<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
mánudagur, júlí 18, 2011
  Jellíbörn

Ég varpaði fram þeirri spurningu um daginn: Hvort sé eðlilegra að borða fyrst hausinn eða fæturna á jellíbörnum. Eftir að hafa leitað á netinu virðist mér að flestir velji að borða hausinn fyrst.

Ég hef ákveðið að skella hér fram heilahríð minni um þetta mikilvæga mál. Fyrst ætla ég að gera ráð fyrir því að ef fólki þykir annar kosturinn betri, t.d. tær betri en haus, eða augu ljúffengari en hælar þá velji það þann líkamspart sem það kann betur að meta til að snæða fyrst. Auðvitað er sjónarmiðið að spara það besta þar til síðast gott og gilt, en ég ætla ekki að fara útí þá sálma hér.

Fyrir þá sem eru haldnir fótablæti (eða jafnvel táblæti) er líklegt að þeim þyki fæturnir mest heillandi hlutinn af jellíbörnum. Ég hef ákveðið að slík blæti séu ekki með öllu (bara tiltölulega) vafasöm þó þetta sé sælgæti sé kennt við börn, því mér finnst jellíbörn frekar líta út eins og litlir feitir kallar, og ég er ekki viss hvort margir eru haldnir fótablæti gagnvart fótum feitra kalla. Þetta gæti útskýrt af hverju flestir borða hausinn fyrst, því höfuð er jafnan talin meira aðlaðandi en fætur. Annað sjónarmið er að ef japlað er á hausnum fyrst mæna engin biðjandi gúmmíaugu á mann lengur, og því auðveldara að borða búk barnsins án samviskubits. Á internet flakki mínu sá ég oft nefnda sem ástæðu fyrir því að borða hausinn fyrst sé til að komast hjá því að hlusta á öskrin í jellíbarninu. Þetta veltir upp þeirri spurningu hvort sumir sem borði jellíbörn fætur fyrst, geri það af sadískum hvötum. Ég myndi til að mynda ekki einu sinni óska mínum versta óvini (sjá síðar þegar ég blogga um lið a)) morði með ostaskera – þar sem byrjað yrði að sneiða af iljunum.
Svo. Mér sýnist flestir velji að borða hausinn fyrst geri það af tillitssemi við gúmmíbörnin og að þeir sem borði fætur fyrst séu annað hvort haldnir fótablæti eða hafi gaman af öskrum og þjáningu jellíbarnanna.

Til að enda þessa færslu á vísindalegum nótum er hér myndband af öskrandi jellíbarni – JÖFNUR.

Ykkur til fróðleiks er óhóflega mikið af ofbeldi gagnvart jellíbörnum til á youtube.
 
mánudagur, júlí 04, 2011
  Þetta er ný bloggfærsla.
Ég hef ígrundað þetta mál vel og vandlega - í allt að tvær og hálfa mínútu. Og held að blogg sé tímabært.

Hér fyrir neðan er skoðanakönnun. Elsku kæru lesendur (lesist mamma) vinsamlegast veljið: a, b eða c.

a) Fantalega illan meðleigjanda.
b) Tæland.
c) Hvort sé eðlilegra að borða fyrst hausinn eða fæturna á jellíbörnum.

Ég mun í kjölfarið vippa fram færslu um vinsælasta valkostinn.
Takk.

PS. Obbosslega er bakgrunnurinn hjá mér ljótur.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by Blogger



Fornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /