<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
föstudagur, september 29, 2006
 
,,Leeeeeeeeeeiðinlegt. Leiðinlegt er uppáhaldsorðið mitt. Það er svo skemmtilegt. Leeeeeiðinlegt!"

Fjölskyldan mín er fullkomlega eðlileg. En eins og allir í henni vita sagði Loftur þetta í jóladagatalinu Völundi. Þið vitið, þetta með Gunna og Felix.

Eðlilegt athæfi er líka að sitja með föður, bróður og bróður að horfa á téð jóladagatal á föstudagskvöldi. Og hafa gaman af.

Sérlega samúð á móðir mín þó.

Hún má alls ekki horfa á svona fyndna þætti því hún er rifbeinsbrotin og getur því ekki hlegið.

Auk þess að rifbeinsbrotna olnbogabeinsbrotnaði hún við að hjóla á harðaspani fram af brún í gærkvöldi. Í myrkrinu.

Í tilefni af því er ég búin að gera stanslaust grín að henni (hún er í gifsi upp að öxl, sem gefur kost á ýmsum bröndurum). En ég er líka svo vel upp alin.

,,Leeeeeeeeeeiðinlegt. Leiðinlegt er uppáhaldsorðið mitt. Það er svo skemmtilegt. Leeeeeiðinlegt!"
 
þriðjudagur, september 26, 2006
 
Ég uppgötvaði rétt í þessu að það er risa.
Þá meina ég risa.
Stórt gat á rassinum á buxunum mínum.

Hvenær kom það?
 
föstudagur, september 22, 2006
 
Þegar ég leit út og sá glampandi sól.
Og heiðskíran himin.
Hljómaði eftirfarandi lagbútur í höfðinu á mér:

Úti er alltaf að snjóa
ekki gráta elskan mín
þó þig vanti vítamín

Svo gúglaði ég.
Gjöriði svo vel:
textinn í heild sinni.
 
þriðjudagur, september 12, 2006
  Vonbrigði
Stakk fagurgrænu og lokkandi vínberi upp í mig.
Og beit beint í
stein.
 
sunnudagur, september 10, 2006
  Keðjufærsla
Ef þú lest þessa færslu og rekur bloggsíðu skaltu koppí/peista hana þangað. Annars gerist eitthvað ömurlegt:
Siggi var starfsmaður í kísilvinnslunni við Mývatn. Hann sá þessa færslu en fylgdi ekki fyrirmælum og nú hefur vinnslunni verið lokað og nú er hann atvinnulaus fáviti.
Katrín er einstæð móðir frá Hveragerði. Hún rak jólaþorpið-Hveragerði við mikinn hagnað. Hún sá þessa færslu og rétt eins og Siggi þá fylgdi hún ekki fyrirmælum. Nú er ekkert jólaþorp í Hveragerði. Hún fékk vinnu í tívolíinu til skamms tíma en nú hefur því verið lokað. Katrín er núna aumingi.
Hannes starfaði sem prentsmiður hjá Prentsmiðju Suðurlands. Hannes fylgdi fyrirmælum, en ekki alveg. Hann leiðrétti stafsetningarvillur áður en hann ýtti á "publish" takkann. Vikublaðið Selfossfréttir er nú algerlega unnið á stafrænan hátt. Hannes kann ekkert á tölvur og eyddi sínum lífdögum þaðan af sem fáráðlingur. Þegar hann dó fór hann til helvítis.
 
laugardagur, september 09, 2006
 
Einu sinni var ljón. Það hét jón.
Jón vann í snyrtivöruverslun.
 
sunnudagur, september 03, 2006
 


Ég mundi aldrei fá mér akkeri sem tattú.
Aldrei.
Þetta var hins vegar teiknað á mig í nýnemaferð efnafræðinnar.
Hún var áhugaverð.
Ég vann í twister.
 
laugardagur, september 02, 2006
 
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /