<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
sunnudagur, maí 30, 2004
 
Hvernig finnst ykkur nýju sjávarviðurnefnin?
 
föstudagur, maí 28, 2004
  Hér er komið að síðbúnu monti,
ég bara spyr hvenær er ekki tími til þess að monta sig?
Einmitt. Þar sem að ég minnist ekki á útskrift eftir útskrift er tími til kominn að bögga ykkur með því. Já, ég varð semidúx. Sem kom mér algjörlega á óvart. Heyrði tilkynnt að Sólveig Helga yrði dúx, það kom mér alls ekki á óvart, og síðan heyrði ég nafnið mitt. Fann bara hvernig ég roðnaði á staðnum. Sjónarvottar hafa greint frá því að hægt hafi verið að sjá vanga mína roðna þrem röðum aftar.
Alla vega brosti ég hringinn. Síðan fékk ég stærðfræðiverðlaun, sem voru það eina sem ég hafði búist við, eðlisfræðiverðlaun og þýskuverðlaun. Já þýskuverðlaun! Það kom mér all mikið á óvart. Nú er montið næstum búið. Bara að koma með smá tölulegar staðreyndir. Ég var með 9,33 í meðaleinkunn. Tvær áttur á skólaferlinum, afganginn 9 og 10. Á þessum tímapunkti horfir fólk yfirleitt á mig með morðaugum. Sérstaklega ef ég segi frá áttunum með miklum trega í röddu. Þar sem þetta jaðrar nú við einkunnasýki. Já, ég viðurkenni það. Ég heiti Ásta og ég er einkunnasjúk (nú segið þið, hæ Ásta; sko ykkur!).
Síðan þar sem ég og Sólveig eigum báðar pabba sem eru fréttamenn hjá sjómpinu var tekið viðtal við okkur (sem þið getið lesið allt um á sunnudaginn í einhverju moggatímariti, segi ég og hlæ tilgerðarlega). Til að skilja ekki önnur börn starfsmanna ríkisútvarpsins útundan, þá fékk Hulda Soffía, sem á líka pápa sem vinnu fyrir RÚV, fullt af verðlaunum líka.
Jæja, jæja. Nóg komið.

Kvörtun dagsins: árbókarmyndin mín er hræðileg. En er að reyna að taka einn dag í einu og lifa með þessu. Maður verður að vera sterkur (vá, en þýtt úr ensku...)!

Er farin kenna mörgæsum steppdans í myrkum skógum Afríku. Og svo segiði að ég hafi ekkert að gera á föstudagskvöldum??
 
mánudagur, maí 24, 2004
 
Ég er svalur Dreytill, tvö glös á dag fyrir tennur og bein. Ojeeeee

Eruð þið búin að drekka tvö mjólkurglös í dag?

 
fimmtudagur, maí 20, 2004
 
Ég er með alveg kolklikkað hár!
Ég fór í klippingu og skoppaði þaðan út með kúl klippingu og mjög svo viðráðanlegt hár. En við hárstyttinguna urðu allir hugsanlegir liðir í hárinu mínu alveg kolklikkaðir og nú er eins og ég sé barsta næstum með krullað hár! Mjög skondið. Þannig að annað hvort þarf ég að vera með geðbilað hár eða slétta það. Haha. Auðvelt val. Hver vill ekki vera með klikkað hár, ég bara spyr!?

Ég vil nefna það við ykkur sem lásuð bloggið mitt þann 29. mars og hlóguð dátt að því að ég héldi í alvörunni að sjampóbrúsi gæti ráðist á mig þá ha! Ég er með ör á fætinum en ennþá stærra ör á sálinni yfir að hafa ekki fengið samúðarkveðjur frá mínum kæru lesendum. Já ég mun muna þetta næst þegar sjampóbrúsi ræðst á ykkur. Það er reyndar stórfyndið að fá ör vegna sjampóbrúsa þannig að ykkur er fyrirgefið...



 
mánudagur, maí 17, 2004
 
Eitt sinn var geimvera sem hét Mardú. Hún skundaði í skip sitt og flaug í sýnisferð um geiminn. En þá kom stjörnuþoka þannig að hún villtist. En í þokumistrinu sá hún glitta í plánetu. Þar hugðist hún lenda. Það var þó dulítið erfitt því plánetan var að megninu til hulin vatni. Hún sá þó litla eyju rísa upp úr sjónum. Þar lenti hún. En þegar hún ætlaði að lenda á fjalli nokkru kom eldgos þannig að hún hrökklaðist aftur til baka í geiminn þar sem hún var endanlega villt í hinni þykku stjörnuþoku.

Það sem má læra af þessari sögu er að ef ekki væri fyrir eldgosin á Íslandi myndum við hitta fleiri geimverur.

 
föstudagur, maí 14, 2004
 
Það sumarlegasta sem hægt er að gera er að fara tiltölulega léttklæddur niður í borgarbókasafn og taka sér góðan tíma í að velja bækur. Merkilegra er síðan að hafa tíma til að lesa bækurnar. Í gær, daginn eftir að prófum lauk, skondraðist ég léttfætt (og klædd) á bókasafnið og tók bækur. Nú er sumarið komið!

Síðan er ég búin að kaupa æðisleg útskriftarföt. Mjög sumarleg og sæt.

Ohh, það er svo gaman, sumar og sællegheit (neita að láta rigningu og þannig veður hafa nokkur áhrif á sumarskapið!)
 
miðvikudagur, maí 12, 2004
 
Mér tókst að eyða allri færslunni minni sem ég var búin að skrifa.
Það gerði ég á þann frækna hátt að velja allt svæðið og ýta á dílít án þess að taka eftir því. Heppin þið. Þetta var óttaleg þvæla skrifuð í miklu andleysi.

En úrslit gátukeppninnar eru ljós: Björgvin Freyr bar sigur af hólmi með glæsibrag. Hinir sem tóku þátt eru líka sigurvegarar því aðalatriðið er að vera með!

Ohh, en sætt.
 
mánudagur, maí 10, 2004
  Færslan sem átti að vera um örvæntingu en breyttist í gátu
Þegar ég gekk í skólann í morgun til að fara í heil tvö stærðfræðipróf var hugur minn fullur af örvæntingarfullum hugsunum.
-ég lærði í einn klukkutíma fyrir stæ 313
-ég kann engar sannanir eða neitt af lesna dótinu í stæ 703, og það gildir 40%!

En ég er hætt við að láta slíka smámuni trufla mig og hætti við að láta þessa færslu vera færslu örvæntingarinnar. Þess í stað datt mér í hug skemmtileg gáta.

Fyrir stuttu rótaði ég í leikfangakassa bróður míns með priki (var að leita að einvherju merkilegu sem ég fann hvergi) þegar ég heyrði hlátur innan úr stofunni. Hrópaði ég upp yfir mig:
-Pabbi! Þú hlóst alveg eins og Öngull!
Þá heyrðist úr stofunni frá foreldrunum:
-Ásta! Þú veist óeðlilega mikið um jóladagatöl.

Nú kemur gátan: Hver er Öngull? Í hvaða jóladagatali kom hann fram? Og ef ég veit of mikið um jóladagatöl af hverju vissu foreldrar mínir hvað ég var að tala um, hvað segir það um þau!?

Giskiði nú!


 
föstudagur, maí 07, 2004
 
Þar sem mér var tíðrætt um hljómfræðiprófið þá ætla ég að nefna það að ég hafi náð því. Mér til mikillar gleði. Fyrst ég er á annað borð að tala um þetta þá get ég líka sagt að þó ég hafi nú örlítið stútað stigsprófinu mínu þá fékk ég níu. Sem að ég er ansi kát með. En nóg um það.

Áðan er ég talaði við hana Kristjönu á hina stórsniðuga samskiptarformi msn, þá minntist hún á klósettsteininn. Nú hváir í fólki. Klósettsteinninn? Hvað er nú það!
En nú ykkur til mikillar gleði ætla ég að deila með ykkur sögunni af klósettsteininum:

Eitt sinn gengu tvær stúlkur glaðar heim. Þær stöllur gengu framhjá tjörninni. Þessi tjörn er í Reykjavík en ekki samt sú sem kennd er við borgina. Samt var þessi tjörn ávallt nefnd með ákveðnum greini. Þær léku sér glaðar þar til önnur þeirra sá glitta í eitthvað á milli steinanna. Stúlka þessi safnaði steinum og fannst hún nú hafa komist í feitt þar sem hún sá eitthvað sem líktist hvítum og fögrum steini fastan á milli grjóthnullunganna sem umluktu tjörnina. Hún beygði sig niður til að reyna að ná steininum en hann sat sem fastastur. Hún reisti sig upp og hrópaði til vinkonu sinnar: Sjáðu! Við þessi köll missti hún jafnvægið og datt kylliflöt ofan í tjörnina. Vinkonan hló dátt að óförunum. Hún vissi ekki neitt um hinn dýrmæta stein og hélt að hér væru bara um fíflalæti að ræða í stúlkunni. Stúlkan stóð þó að endingu upp úr tjörninni og útskýrði fyrir vinkonunni, sem lá í hláturskrampa á jörðinni, að dýrmæti lægi þar á milli steinanna. Þær yrðu að ná því. Þær gengu því heim til stúlkunnar á meðan draup af henni tjarnarvatnið. Gengu þær inn á heimili hennar þar sem einnig hlógu heimilisbúar að snótinni. Hún lét þó ekki bilbug á sér finna og klæddist stígvélum og regngalla þótt úti væri sólskin og afbragðsveður. Gengu stöllurnar nú vígalegar aftur að tjörninni með einsettan vilja. Með samvinnu tókst þeim þó að ná steininum. Hann var ávalur og skjannahvítur. Þótti þeim nú vel hafa borið í veiði og gengu reifar heim á leið. Enginn hafði dottið í tjörnina í þetta skiptið, ef til vill vegna hins glæsilega búnaðs. Þegar heim var komið aftur til stúlkunnar sýndu þær húsmóðurinni hinn glæsilega stein. Hnussaði í henni og hún sagði: Þetta er bara eins og klósettsteinn.

Þetta var sagan af klósettsteininum. Ef sumum finnst ég hafa farið með rangt mál þá er það bara vegna þess að þeir eru ekki með eins afburðagott minni og ég!
 
miðvikudagur, maí 05, 2004
 
Það er svo þreytandi þegar halóskan liggur niðri! Aldrei þessu vant voru líflegar umræður í tjáningarkössum mínum og ég hafði skrifað ýtarlegt svar. En það var gleypt. ég held að halóskan geri þetta til að safna kommentum. Þeir vista komment frá öllum heimsálfum og endurnýta þau síðan og... (er að reyna að hugsa um hvaða samsæriskenningar í ósköpunum maður getur fundið út frá þessu..)... já þið megið sjálf ákveða hvað halóskan gerir við gleyptu kommentin. Síðan ætlaði ég að tjá mig á öðrum vefum, en nei.

Vil síðan segja að hljómfræði er athyglisvert fag. Og ef einhvern langar til að sitja fimm tíma í prófi í slíku fagi mundi ég ekki mæla með því. Það hefur undarleg áhrif á heilann.

Og vitiði hvað? Halóskan er komið í lag þannig að öll þessi færsla er einskis nýt. Ég er bara farin.
 
laugardagur, maí 01, 2004
 
Um lærdóm:
því meira sem þú lærir
því meira veist þú
því meira sem þú veist
því meira þarftu að muna
því meira sem þú þarft að muna
því meira gleymirðu
því meira sem þú gleymir
því minna veist þú

ég stefni óðfluga á að vita mjööög lítið
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /