<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
fimmtudagur, apríl 24, 2008
 

Þú ert velkomin/n á tónleikana mína.
Þar ætla ég að blása í klarinett.
Ég er nefnilega að útskrifast úr Tónskóla Sigursveins.

Flutt verða verk eftir:
Bernstein, Stravinsky, Brahms og Milhaud.

Tónleikarnir verða 30. apríl kl. 20 í Sigurjónssafni.

Allir velkomnir.
(Sérstaklega örvhentir)
 
föstudagur, apríl 18, 2008
  Ég á klarinett.
Það hefur undanfarið mótmælt því mikla harðræði sem því finnst það hafa verið beitt.
Nefnilega í gær fór ég í klarinettpróf. Svona lokapróf. Sem ég kveið pínuponsurosa mikið.
Af því tilefni ákvað ég að misþyrma hljóðfærinu mínu í margar klukkustundir á hverjum degi. Í ofsa langan tíma. Fyrst byrjaði hljóðfærið að mótmæla lítillega. Það missti kannski einn og einn púða, af einum af þessum sprilljón silfurlituðu tökkunum, en ég hlustaði ekkert á það.
Róttækari aðgerðir voru ljóslega nauðsynlegar. Hljóðfærið fleygði sér því í gólfið á æfingu. Mér krossbrá. Skoðaði það. Reyndi að fá það til að leita sér hjálpar - svona hugleiðingar eru ekki eðlilegar meðal hljóðfæra (fyrir utan kannski hjá sumum fiðlum).
Nokkru seinna lét hljóðfærið til skara skríða.
Ég mætti á enn eina æfinguna, tveimur dögum fyrir próf. Klarinettið spilaði ekki. Kom bara ískur. Ég ákvað að fara ekki að gráta. Hljóp bara örlítið um tónskólann og öskraði á meðan ég reif í hárið á mér.
Ég hringdi í kennarann minn. Hann sat heima hjá sér sársjúkur, en sagði mér að bruna hið snarasta með veika hljóðfærið mitt.
Ég mætti andartaki síðar, stóð á tröppunum hjá honum með angist í augum. Hann skoðaði hljóðfærið. Blés í það og horfði á það. Gekk aðeins um gólf áhyggjufullur. Staðnæmdist við gluggakistu og skoðaði það í birtunni. Leit á kveikjara. Sagði, með glampa í augunum, að hann vissi um eina - reyndar glannalega aðferð. Greip kveikjarann. Kveikti og bar að hljóðfærinu. Á meðan á þessu stóð sagði hann mér söguna af því þegar hann kveikti í klarinetti.
Ég varð óskaplega glöð þegar ekki kviknaði í mínu. Það meira að segja lagaðist. Svo ég valhoppaði heim.
En hljóðfærið bölvaði í hljóði.
Daginn eftir var því endanlega nóg boðið. Það var hljómhæfur cís moll sem gerði útslagið. Hljóðfærið sprakk. Já, svaka sprunga.
Sprunga. Það ku vera sérlega óhentugt.
Svo ég brunaði enn einu sinni með hljóðfærið í bráðaviðgerð. Í þetta sinn fór ég niður á tilraunastofu í Háskólanum. Þar fann ég hljóðfærasmið. Hann horfði á hljóðfærið og mig til skiptis.
Þar sem við stóðum mitt á milli erlenmeyer flaska og búretta kvað hann upp dóm sinn. Klarinettið varð að líma og laga.
Ég skildi við hljóðfærið mitt með trega. Enda minna en sólarhringur í próf.
Svo leið og beið. Og beið og leið. Og alltaf sat ég við símann og beið fregna. Um hálf níu leytið hringdi loksins. Hljóðfærið var í lagi.

Daginn eftir fór ég í próf.
Prófið gekk alltílagi. Hljóðfærið reyndi engar hundakúnstir.

Klarinettið situr nú sælt í kassanum - óáreitt.
 
fimmtudagur, apríl 03, 2008
  Leti

Sjónvarpsgláp hefur snarminnkað eftir að ég týndi fjarstýringunni.
 
miðvikudagur, apríl 02, 2008
 
Mér hefur aldrei tekist að aprílgabba.
Legg mig fram á næsta ári.


Ég með frosnar franskar í hárinu (og svip sem ég hef æft í mörg ár, hann krefst þjálfunar)
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /