<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
laugardagur, desember 31, 2005
 
Síðasta færsla ársins.
 
fimmtudagur, desember 29, 2005
 
Treiler fyrir uppáhaldsþátt allra:

Hefur Ásta gleymt öllum skriftustörfum?
Mun hún klúðra útsendingunni?
Ræður hún við breytingar frá því í sumar?

Komist að því í næsta fréttatíma.
 
föstudagur, desember 23, 2005
 
Hei þú.
Gleðileg jól.
(Og jei það er snjór!)
 
laugardagur, desember 17, 2005
 
Á þessu laugardagskvöldi er ég búin að...

...fara í grettukeppni við sjálfa mig (og ég vann)
...komast að því að maður syngur dimmraddaðar ef maður hangir á hvolfi
...fara í ljótudanskeppni við sjálfa mig (og ég vann)
...reikna ca. þrjú dæmi í efnafræði

Ég er rosalega fegin hvað ég held vel athyglinni svona í prófatörninni.
 
mánudagur, desember 12, 2005
 
Ég var í prófi áðan. Þegar um klukkutími var eftir var ég á góðri leið með að fá hjartaáfall af panikki. Ég var nefnilega ekki búin með nema tvö dæmi af fjórum.

Þá heyrði ég útundan mér:

Smjatt smjatt smjatt smjatt smjatt smjatt smjatt.
Tyggjókúlusmellur.
Smjatt smjatt smjatt smjatt smjatt smjatt smjatt.
Tyggjókúlusmellur. Tyggjókúlusmellur.

Inni í höfðinu á mér heyrðist langdrægt öskur: neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeei!
Ég hef nákvæmlega enga þolinmæði fyrir smjatti. Enga.

Reyndi að hugsa með því að halda fyrir eyrun. En smjattið var það hávært að ég heyrði það samt.
Rétti tvisvar upp hönd en setti strax aftur niður. Ætlaði að biðja yfirsetukonuna um að biðja þann sem væri að þessu að hætta. En hætti við sökum óákveðni og því konan var búin að vera ámóta hress og eineggjatvíburasystir Hitlers.

Svo inni í mér fylltist ég pirringi sem ágerðist og ágerðist. Ef ég hefði verið með hamar eins og í teiknimyndunum hefði ég lamið konuna í hausinn (og hún hefði í kjölfarið fengið hamarslaga kúlu).

Þegar þrjár mínútur voru eftir hringdi sími. Sími smjattkonunnar.
Það ætti að banna svona fólk.
 
miðvikudagur, desember 07, 2005
 
Resistance is futile.

You will be assimilated.
 
föstudagur, desember 02, 2005
 
Ég bjó til plan. Það var fínt.

En nú er ég enn á fimmtudagshluta plansins. En það er föstudagur. Já föstudagur segi ég!

Ef þið sjáið mig vafra um stefnulaust rífandi í hárið á mér tautandi: en planið, planið. Þá er það rétt ályktað hjá ykkur: Ég verð orðin endanlega gal-geðveik.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /