<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
 
Á fyrsta degi skólans í gær

missti ég af ca. fimm strætóum (mér sem var farið að líka við bus.is)
mætti ég of seint án stundatöflu
fann ég tölvu með stundatöflu
var ég í vitlausri byggingu
vissi ég ekki hvar rétt bygging var
fann ég rétta byggingu
fann ég ekki rétta stofu
ráfaði ég um stefnulaust
rakst ég á rétta stofu

gekk annað að öðru leyti prýðilega.
 
laugardagur, ágúst 20, 2005
 
Var að breyta til í herberginu mínu. Kauptaði sjónvarp og dévaffdé. Þannig að ég þurfti að umturna herberginu. Síðast þegar ég breytti til í herberginu var ég ein heima og fór að færa ýmsa hluti þar til ég uppgötvaði að ég hafði lokað sjálfa mig inni í herbergi. Komst ekki út fyrr en nokkrum klukkutímum síðar þegar mér tókst að færa allar hillur borð og rúm á nýja staði.
Í dag tókst mér að koma í veg fyrir að loka mig inni - með því að láta Vilborgu skipuleggja allt fyrir mig. En hún kíkti rétt í heimsókn til að sækja Höskuld og Þröskuld (gullfiskar) en átti ekki afturkvæmt.
Síðan ætlaði ég áðan að reyna að taka eitthvað til (því ef maður hreyfir sig inni í herberginu er bókað mál að eitthvað hrynji, - ýmist af yfirfulla skrifborðinu, skápnum, rúminu eða hverju sem hægt er að troða dóti á). En eins og mamma mín segir er ég ekkert sérstaklega góð í að sjá heildarmynd tiltektarinnar. Eyddi þrem tímum í að taka allar plöturnar mínar úr hillu (þar sem þær voru ekki fyrir neinum) og endurraða. Nú er ég afspyrnu þreytt en get ekki farið að sofa. Sé nefnilega hvorki í sæng né kodda, hvað þá lak, fyrir mannhæðar hárri af hrúgu af ýmsu drasli á rúminu mínu. Sé örlítið eftir að hafa ekki byrjað tiltektina þar...
 
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
 
Humpty Dumpty sat on a wall,
Humpty Dumpty had a great fall;
All the king´s horses
And all the king´s men
Couldn´t put Humpty together again.

Er einmitt að lesa bókina The Big Over Easy eftir Jasper Fforde. Hún fjallar um rannsóknina á morðinu á Humpty Dumpty.

Fyrir þá sem ekki vita er Humpty Dumpty egg.
 
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
 
Dreg þá ályktun að þrif eigi ekki við mig. Pússa eitt borð í vinnunni og mér tókst að koma glerúðanum á varir mínar.

Dagurinn í gær einkenndist af því að ég var með fíflamjólkurbragð á vörunum.

En ég veit hvernig fíflamjólk bragðast meðal annars sökum þess að þegar ég var lítil sagði móðir mín mér endilega að bragða á dýrindis fíflamjólkinni.
 
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
 
Komiði sæl. Það er komið að bloggfærslu þriðjudaginn 9. ágúst.



Snæfinnur snjókarl og Snæfríður snjókerling
í miklu stuði.




Við endum þessa bloggfærslu á myndum sem myndatökumaður síðunnar tók fyrir stuttu. Veriði sæl.

 
föstudagur, ágúst 05, 2005
 
Ég hef ekkert lærdómsúthald svona á sumrin.
Þannig er ég hafði setið í rúma þrjá tíma á bókasafninu (og tekið mér standiupppásu á hálftíma fresti) ákvað ég að fara bara heim. Ég setti mengi og firðrúm glósur á eyrun (tók upp á segulband slatta þar sem mér finnst þægilegt að hlusta, - og svo er þetta besta svefnmeðal sem ég veit um) og keyrði af stað heim á leið.
Er ég keyrði og hlustaði uppgötvaði ég að leiðin til að sofna ekki yfir glósum væri ef til vill að keyra örlítið um.
Áður en ég vissi af var ég lögð af stað í fjallgöngu upp á Úlfarsfell í kínaskóm og gallabuxum með mengin og firðrúmin trallandi í eyrunum.
Á miðju fjallinu upplifði ég algjörlega klassískt svona á lífið að vera andartak. Ég fann nefnilega risabreiðu af blá- og krækiberjum, þar lá ég og gúffaði í mig berjum þar til ég stóð á blístri. Þá lagðist ég niður, á stuttermabol í sól og blíðu með ber allt í kringum mig og strá í munnvikinu. Enda frestaðist fjallgangan um klukkutíma.
Annars mæli ég ekki með kínaskóm svona á niðurleið fjallgöngu, þeir eru svo asskoti sleipir.
Eignaðist líka tvo nýja vini sem ég tók með í bæinn. Gulla grallaralega orminn og Kalla krípí flugu. Þeir biðja að heilsa.
 
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
 
h) Spúið eldi.

En nei, h) var hvorki það sem ég hef ekki gert - né gert á síðastliðnum 8 mánuðum.

Hef ekki: b) (hef keyrt á ýmsa hluti, svosem bíla og hringtorg, - en aldrei á fánastöng).

Tókst að uppfylla: j) (ekki meðvitað, var bara að læra sem endaði í tómu tyggjótjóni).
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /