Það er kjánalega mikið af fótbrotnu fólki hér.
Gardínurúm og steypa
Jæja.
Skólinn er byrjaður. Ég læri um hitt og þetta, þar á meðal steypu. Það kann að hljóma áhugavert. En ég skal leiðrétta þann algenga misskilning - efnafræði steypu er ekki nærri því jafn spennandi og heillandi og hún hljómar.
Um daginn fór ég í inntökupróf fyrir sinfóníuhljómsveit skólans. Þrátt fyrir að hafa fundist ég ekki hafa staðið mig sérlega vel þá komst ég inn, mér til mikillar ánægju. Takiði eftir hér til hægri á myndinni getiði einmitt séð nóturnar mínar á skrifborðsstól - statífinu mínu.

Eins og glöggir lesendur sjá er rúm á þessari mynd. Gardínurúmið.

Ég kann annars ágætlega við herbergið mitt. Ennþá betur eftir að ég komst að því hvernig á að kveikja á ofninum. Á meðan fólk röltir hér um göturnar á peysunni er ég búin að draga fram úlpuna mína, húfu og vettlinga. Ég hef grun um að ég sé kuldaskræfa.
Ég er strax búin að kaupa þónokkrar bækur. Hvernig á maður að standast fornbókasölur og útsölumarkaði á bókasöfnum? Ég sem kom með 20 kíló og má bara taka 20 kíló með mér til baka. Það verður erfitt að pakka í vor.