<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
sunnudagur, janúar 30, 2005
 
Elsku mamma mín, til hamingju með afmælið.

Og ein pæling.
Hversu betur er náttúran og vegfarendur sett ef hundaeigendur setja samviskusamlega poka utan um hundaskítinn en skilja síðan pokann eftir?
 
mánudagur, janúar 24, 2005
 
Lati Geir á lækjarbakka
lá þar til hann dó.
Vild´ann ekki vatnið smakka
var hann þyrstur þó
 
sunnudagur, janúar 23, 2005
 
Setning sem ætti að útrýma með öllu úr stærðfræðikennslubókum:

"And the proof is left as an exercise".
 
mánudagur, janúar 17, 2005
 
Áðan sátum ég og móðir mín og átum finnkrisp hrökkbrauð með smjöri og osti. Er við snæddum og ræddum kom í ljós að hinn áðurnefndi og feikifyndni brandari var hennar næst-mest uppáhalds brandari þegar hún var ögn yngri. Ég er ekki frá því að hún hljóti hins vegar að hafa sagt og leikið besta brandarann þó nokkrum sinnum (skiljanlega!) því hluti hans kom fram í talblöðru á árbókarmynd hennar. Fannst mér því ekki annað koma til greina en hreinlega deila með ykkur besta brandaranum:

Einu sinni var fíll að borða kjötkássu. Þá fór kjötkássan að gráta.
Af hverju ertu að gráta kjötkássa litla? spurði fíllinn.
Þá snökti kjötkássan: Mig langar svo í mótorhjól!
 
fimmtudagur, janúar 13, 2005
 
Í bílnum á leiðinni á skauta sagði móðir mín þennan hálfleyga brandara:

Hver er munurinn á fíl?
Hann kann hvorki að hjóla!

Eins og ljóst er lágum við móðir mín í hláturskrampa yfir þessum afspyrnu góða brandara. En bræður mínir sem sátu afturí (og kunna ekki að meta þennan klassahúmor) gátu vart andað fyrir æsingi. Þeir fjargviðruðust yfir því að það væri engin heil brú í þessu, málfræðinni væri gríðarlega ábótavant, og þetta væri í alla staði sá lélegasti og ófyndnasti brandari sem þeir hefðu á ævinni heyrt. Þetta fór, að sjálfsögðu, allt fram á þeim hljóðstyrk að venjulegt fólk hefði orðið fyrir varanlegum heyrnaskemmdum (við í fjölskyldunni erum orðin ónæm). Þessi viðbrögð bræðra minna ýttu að sjálfsögðu undir fynd-leika brandarans svo hlátur okkar mæðgna ágerðist. Að lokum var ákveðið að geyma þetta mál.

Á leiðinni heim af skautum var brandarinn af einverjum orsökum aftur dreginn upp. Við fórum að hlæja eins og vanvitar en brún bræðra minna þyngdist. Að lokum hrópaði yngri bróðir minn upp yfir sig:
Þetta er ekkert fyndið! Það hlær enginn að þessu nema einhverjir kvenmenn!
 
þriðjudagur, janúar 11, 2005
 
Fjölskyldan mín situr við matarborðið og tuldrar:

"Uss, það er nú hámark letinnar að sleppa því að borða kartöflur því hún nennir ekki að skræla þær!"

Iss - segi ég nú bara. Mér finnst kartöflur hvort sem er ekkert spes.
 
sunnudagur, janúar 09, 2005
 
abrakadabra!




haha - er búin að breyta ykkur öllum í froska!
 
mánudagur, janúar 03, 2005
 
Áðan gekk ég með fangið fullt af dagblöðum í átt að bílnum (sem ég hafði af mikilli leikni bakkað inn innkeyrsluna! - já ég sagði bakkað). Tveimur mínútum fyrr hafði bróðir minn vælt yfir því að tröppurnar væru ansi sleipar en ég sagði honum bara, augljóslega, að hætta að vera svona mikill aumingi.
Þannig að ég trítlaði niður sem leið lá en sá ekki neitt fyrir háum blaðastafla. Í neðstu tröppu skrikaði mér fótur. Blöðin svifu um í fallegum sveig og voru ekki lent þegar gall í bróður mínum:
-Inn jor feis!!!!! Síðan hló hann stórkarlalega.
Móðir mín sem einnig varð vitni að þessu hló við og sagði:
-Betra en að falla í stærðfræðigreiningu!
(Þar sem ég hafði stuttu áður greint henni frá ekki-falli í greiningu)
Ég hló smá þar til að ég fattaði að ég var rennvot og stórslösuð! Þannig að ég strunsaði inn og horfði illilega á ættingjana veltast um af hlátri.
 
laugardagur, janúar 01, 2005
 
Flugeldar eru fallegir.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /