<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
miðvikudagur, mars 29, 2006
 
Maður - Maur
Lík orð.

Mennirnir eru líka svolítið eins og maurar þar sem þeir hlaupa um á jörðinni.
 
þriðjudagur, mars 28, 2006
 
Ég er í klemmu. Ekki klarinett klemmu. Eða hárklemmu. Eða klemmubrauði.

Neinei. Blogglegri klemmu. (Hún er ekki gul.)

Sko. Ég tók áskorun um að blogga á hverjum degi. En. Ég neitaði samt að ég væri að láta þvinga mig til bloggs (þóttist alveg hafa ætlað að blogga undanfarin sex skipti. Sem er haugalygi, þau hefðu í mesta lagi verið tvö).

En. Í dag hef ég ekkert að segja.
Ég sneri hitamælinum ekki öfugt í tilraun. Ég hrasaði ekki bjálfalega fyrir framan hópi af fólki. Mér var ekki rænt af geimverum. Ég dansaði ekki tangó við forseta Sviss.

Svo maður spyr sig. Á maður að taka þátt í svona vitleysu?
 
mánudagur, mars 27, 2006
 
Í gær röbbuðum við pabbi um utanlandsferðina sem við ætlum í í sumar.

Í nótt dreymdi mig að ég væri að fara til útlanda. Var alltof sein. Enn að pakka klukkan þrjú, flug klukkan fjögur.

Í morgun talaði ég við Vilborgu. Ætlum nefnilega að finna okkur námskeið í útlöndum. Spila á þverflautu og klarinett og sóla okkur þess á milli. Og borða ís.

Áðan pantaði baunamóðir flug fyrir okkur tvær til Parísar. Núna í apríl.

Er óttalega hamingjusöm. Elska úglandaferðir. Já, og fólkið sem nennir að koma með mér.

Ætla annars út í parís. Á einhver krítar?
 
sunnudagur, mars 26, 2006
 
Vita allir að Glitnir er gamli Íslandsbanki?

Held ég þurfi að koma stöku sinnum niður af skýinu mínu glópurinn sem ég er.
 
laugardagur, mars 25, 2006
 
Í kvöld hefði ég getað ruglað lottóáhorfendur alveg í ríminu.

Ef maður er ruglaður í ríminu, rímar maður þá meira en venjulega?
 
föstudagur, mars 24, 2006
 
Ég keyrði áðan á eftir hvítum og löngum Volvó.
Það var dregið fyrir afturgluggann.
Á honum stóð: Útfararþjónusta.

Á gluggann var búið að líma útklipptan hvítan og stjörnulaga miða.
Á honum stóð: Þegar andlát ber að garði!!

Það þótti mér einstaklega smekklegt.
 
fimmtudagur, mars 23, 2006
 
Bræður mínir eru svo auðtrúa.

Þegar ég æfi mig þá kenni ég stundum til sársauka á innanverðri neðri vör sökum þess hún kremst milli klarinetts og tanna. Til að minnka núning set ég stöku sinnum pappírssnifsi á tvær neðstu framtennurnar á meðan ég æfi mig (það er geigvænlega töff).

Í gær spurði yngri bróðirinn af hverju ég væri með svo hvítar tennur. Ég svaraði blákalt að ég hefði farið í tannaðgerð til að gera tennurnar hvítar. Hann keypti þá sögu. Spurði svo eilítið hissa hví ég væri bara með tvær hvítar tennur. Svaraði ég að sjálfsögðu væru slíkar aðgerðir svo dýrar að ég hefði bara haft efni á tveimur tönnum. Jaá.

Í dag spurði eldri yngri bróðir minn af hverju ég væri svona skrýtin (hann átti reyndar við almennt, tel ég). Og þá gall í yngri, því hún fór í tannaðgerð! Nújá, sagði sá eldri. Jújú, svaraði ég án þess að blikna. Síðan ræddum við um ágæti þessara tannaðgerða og hve kjánalega dýrar þær eru.

Ætti ég að vera betri stór systir og hætta að ljúga þá fulla?
 
miðvikudagur, mars 22, 2006
 
Svartar buxur girtar ofaní hermannaklossa og græn upplituð dúnúlpa með vínrauðum kraga klæddu veltikarlsvaxinn mann með stæðilega undirhöku og stór gleraugu.
En það var hvorki smekklegur klæðaburður né gjörvulegt vaxtarlag sem vöktu athygli mína.
Það var hárgreiðslan.
Í námunda við mitt enni var eins og ögn skjálfhent manneskja hefði dregið línu allan hringinn. Fyrir neðan ennismiðju var hárið dökkbrúnt en fyrir ofan ljóst. Hárið var tæpur sentímetri að lengd. Fyrir utan efst á kollinum. Þar var það sirka tveir sentímetrar og greitt aftur.

Ég hef verið á leiðinni í klippingu núna í nokkra stund. Nú í fyrsta sinn er ég með það á tæru hvernig klippingu ég ætla að biðja um.
 
fimmtudagur, mars 16, 2006
 
Strætóbílstjórinn minn keyrði vitlausa leið áðan. Hann missti af tveimur stoppistöðvum. Akkúrat þeim tveimur sem eru næstar heimili mínu.
Ég var svo hissa að ég gleymdi snúðnum mínum í sætinu.

Mér fannst ég fá heldur lítið fyrir snúð minn í þeirri ferð og setti á mig snúð.
 
mánudagur, mars 13, 2006
 
Í morgun fór ég í tvo sokka, himinbláa. Einn á hvorn fót.
Síðan uppgötvaði ég seinna um daginn að ég var búin að týna öðrum þeirra.
Núna er ég í tveimur sokkum. Einum bláum og einum bleikum.

Látið mig vita ef þið rekist á þennan staka. Hann gengur undir nafninu Jón.
 
laugardagur, mars 11, 2006
 
Ef ég segi bara haaa?
næst þegar ég hitti ykkur á förnum vegi er það ekki því ég sé:

a) með banana í eyrunum
b) búin að missa bæði eyrun í sorglegu lyftuslysi
c) ekki búin að fara í bað í þrjú ár
d) almennt skilningssljó (jú reyndar en það er önnur saga)

nei

heldur því

e) nágrannarnir ákváðu að rífa hvert einasta veggsnifsi í íbúðinni sinni (það að við höldumst enn á lofti er okkur hulin ráðgáta)

Þeir byrjuðu meðal annars að rífa með ógnarhávaða um níu leytið í morgun.

Til að leita hefnda höfum við ákveðið að nýi æfingatími á öll hljóðfæri okkar systkinanna sé alltaf á laugardagsmorgnum. Í einu.
Svo ætlar móðir mín á steppdansnámskeið.
 
miðvikudagur, mars 08, 2006
 
Og mér finnst sem tíminn standi kyrr.

Klukkan sýndi tíu mínútur í tvö í strætó á leið í skólann.
Klukkan sýndi tíu mínútur í tvö í strætó úr skólanum.
Klukkan sýnir tíu mínútur í tvö núna.
 
sunnudagur, mars 05, 2006
 
Þar sem ég stend á tröppunum á öðru heimilinu, rauðnefjuð og náföl, í náttbuxum og Nikita jakka, með Harry Potter trefil og bláa prjónahúfu (með dúski). Er það fyrsta sem ég tek eftir að móðir mín hvílir höfuð sitt máttvana af hlátri á stýrinu. Ég sest inn í bílinn en hún getur ekkert sagt, fyrr en út skýst milli hláturskviðanna: "Þú ert svo asnaleg!". Síðan flissar hún alla leiðina.
 
föstudagur, mars 03, 2006
 
Þegar ég verð stór ætla ég að setja lögbann á lasleika.

Þrátt fyrir stíflað nef og almennan sljóleika klifraði ég samt hátt hátt á klifurnámskeiðinu. Datt en guðsélof var í línu. Dó líka næstum úr hræðslu.

Samt skemmtilegt.

Er farin að vera upptekin við að vorkenna sjálfri mér. Er svo lasa lasa.
Ú. Og borða meira óreó kex. Það kætir og bætir.
 
fimmtudagur, mars 02, 2006
 
Svona
á sko að gera tónlistarmynbönd.
 
miðvikudagur, mars 01, 2006
 
Your Personality Profile

You are dignified, spiritual, and wise.
Always unsatisfied, you constantly try to better yourself.
You are also a seeker of knowledge and often buried in books.

You tend to be philosophical, looking for the big picture in life.
You dream of inner peace for yourself, your friends, and the world.
A good friend, you always give of yourself first.
The World's Shortest Personality Test


Í leit minni að svörum við stóru heimspekilegu spurningunum hnaut ég um þessa: Ef bananar væru bleikir mynduð þið borða þá?
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /