<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
sunnudagur, júlí 22, 2007
  Klukkuð
Af móður minni bauninni. Átta lítt þekkt atriði um mig.

1. Sökum undarlegra söfnunaranda sem heltaka mig, þá á ég næstum alla bíómiða af þeim myndum sem ég hef farið á undanfarin ár.

2. Þrátt fyrir að ég haldi því fram að ég lesi aldrei síðustu blaðsíður bókar fyrst, þá þegar ég var lítil og var komin kannski miðja vegu í bók þá fletti ég stundum að síðustu blaðsíðunum og skimaði lauslega yfir. Bara til að sjá hvort ég sæi nöfn aðalpersónanna, svona til að athuga hvort þau mundu nú ekki örugglega lifa af. (Hefði nú samt átt að fatta að það deyja aldrei neinir í Fimm bókunum)

3. Á hálfskrifaða barnabók.

4. Það rímar afskaplega fátt við Ásta.

5. Þegar ég var þriggja fjögurra ára var ég sannfærð um að búálfar hefðu stolið bolla úr bollastellinu mínu.

6. Ég var með göt í eyrunum þegar ég var sjö ára, en er ekki með nein núna.

7. Ég á erfitt með að mæta á réttum tíma.

8. Ég er búin að lesa Harry Potter and the Deathly Hallows.

Klukka: Pabba, Unni, Líneyju, Kristínu, Kristjönu og Björgvin.
 
þriðjudagur, júlí 17, 2007
  Í nótt dreymdi mig að hringt hefði verið í mig í kakóbollann minn og ég svaraði (hljóðið kom úr kakóinu, ekki bollanum). Samtalið var á spænsku.
Ég og þriðja nafns nafna mín á safnadeildinni erum prýðis vinkonur. Þar kem ég mörgum sinnum á dag. Ég fæ lánaðar hjá henni spólur og hún talar við tölvuna sína (sem virðist aldrei vera sammála henni) og mig til skiptis.

Í dag mætti ég þar galvösk og hún gantaðist við starfskonu sína að þar væri rafmagnsverkfræðingurinn mættur (ég) á meðan hún reyndi að sannfæra tölvuna um að spólulán væru góð hugmynd og framkvæmanleg.
Hin spurði; núnú, ertu að læra rafmagnsverkfræði?
Elísabet hváði þá: Nei, hún er varla nema sextán stelpan, ég var að gantast.
Hin: Nei, hún er nú eldri en það, sagði hún og horfði á mig.
Elísabet: Hvað ertu gömul?
Ég: Tuttugu og tveggja, svaraði ég.
Elísabet: (Ýkt) andköf.
Ég: Já, ég fel það nú samt ágætlega.
Elísabet: Já, eins og þessi, sagði hún og benti á strákling rétt rúmlega tvítugan, hann er til dæmis fjörtíu og átta ára, afskaplega unglegur.

Ég fer yfirleitt brosandi útaf safnadeildinni.
 
mánudagur, júlí 16, 2007
  Mig dreymdi að ég væri komin með fullt af kommentum
Tíminn. Mér finnst tíminn skrýtið fyrirbæri. Ég ætlaði að gera svo óskaplega margt í sumarfríinu. Enda sumarið tíminn.
Ég ætlaði að skrifa. Lesa ógrynnin öll af bókum. Æfa mig á klarinettið, helst þrjá fjóra tíma á dag. Ég ætlaði að hreyfa mig, fara í fjallgöngur og vera dugleg að fara í klifur.
Undanfarið hef ég reyndar verið að vinna megnið af deginum, og kannski ekki að undra að ég hafi ekki náð að gera alla þessa hluti (náði samt að endurlesa næstsíðustu Harry Potter bókina - enda afar mikilvægt að vera í æfingu og búin að rifja upp galdraheiminn fyrir stóra mómentið á föstudaginn).
En tíminn milli þess sem ég kom heim frá Salamanca og ég byrjaði að vinna, sem virst hafði svo óralangur (þrjár ljúfar vikur af atvinnuleysi - í glampandi sól) hvarf áður en ég náði að blikka.
Ég gerði þar af leiðir ekki neitt af því sem ég ætlaði.

Mér sýnist að sumarið stefni í að vera eitt heljarinnar stórt nýársheit.
En mér er alveg sama. Miklu skemmtilegra að væflast bara um.
Valhoppandi eins og Luna Lovegood.
 
laugardagur, júlí 07, 2007
 
Málasúpa

Ég byrjaði samtal á MSN við hollensku stelpuna á spænsku. Stuttu síðar svaraði pabbi hennar mér á spænsksænsku. Síðan spjallaði ég heillengi við hann á dansksænsku.
Þar næst talaði ég við þá hollensku sem ég kynntist á Spáni á ensku.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /