<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
þriðjudagur, október 31, 2006
 
Fjaðurpenni
 
föstudagur, október 27, 2006
  Sagan sem ég lofaði fyrir löngu um alla brotnu hlutina
Þessi saga er í tveimur hlutum.
Þetta er allt freknunum að kenna.

Fyrsti hluti.
Einu sinni var stelpa. Hún var í svo ofsalega vondu skapi að gras fölnaði ef hún gekk á því, hundar ýlfruðu ef hún skáskaut augunum að þeim og fólk fleygði sér í runna ef það mætti henni.
Þessi stúlka var heima hjá sér og yfir henni vofði reiðiský. Hún var í þann mund að fara að strunsa út af heimilinu þegar hún ákvað í geðvonsku sinni að kíkja í ísskápinn. Þar var að sjálfsögðu allt óætt svo hún skellti hurðinni harkalega.
Þá fór veröldin að haga sér eins og hún væri í slómósjón. Hún sá hvernig krukka full af krækiberjasaft féll til jarðar án þess að hún gæti nokkuð gert. Andlit stúlkunnar afmyndaðist og um leið og krukkan splundraðist á gólfinu öskraði hún upp yfir sig þvílíku hátíðnipirringsöskri að það hefði hæglega getað vakið fimm menn upp frá dauðum.
Hún leit í kringum sig og seig niður á gólfið í óstjórnlegum ekka. Allt í kringum hana var fjólublátt. Hún sat og snökti þar til hún uppgötvaði að hún sat í miðjum polli. Hún reis upp, þurrkaði tárin og horfði örg og pirruð á gjöreyðinguna.
Það var saft á öllu gólfinu, veggjanna á milli. Á veggjunum. Á ísskápnum. Inni í ísskápnum. Á ofninum. Á millistykkinu. Hvar sem auður blettur hafði verið í eldhúsinu voru nú fagur fjólubláar slettur.
Líka á fötum hennar.
Svo hún bölvaði í hljóði og henti fötunum í þvottavél.
Þegar hún stóð á nærfötunum við þvottavélina uppgötvaði hún að öll fötin hennar voru staðsett á hinu heimili hennar. Svo hún tók að þrífa á nærbuxum og hlírabol. Berfætt tiplaði hún á milli glerbrotanna sem flutu um eins og bátar í krækiberjasaftssjó.
Hún þreif gólfið.
Veggina.
Ísskápinn.
Steig á einstaka glerbrot.
Blótaði aðeins meira.
Eftir þann kattarþvott festist hún enn við klístrað gólfið ef hún reyndi að hreyfa sig. Svo hún skúraði líka.
Stúlkan var í afar vondu skapi.
Hún ákvað að stefna að því að verða einræðisherra Íslands svo hún gæti bannað krækiberjasaft meðal landans.

Annar hluti.
Einu sinni var stelpa. Hún var í efnafræðitilraun. Hún var búin að efnafræðast helling. Eima, draga út efni í lífrænan leysi og gommu af afar gáfulegum hlutum (með sérlega töff hlífðargleraugu í hvítum slopp).
Hún var búin að vera að frá því klukkan eitt til að ganga sjö um kvöld. Þá átti hún síðasta skref tilraunarinnar eftir.
Eitt skref.
En þar sem tíminn var búinn átti að geyma það þar til viku síðar.
Glaðbeitt og hress vafði hún álpappír utan um flöskuna með efninu sem hún var búin að vera að dunda við að búa til þennan dag. Þá án þess að hún gæti rönd við reist fann hún hvernig hún missti takið. Hún horfði á eftir flöskunni þar sem hún féll til jarðar og splundraðist við fætur hennar. Hún stóð agndofa í sérlega vafasömum efnispolli þegar kennarinn benti henni á að færa sig úr honum. Hún lyfti fætinum, sem var fastur við gólfdúkinn, og skildi eftir sig svart ecco skófar. Lyktin var megn.
Við þrif á efninu af gólfinu fór hálfur gólfdúkurinn með.
Þar sem stelpan var með þetta efni á öllum skónum sínum og buxnaskálmum ákvað hún að tölta heim og skella sér í sturtu. Enda óhentugt að hafa efni sem geta leyst gólfdúka upp á fötum sínum.
Sökum sérlegrar paranoju fann hún samt skyndilega óskaplega til í öðrum fætinum en sokkurinn á þeim fæti var rakur. Svo hún fór úr skónum og gekk berfætt úti á mölinni í rigningunni í leit að bílnum. Sem var týndur. Eftir að hafa gengið um allt bílastæðið í einum skó fann hún bílinn og kom sér heim.
Hún lifði þó af og henti öllum fötunum í þvott og sjálfri sér líka. Lyktina má þó enn finna, nokkrum vikum síðar, í yfirhöfn stúlkunnar (sem var þó í skáp annars staðar í byggingunni þegar atvikið átti sér stað) og af skónum - sem markað hafa spor í efnafræðistofu Háskólans.
 
mánudagur, október 23, 2006
 
Það er slæm hugmynd
að geyma gleraugu á gólfi.
 
föstudagur, október 13, 2006
  Mér er illt í maganum
Undanfarið er ég búin að gúffa í mig döðlur.
Eftir lesturinn á þessu fann ég hins vegar til skyndilegrar ógleði.

Það þýðir þó ekki að leggjast í vorkunn og volæði þó fjöldinn allur af áttfættum mítlum dvelji værukærar í mallanum.
Þess í stað sömdum við móðir mín lag:

Litla mítla, mítla, mítla
hættu´að trítla, trítla, trítla
í mínum maga, maga, maga
alla daga, daga, daga
 
þriðjudagur, október 10, 2006
 
Ég datt ekki ofan í netlausan kolapytt.
Ég var ekki hafin nauðug á brott af hópi brjálaðra fiðrilda.
Ég gekk ekki í sértrúasöfnuð sem trúir að geimverur muni heimsækja mannkynið og dansa djæf í guldoppóttum pilsum

Stofnaði hins vegar félag dökkhærðra stúlkna með freknur sem brjóta hluti. Óvart.
Segi pottþétt frá því á morgun.
Óvissa upp á tvo þrjá mánuði.
Leiter.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /