<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
þriðjudagur, janúar 30, 2007
  Ég festi tannstöngul inni í símanum mínum.
Í tilefni af því óska ég móður minni til hamingju með afmælið.


Móðir mín á góðri stundu í spariklæðunum
 
laugardagur, janúar 27, 2007
 
Ég hef grun um að ég sitji föst í miðju svívirðilegu alþjóðlegu samsæri. Þar sem dvergarnir, Maltverjar, rauðhærðir og einfættir taka höndum saman gegn mér.

Skotheld rök:
Ég skrifa hverja færsluna á fætur annarri sem blogger neitar að birta. Síðasta færsla sem ég skrifaði innihélt guðdómlega speki eins og: ef maður er skíthræddur við að fara upp að töflu í skólanum sökum þess að maður kann ekki að reikna dæmið sem maður á að reikna og vill ekki láta hlæja og benda á sig og fá milljón og tvo tómata í sig á meðan maður stamar og roðnar og baðar út höndunum og fer svo að gráta og maður hreinlega óskar þess að verða veikur - þá verður manni stundum að ósk sinni *sýgur aumingjalega upp í nefið*.

Annar hluti í þessu magnþrungna samsæri gegn mér er að ég kemst ekki inn á síðuna mína í skólanum. Held ég sé búin að prófa flestar tölvurnar. Ætli hún hafi verið bönnuð af skólayfirvöldum vegna ósóma? Skelli skuldinni á dvergana.

Já, ég held að þetta samsæri risti mun dýpra en ég geri mér grein fyrir.
Hef nú þegar sagt alltof mikið.
 
þriðjudagur, janúar 23, 2007
  Ég trítlaði á klifurmót

Í þessum svölu skóm.
Lenti í þriðja sæti*.


*Sleppum því bara að nefna af hve mörgum
 
mánudagur, janúar 15, 2007
 
Ji minn eini.
Ég var búin að semja ógeðslega langa og leiðinlega færslu um það herrans ár 2006. Hún fjallaði m.a. um geislavirkni, skósóla, ljóð, strætóferðir, klifur, köngulær, útlönd, skýrlsur, mítlur og akkeri. Hefði getað svæft ánamaðk með þessu.
En blogger elskan sá fyrir því og leyfði mér aldrei að pósta. Svo ég tók þessu bara sem gagnrýni á skrif mín (svona þar sem ég margreyndi) og fór að gráta. Í þrjá sólarhringa samfleytt.

Tókst ekki að jafna mig á þessari grimmdarlegu gagnrýni fyrr en í dag. Þá tók ég gleði mína á ný.
Ástæðan er einföld. Og augljós.
Ég keypti mér Latabæjarstrigaskó.
 
laugardagur, janúar 06, 2007
  Iss
Ég fékk ekki að vera með á systkinamyndunum við jólatréð.

Mamma horfði bara á mig skeptískum augum og sagði mér loks alvarlega að ég væri eiginlega of skerí.

Kjaaaftæði.
 
mánudagur, janúar 01, 2007
 
Góðan dag. Ég heiti Ásta. Ég er skakklöpp.

Ég hoppaði á einum fæti í hringi áðan með stjörnuljós í annarri og dáðist að flugeldunum.

En hér kemur saga. Á áramótunum í fyrra, þá átti ég mér ekki líf frekar en í ár, þá samdi ég smásögu með bræðrum mínum. Fyrirfram ákváðum við að aðalsögupersónan, Jónatan, ætti að eiga hund. Númeruðum miða og skrifuðum eina setningu á hvern miða. Algjörlega óafvitandi um hvað hin skrifuðu.

Þetta er sagan. Njótið.

Einn rómó veðurdag prumpaði maður sem hét Jónatan Rúmgóður. Hann átti hund sem hét Hundur, hann var með ofnæmi fyrir nefslími úr gömlum konum með þrjú hár í afturendanum. Hann drap þá hundinn sinn. Jónatan valhoppaði niðrí fjöru með hundinum sínum þegar hann sá skært ljós. Þá kom tennisspaði. En þá kom hestur. Hann var á gangi og sá risavaxna blöðru sem réðst á þrjá dverga. Hann ákvað að leigja sér hjólbörur og ganga til liðs við alheimsgeimverubanasamtökin. Hann dó og lifnaði við aftur. Þegar hann leit við rigndi hundraðköllum og Jónatan blótaði því hann var viss um að fá marbletti. ,,ROTTUHEILI!" öskraði hr. Rúmgóður. Hundurinn hljóp í hringi þegar eldingu laust niður í ljósastaurinn. Vinur hans kom og hoppaði. ,,Ömurlegt veður" sagði Jónatan við hundinn sinn hugsi. Og þá dó vinur Jónatans. Þá kom belja að selja mysu. Beljan sagði ,,MUUU!" og þá breyttust allir í nef. Þegar hér var komið var hann þreyttur á skrípalátunum. Svo hann steytti hnefann til himins og sagði ,,fjandinn hafi þig Zorro!" og skyrpti. Og þá kom elding og lenti í hausnum á Jónatan rétt áður en það kom heimsendir og allir dóu nema tennisspaðinn.

Góð saga. Óð saga.

Gleðilegt nýtt ár.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /