<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
mánudagur, júlí 31, 2006
 
403
 
miðvikudagur, júlí 26, 2006
  Flýgur fiskisaga











 
föstudagur, júlí 21, 2006
 
Ég vaknaði við það að ég seig niður um hálfan metra.
Rúmið nennti ekki að standa í því lengur að halda mér uppi.
Á ég að taka því persónulega?
 
mánudagur, júlí 17, 2006
 
Nei. Nei.
Kvef er af hinu illa.

Segjum sem svo að manneskja með kvef skondrist á klósettið til að snýta sér. Segjum sem svo að hún sé með armband á úlnliðnum. Sem mundi detta ofan í klósettið þegar henda átti pappírnum. Að armbandið hafi starað á hana illyrmislega neðst úr klósettskálinni, of stórt til að geta mögulega sturtast. Að manneskjan gæti ekki skilið slíkt armband eftir í klósetti. Að hún reyndi að veiða það uppúr með klósettbursta.
Með grettu hafi hún haldið á því milli tveggja fingra og tekist að fleygja því í vaskinn. Þvegið sér um hendurnar. Mjög oft.

Kvef er af hinu illa.
Oj. Oj.
 
sunnudagur, júlí 16, 2006
 
Þegar ég hef frá engu að segja skrifa ég helling.
Þegar ég hef helling að segja skrifa ég ekkert.

Ég gæti sagt frá Króatíuferðinni. Þegar við þurftum að banka upp á í heimahúsi til að nálgast risastóran og fornfálegan lykil - sem gekk að kirkju með fögrum freskum sem við fræddumst um með leiðsögn þorpbúans sem talaði bara útlensku og hrafl í þýsku.

Ég gæti sagt frá veiðiferðinni. Gönguferðinni sem ég lagði af stað í með gloss, stimpilkort og Charmander pókemona í vasanum.

Ég gæti líka sagt frá tjaldferðinni. Þegar ég og Vilborg löbbuðum yfir vatn á köðlum og börðumst við rokið sem síðar hótaði að svipta tjaldinu ofanaf okkur.

En nei.

Skrifa meira þegar ég hef ekkert að segja.
 
föstudagur, júlí 14, 2006
 
Einu sinni var stelpa. Hún átti bloggsíðu.
Dag einn skrapp hún til Króatíu með föður sínum. Það þótti henni einstaklega skemmtilegt. En stúlka þessi þjáðist af nennuleysi. Hún nennti ekki að blogga. Hún nennti ekki að setja inn myndir.
Eftir að hún kom heim úr heimsreisunni fór hún í veiðiferð og en veiddi engann fiskinn.

Morgun einn hugsaði hún með sér og sló á lær; jaaaa, hvur andskotinn, nú er sko tími til kominn að hætta þessu letilífi og henda inn nokkrum myndum til að trylla lýðinn.
En þegar hún byrjaði uppgötvaði hún að hún væri að fara í útilegu í blíðviðrinu eftir einn og hálfan tíma. Og átti tátan eftir að pakka, fara í sturtu og sækja ýmislegt dót til móður sinnar.

Svo hún hristi höfuðið og ákvað að bloggfærslan íðilfagra þyrfti að bíða betri tíma. En fyrir óþreyjufulla bendir hún á þetta.
 
mánudagur, júlí 10, 2006
 
Ritstífla. Virkjun á orðaflaumi?
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /