<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
miðvikudagur, mars 03, 2010
  Pirripúki
Um daginn vildi þannig til að ég og Tóta ákváðum að halda innflutningsteiti undir yfirskriftinni: Hve marga þarf að setja inní stofu til að hita hana.
Að sjálfsögðu vorum við á síðasta snúningi með allan undirbúning svo að rúmum tveimur tímum fyrir teiti þá þeystumst við um matvörubúðina og völdum ýmsa drykki fyrir gestina, þar á meðal áfenga drykki. Við eyddum dágóðum tíma í að vanda valið og skelltum okkur síðan á kassann. Þar spurði afgreiðslustúlkan um skilríki. Hér er sú regla ef að þú ert að kaupa þér eina bjórdós og vinur þinn stendur hjá þér, þá þurfa báðir aðilar að sýna skilríki. Við pössum okkur því báðar á að vera með skilríki því við erum alltaf spurðar. Við réttum fram ökuskírteinin okkar og biðum rólegar eftir því að geta greitt fyrir vörurnar og komið okkur heim í þrif og sturtu (skosk sturta = ekkert vatnsflæði, hrollur).

Hún horfði á okkur til skiptis og spurði síðan hvort við værum með einhver önnur skilríki. Þessi væru ekki gild, þar sem það þyrfti sérstök skilríki gild innan Evrópu. Við tjáðum henni að þetta væru ökuskírteini gild innan Evrópu. En hún hristi höfuðið og sagði að það væri ekki heilmynd á skírteininu og hún gæti ekki tekið þau gild. Hún kallaði þó í yfirkassakonuna og spurði hvort að þau gætu tekið þessi skírteini gild. Sú rétt leit á skírteinin okkar og sagði að það væri ekki heilmynd á þeim og þau því ekki í lagi. Við horfðum á þær tvær steinhissa þar sem höfðum verslað þarna reglulega undanfarna mánuði og sýnt þessi sömu skilríki án þess að hafa lent í vandræðum. Við reyndum að malda í móinn, bentum á að þetta væru gild skírteini innan Evrópu, og að við værum langt yfir áfengisaldri (sem er átján ára). Okkur var vísað frá.

Satt best að segja vorum við örlítið pirraðar þá. Okkur fannst þetta hið ótrúlegasta mál. Við erum 24 og 25 ára. Ökuskírteinin okkar eru ekki leikfangaskírteini fengin úr seríóspakka.
Við ákváðum á endanum að spyrja verslunarstjórann. Ég spyr aldrei nánar útí svona mál. Ég humma bara og játa ef einhver segir að ég megi ekki eitthvað. Já og amen. En mér fannst þetta bara stórundarlegt og vildi fá nánari staðfestingu.
Við náðum tali af ungum manni sem brosti og spurði hvort hann gæti aðstoðað.
Við útskýrðum okkar mál. Hann sagði: Æ, eruð þið ekki með önnur skírteini á ykkur? EU ökuskírteini, breskt ökuskírteini eða vegabréf? En leiðinlegt. Nei.

Ef ég skildi hann rétt, þá til að vera vissar um að fá afgreiðslu á áfengi innan Skotlands þá þurfum við að vísa fram vegabréfi. (Höfum samt aldrei lent í vandræðum annars staðar.)

Við strunsuðum því út og sórum þess heit að versla ekki aftur við þetta pakk.

Tveimur tímum fyrir teiti stóðum við því án viðeigandi drykkjarfanga fyrir veislugesti í ótiltekinni íbúð.
Eftir hraðþrif og lausn á stóra drykkjarfangamálinu fór allt þó vel og teitið heppnaðist ljómandi.

Í ljós kom að 10 manns eru nóg til að hita stofuna. Sérstaklega ef einn gestanna er nógu skarpur til að sjá að það er takki á arninum sem lætur hann HITA!

 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /