<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
miðvikudagur, október 26, 2005
 
Ljóstillífunarnámskeið verður haldið þann 32. þarnæsta mánaðar. Áhugasamir skrái sig.

Hef viðhaldið hæfileikanum þar sem ég er enn kortlaus. Fór samt í banka. Og aftur. En það vildi svo til að beiðninni um nýtt kort fannst svo gaman í bankatölvunum að hún fór ekkert lengra en það. Þannig að ég ljóstillífa enn. Kortið með nýju beiðninni ætti þó ef til vill að vera tilbúið í dag. Mjög spennandi allt saman.
 
þriðjudagur, október 18, 2005
 
Fyrir átján dögum rann debetkortið mitt út.
Ég er ekki alveg viss á hverju ég hef lifað síðustu daga. En er með sjö krónur í vasanum. Og þó það sé ákaflega hamingjusamt þá held ég að það sé tímabært að sækja um nýtt kort.

Tjaaa. Eða bara á morgun.
 
mánudagur, október 10, 2005
 
Óska eftir óklígjugjarnri manneskju í heimsókn.

Uppgötvaði nefnilega í morgun orsök sérkennilegs bletts á rúllugardínunum mínum. Sá ankannalega klessu ofarlega í gardínunum og steig upp á rúmið til að athuga hana. Þar sá ég kramda könguló.
Alltaf þegar gardínurnar rúllast upp. Og niður. Kremst hún á milli.

Þetta er verulega ógeðfellt.

Enda hljóp ég útúr herberginu mínu og efast um að ég fari þar aftur inn.
Pöddur eru nefnilega ekki að meika það í hollívúdd sko.
 
 
Ég er búin að affiska hlekkjalistann. Úmpalúmpar eru nefnilega svo óttalega hressir.
 
miðvikudagur, október 05, 2005
 
Ég var að komast að svolitlu merkilegu.
Ég komst að því af hverju svar mitt við flestum spurningum er 7.

Algeng notkun: "Hvað er klukkan Ásta?"
"Sjö". (Algjörlega án tillits til tímans)

7 er nefnilega hamingjusöm tala.

Augljóslega get ég ekki stuðlað að þunglyndi tímaspyrjandi fólks með svari líkt og 3 enda þrír óhamingjusöm tala.

Svona er stærðfræðin nú dásamleg.
 
sunnudagur, október 02, 2005
 
Í gærmorgun í efnafræði ætlaði ég að mæla hitastig.
Merkilegt nokk gerðist ósköp lítið.

Sneri nefnilega mælinum öfugt.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /