
 
Nennir einhver að vera memm?
Mér leiðist...
 
fimmtudagur, apríl 01, 2004
 
1. apríl

Marsbúinn

(Andri Snær Magnason)
Fannst viðeigandi að fara með þetta ljóð í dag.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /