<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
föstudagur, desember 31, 2004
 
Ég er ekki frá því að það sé að koma nýtt ár.

En þar sem mér sýnist ég sjá glitta í snjó þarna úti garðinum mínum er ég að hugsa um að búa til snjókarl ársins. Síðustu forvöð.
 
föstudagur, desember 24, 2004
 
Hó hó hó!

Gleðileg jól!

(Ég er nefnilega jólasveinninn)
 
þriðjudagur, desember 21, 2004
 
Í dag er þriðjudagur.

Ef þú lest þetta á morgun (/hjá þér í dag). Þá ertu bara skrýtin(n) að halda því fram að það sé annar dagur en þriðjudagur. Því ég er handviss um að í dag er þriðjudagur.
 
sunnudagur, desember 19, 2004
 
Ég kom heim í ósamstæðum skóm úr skólanum í dag.

Þeir eru samt báðir svartir.
 
föstudagur, desember 17, 2004
 
Ég og faðir minn höfum alltaf séð um að kaupa jólatré. Og höfum alltaf valið stæðileg og fögur jólatré. Mótmælum móður minnar um að stofan okkar sé of lítil hefur alltaf verið drekkt.

En í fjarveru minni, sökum lærdóms, tók hún upp á því að kaupa bara sjálf jólatré.

Er ég var heima áðan benti hún prakkaralega út í garð, þar sem hún sagði að jólatréð væri.
Ég leit út um gluggann. En sá ekki neitt. Þar til eftir nokkurra mínútna tilraun til að reyna að sjá eitthvað sá ég glitta í agnarlítið jólatré. Og hrópaði æf upp yfir mig:

Ef maður þarf að píra augun til að sjá jólatréð þá er það of lítið!!!!!

Ég er gal-hneyksluð!
 
miðvikudagur, desember 15, 2004
 
Annað hvort er blogger á kínversku eða ég þreyttari en ég taldi mig vera.

Ástæða fyrir þreytu/geðveiki gæti verið of mikil vera á bóksafni. Í dag tókst mér að gera bókasafnið ákaflega jólalegt. Hér kemur uppskriftin:

Innihald:
1 stk. epli
1 stk. mandarína
1. stk vínberjatré (búið að borða öll vínberin)
nokkur strokleður og fleira skrautlegt

Aðferð:
Vínberjatrénu skal stungið í eplið þannig að það standi hnarreist beint upp. Næst skal festa strokleðrin (sem öll eiga að vera litrík og fögur) á tréð. Mandarínunni skal vera komið við hlið eplisins.

Þá er komið fagurt jólatré sem getur glatt margan manninn er á bókasafninu dvelur.
 
föstudagur, desember 10, 2004
 
Ef þið viljið vera vond við börn ykkar, eru hér prýðis nafngiftir:

Línus Gauti

Mist Eik
 
miðvikudagur, desember 08, 2004
 
ástae

hvað er hægt að lesa úr þessu?
 
mánudagur, desember 06, 2004
 
Á bókasafninu:

Ég: Tyggjóið þitt er á gólfinu.
Eva: Ha? Eru að koma jól?
Ég: Nei, ég er ekki brjáluð.

Röklegt samhengi?
Er farin að halda að hvísl sé ekki rétti samskiptamátinn.
 
sunnudagur, desember 05, 2004
 
Ég tel að hinir mögnuðu skyrguðir séu að reyna að segja mér eitthvað.

Þrjár tilraunir til skyrsnæðings innan veggja skólans síðastliðinn mánuð:

1. Í æðibunugangi missti ég skyrið úr höndunum og sá það svífa í fögrum boga - niður á næstu hæð.

2. Tókst að opna skyrdósina og borða dulítinn hluta þess, er ég af góðmennsku minni ákvað að gefa tölvunni með mér.

3. 1/4 skyrsins endaði á öllu andliti mínu, 1/8 á buxum mínum (fyrir neðan hné og víðar), 3/8 á peysunni minni. 1/4 rataði síðan rétta leið niður í maga minn.

Um daginn varð ég líka fyrir því er ég borðaði skyr að ég át kusk líka (sem einhverra hluta vegna synti ofan á skyrinu mínu).
 
föstudagur, desember 03, 2004
 
Ég er ekki frá því að ég sé með eindæmum óákveðin.

Umfjögur leytið fann ég fyrir svengd. En þar sem sjoppan var lokuð og ég nennti ekki að fara út í buskann ákvað ég að halda bara áfram að læra. Síðan leið og beið. Rúmlega sex ákvað ég og stærðfræðimannsveskja nokkur að tími væri kominn til að fá sér að borða. (Eða ég hrópaði á hana í lágværu hvísli að ef hún færi ekki með mér að éta mundi ég lemja hana eða borða bækurnar hennar). Þannig við trítluðum af stað. Hún fékk að geyma tölvu sína hjá annarri stærðfræðimannsveskju.
En þar sem við vorum báðar gal-óákveðnar gátum við ekki tekið neina ákvörðun um hvar ætti að snæða. Eftir um það bil klukkutíma rúnt um alla borgina, og heilmikið af: ég vil ekki ákveða, þú átt að ákveða! Nei þú! Komum við okkur saman um að fá okkur pítsu. Eftir tíu mínútur í viðbót í óákveðni um staðsetningu varð staður fyrir valinu.
En nei, þar var sautján tíma bið. Þar sem nú var meira en klukkutími liðinn frá því lagt var af stað í leiðangurinn urðum við að hoppa upp í skóla aftur til að sækja tölvuna. Við höfðum nefnilega bara rétt ætlað að skreppa til að fá okkur í gogginn.
Eftir að hafa náð í tölvuna var ég farin að naga bílbeltið af svengd. Sem betur fer tókst okkur að komast inn á veitingastað og panta okkur að borða (eftir að hafa starað óákveðin á matseðlilinn í marga klukkutíma).
Þannig að það tók okkur ekki nema tæpa tvo tíma að komast á stað sem seldi mat. Enda vorum við gríðarlega stoltar; þetta var alveg met-tími!
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /