<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
þriðjudagur, september 27, 2005
 
Í dag er ég 21 árs.

Í dag var ég talin vera 14 ára.

Það var nefnilega þannig að ég gleymdi lyklum. Ég fékk far úr skólanum og þar sem minn tryggi bílstjóri vildi ekki láta mig bíða á tröppunum á afmælisdaginn (lyklanágranninn sem er alltaf heima var ekki heima) uppgötvaði hún að við gætum farið í skóla annars hvors bróður míns. Þannig við brunuðum í Laugalæk. Þar vafraði ég um gangana (búið að færa skrifstofuna). Fann einhvern dreng og spurði hann um skrifstofuna. Hann vísaði mér veginn. Þar var enginn. Spurði hvort hann hefði nokkra hugmynd hver bróðir minn væri. Hann vissi það og meira segja bókstafinn á bekk bróður míns (sem er meira en ég vissi). Þannig ég trítlaði upp í leit að þýskustofunni (en þar taldi drengurinn að bróðir minn væri, en ég fattaði ekki að hann er hættur í þýsku). Á leiðinni upp heyrði ég út undan mér spurninguna "ertu í Hagaskóla?" af táningstátu sem var töluvert meira máluð en ég með skólatöskuna kæruleysislega á maganum. Ég ákvað, þar sem ég nennti ekki að svara: nei ég er í HÍ, að stelpan hefði pottþétt ekki verið að spyrja mig.
Uppi sátu nokkrar stelpur. Ég spurði þær hvar þýskustofan væri (enda mundi ég ekki enn að hann er löööngu hættur í þýsku). Fékk einhverjar bendingar og svo spurninguna:

Hvort ertu í níunda eða tíunda bekk?

Þó ég sé mjög vön því að vera talin yngri en ég er (yfirleitt samt bara svona 2-4 árum mest en ekki heilum þriðja hluta ævi minnar) þá komu kannski einhverjar vöflur á mig. Fékk því í kjölfarið spurninguna: ertu í menntaskóla? "Neimm, háskóla" svaraði ég og trítlaði að stofunni burt frá opinmynntum stelpuskjátunum.
Á endanum fann ég samt litla bróður og er því komin inn og sit ekki úti á tröppum lyklalaus eins og kjáni.
 
sunnudagur, september 18, 2005
 
I am nerdier than 90% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Hef grun um að ég þurfi að hafa áhyggjur af eigin geðheilsu.
 
fimmtudagur, september 15, 2005
 
Ég settist niður við tölvuna staðráðin í því að skrifa raunamætt blogg um það að foreldrar mínir megi ekki bregða sér frá (þá lengra en út í búð; út á land eða út fyrir landsteinana helst) án þess að rafmagnið fari af húsinu. Já, þvílíkt sem þetta hefði verið vel skrifað, dulítið sorglegt, hnyttið og dulúðugt blogg. En nei. Ástæða. Ég var klukkuð.

Og þó mér finnist eltingaleikur ekkert spes (verð alltaf svo hrædd þegar fólk reynir að ná mér, enda hlaupa allir hraðar en ég og því ná mér allir, en ég engum, sem er náttúrlega frekar sorglegt) þá vil ég alveg vera memm.

Svo hér eru fimm atriði um mig:

1) Ég heiti Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir. Það er ekki vegna þess að foreldrar mínir hafi verið vissir um að ég yrði drottning enda var ég bara skírð Ásta Heiðrún. Elísabetar nafninu bætti ég við þegar ég var ellefu ára til að viðhalda ákaflega langri Elísabetarkeðju í beinan kvenlegg. En foreldrar mínir klúðruðu keðjunni þegar þau eignuðust síðan tvo stráka.

2) Er að læra stærðfræði í HÍ. Ástæðuna veit ég ekki. Hvað ég verð þegar ég verð stór veit ég ekki heldur. Stærðfræði er samt frekar töff (ekki á kúl hátt, heldur er hún oft bara svo æði fögur). Eina vandamálið er að hún er óttalega erfið sem háir mér ögn.

3) Mér finnst brauð með hnetusmjöri og sultu mjög gott. Fékk alltaf svoleiðis þegar ég var lítil og átti heima í úglöndum. Aðal atriði við gerð vel heppnaðra hnetusmjörssamloka er að skera þær í þríhyrninga.

4) Mig langar til að lesa sem flestar bækur. Þá núna í augnablikinu sérstaklega þessar frægu. Ekki endilega vegna þess að ég haldi að þær séu frábærri en aðrar bækur. Þoli bara ekki að skilja ekki hluti og því langar mig til að ná tilvitnunum sem eru í bíómyndum og öðrum bókum. Þess vegna er ég að gera tilraun til að lesa Moby Dick núna.

5) Uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn hingað til er Sabrina the Teenage Witch. Enda voru þeir þættir ýkt og kúl og algjört æði. Á nokkrar seríur enn á spólum, meira að segja þætti úr fyrstu seríunni á spænsku. En þeir eru reyndar hálf kjánalegir.

Vegna þess að ég er bara í svona netheimi ætti ég að geta klukkað fólk (enda getur það ekki hlaupið neitt). Þess vegna ætla ég að klukka Vilborgu,Unni, móður mína, Kristjönu og Ingrid.
 
þriðjudagur, september 13, 2005
 
Í gær fannst mér kapphlaup upp stigann í vinnunni stórgóð hugmynd. Þar til annar fóturinn flæktist óþarflega mikið fyrir hinum þannig ég flaug fram og skall harkalega með hnéð á stigabrúnina (sem er með ívúl járndrasli á). Ég æmti og skræmti, fann smá svimatilfinningu og hélt að nú myndi ég svo sannarlega fá flottan marblett. Enda var hnéð fagurrautt. Haltraði um í heilar 3 mínútur en síðan var þetta ekkert brjálæðislega vont lengur. Svo ég hljóp um eins og vitleysingur í vinnunni; upp og niður stigann eins og ég fengi borgað fyrir það. Það var ekki fyrr en rúmum tveimur tímum seinna eftir útsendingu seinni frétta að ég var að ganga frá. Þá fann ég sérkennilega til í hnénu (sem annars hafði ekkert verið að angra mig neitt sérstaklega). Svo ég settist niður og kíkti á það. Augun á mér skutust út og það kom samstundis skeifa á mig. Það var komin ákaflega undarleg bunga á hnéð á mér. Mjög spes.
Við sýnina fann ég strax óskaplega til og ákvað að skella mér á slysó.
Fékk skriftusnót til að skutla bílnum mínum þangað (að sjálfsögðu gat ég ekki keyrt; var stóóóóóóóóórslösuð!). Þar beið ég með tryggum slysófélaga í einn og hálfan tíma. Vorkenndi sjálfri mér óttalega mikið og skeifan fór ekki langt.
Komst loks að hjá lækninum.
Eftir að hafa gengið um læknastofuna á nærbuxunum og læknirinn var búinn að pota í hnéð á mér og kremja óhóflega mikið spyrjandi hvort það væri vont komst hann að því að hnéskelin væri ekki brotin, mesta lagi komin sprunga í hana. Hin fagra bunga væri vegna blæðinga undir hnéskelinni. Ég kinkaði kolli hamingjusöm þar sem eftir að hafa beðið óralengi innan um slasað fólk var ég orðin viss um að það þyrfti að höggva fótinn af við öxl.
Ég fékk ekki svo mikið sem plástur og skottaðist bara heim (haltrandi þar sem ég fann miklu meira til eftir að læknakjáninn lamdi svona mikið í hnéð á mér!).

Annars var hnéð bara tiltölulega hresst í dag. Brosir meira segja í fögrum marblett sem sveigist glaðlega upp á við.
 
sunnudagur, september 11, 2005
 
Hippopotomonstrosequippedaliophobia

Þó maður gæti haldið að þetta væri tilbrigði af hræðslu við flóðhesta er það ekki svo.

Nei. Hippopotomonstrosequippedaliophobia er ótti við löng orð.
 
föstudagur, september 09, 2005
 
Ég mun framkvæma tilraunir í almennri efnafræði klukkan tíu á laugardagsmorgnum.
Hresst.
 
miðvikudagur, september 07, 2005
 
Ég er búin að vera að kenna einni skriftu og líka reyndar 1/4 skriftu undanfarið. Og ég held hreinlega að ég sé of ofvirk til að vera góður kennari. Sér í lagi þar sem ofvirknin eykst við kennslutilburði og með þreytu. Undarlegt.
Það er samt frekar fyndið að vera svona hæper.

En af kennslu. Þessi heila skrifta átti sem sagt sína fyrstu útsendingu ein um daginn. Ég stökk upp frá lærdómnum rétt fyrir sjö og hljóp inn í stofu. Þar sat ég og fylgdist grannt með, með oggu hnút í maganum, þar sem ég vildi ekki að lærlingurinn klúðraði neinu sem sæist svona í sjómpinu. Sat ég í sófanum og tuldraði um glugga og klukkur og ég veit ekki hvað og móðir mín horfði bara efasemdaraugum á mig. Sagði síðan að ég væri að verða alveg eins og faðir minn. En hann á það til að hrópa ýmsar skipanir (súbb, súbb vinsæl) og benda á sjónvarpið.
 
þriðjudagur, september 06, 2005
 
Tölan okkar er ögn affmælt þessa dagana. Það er þí aleg onlaust að skrifa sona. En ég er fegin að heita ekki ala sanfríður, hað þá íí.
Keðja, ásta heiðrún elísabet, hað eru mörg aff í þí?
 
fimmtudagur, september 01, 2005
 
Í gær var ég í cookiemonster bol. Þá borðaði ég fullt af kexkökum. En borðaði ég fullt af kexi af því að ég var í cookiemonster bol eða var ég í cookiemonster bol því ég borðaði mikið af kexi?
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /