Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
Þegar ég var lítil og var að leika mér í runnaskógi fann ég blöðru. Venjulega uppblásna blöðru, skær appelsínugula. Mér þótti þessi fundur merkilegur.
Það finnst mér mjög merkilegt núna.
Ég veit ekkert hvar ég á að fela páskaeggin í ár.
Ég er búin með þessa eðlilegu staði; vískíflöskukassanum, pokakellingunni, píanóinu og ruslafötunni.
Mér þykja
grænar baunir betri en gular baunir.
En held þó að ef til væru grænubaunastönglar þá mundi ég frekar hallast að maísstönglum. Mér finnst tilhugsunin um grænubaunastöngul nefnilega frekar ókræsileg.
Ég er ekki frá því* að nördasjálfið hafi náð staðbundnu hágildi (ef ekki bara víðfeðmu) í kvöld er ég kom fram með samstigli mínum á k-tu afleiðunni, súrleikakvöldi eðlis-og stærðfræðinema.
Við fórum nefnilega upp á svið og þuldum upp hundraðþrjátíuogþrjá fyrstu aukastafina í pí - samtímis.
*Varúð þessi færsla getur innihaldið nördaleg orðatiltæki. Til varnar þess að þið smitist ekki af nördlegheitum er ráðlegast að hætta að lesa.
Í dag var komist svo að orði um óákveðni mína:
Ef þú værir ekki stundum þvinguð til að gera hlutina myndirðu bara fljóta um eins og amaba í hafsjó óákveðninnar.
Mér finnst þetta fyndin viðlíking.
Á bílastæði skólans mátti greina eftirfarandi bílnúmer með nokkurra bíla millibili (í þessari röð):
PM 777
OU 777
MN 888
NB 999
Mér fannst þetta töff.
Málsháttur dagsins í tilefni þess að senn koma páskar er í boði bróður og móður:
Sjaldan er hanski í hanskahólfi.
Þegar ég varð loksins farin að muna eftir húslyklum, þá verða þeir örugglega orðnir óþarfir og í þeirra stað komnir fingrafaraskynjarar á hvert heimili.
Mér finnst sjórinn fallegur svona grænn.
Um daginn sat ég föst á ljósum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Sá ég þá ekki mann nokkurn vippa sér út úr bifreið sinni en hann var stopp á beygjuljósum. Hann skálmaði að húddinu sem hann slengdi upp og bograði þar yfir vélinni. Eftir að hann er búinn að grufla þar heillengi gerði hann sér lítið fyrir lokaði húddinu og settist eins og ekkert hefði í skorist og keyrði síðan af stað á grænu.
Já, svona er nú margt skrýtið í kýrhausnum.