<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
laugardagur, september 27, 2003
 
Ég á afmæli :D
 
fimmtudagur, september 25, 2003
 
Season = Spring
You're Most Like The Season Spring ...

Fresh faced, with a young outlook on life - you
smile at the world and expect it to smile back
at you. You're mostly a bubbly, fun - innocent
person. Described as cute possibly. However,
you're a little naive about things and tend to
be a little too trustworthy.
As the first season, It Makes you the youngest -
and so most immature - but people are inclined
to look out for and protect you.

Well done... You're the most fun of the seasons :)


?? Which Season Are You ??
brought to you by Quizilla

CWINDOWSDesktopLotR.JPG
Lord of the Rings!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

úú, ég væri í lord of the rings, jei!

Eitt próf enn og þá er það opinbert að ég er alveg að missa mig í þessu??

You have wonderful taste in movies, music, and so
on. I am just so proud of you,
it.....well.....I think I love you. (plz vote
4 quiz-bottom of pg.)


Do you have good taste?
brought to you by Quizilla

ýkt stolt af þessu, hef frábæran smekk!! Er ekki alveg viss hvað það þýðir... en.....

En þrjú próf, jú það ætti að sýna að ég er orðin algjörlega geðbiluð eða hef ekkert við tímann minn að gera (neinei ekki satt!!)
 
 
Ef maður er í tásusokkum verður maður dofinn í tánum

(speki dagsins)
 
 
Daddara svo er ég bara að fara í skólann eftir nokkrar mín. Daddara.
 
miðvikudagur, september 24, 2003
 
Er að fara í próf á morgun í minni lífefnafræði. Óssla spennó. Er búin að vera að læra undirstöðuatriði UIPAC (eða eikka) kerfisins í dag og líklega í tímum undanfarnar vikur. Það er nottla spennó því að hver vill ekki geta sagt hvað þetta : CH2=CHCHO heitir, (en þetta efni er alleg örugglega ekki til) en mundi ég skýra það tatatatatatara...........

............. 2-própenal jeijiejeijei ég er svo dugleg

Jámmmmmmmmm.
 
þriðjudagur, september 23, 2003
 
Ömmm, lagaðist síðan mín af sjálfu sér??? alla vega birti hún íslensku stafina og alles!!

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA, ég er algjörlega að verða geðbiluð!!! GEÐBILUÐ

Litli bróðir minn er búinn að vera að spila á blokkflautu í hálftíma eða eitthvað og AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

ég held að hausinn á mér sé að springa

ohhhhh, fór ekki krílið líka að spila fyrir klukkan 8 í morgun og við erum að tala um að þetta eru ekki falleg hljóð, 50% ískur afgangurinn leiðinleg og ofnotuð lög!!!!

Og minns lasinn með hausverk. Aumingja ég. (eftir þessi veikindi er ég að verða snilli í að vorkenna sjálfri mér, ekkert mál)

Annars held ég að menntamál landsins séu algjörlega farin til fjandans. Sami lille bró, sem að er í 3. bekk, var að vinna skólaverkefni og biður sys um hjálp. Ég reiðubúin að hjálpa krílinu þó að fyrri reynsla sýni reyndar að barnið sé ekki móttækilegt gagnvart leiðbeiningum. Alla vega kem ég galvösk (dreg fæturna á eftir mér með veiklulegt augnaráð, hor niðrá hæla og hósta í öðru hvoru orði).

Verkefnið hljóðar þannig að barnið á að reikna út hvaða ár hann verður fertugur og fimmtugur og svoleiðis og líka að segja hve gamall hann verði árið 3000. Alla vega er nýja stefna skólanna að kenna börnum ekki samlagningu og frádrátt heldur eiga börnin að finna út leiðir sem að þeim dettur í hug. Stuðla að hugmyndaflugi og því að þau geti bjargað sér sjálf og blablabla.

Ég hristi nú hausinn yfir því í fyrsta bekk og öðrum en barnið er komið í þriðja bekk og reiknar allt með strikum. svona 20 + 70 væri llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll

eða eitthvað álíka. Líklega er komið örlítið þróaðra kerfi eftir tvö ár af strika notkun. En alla vega var barnið ráðþrota hvernig hann ætti að reikna hve gamall hann yrði árið 3000 enda ekki nema von; 3000 strik eru ansi óhentug. Horfi ég forviða á barnið hélt að þetta hugsa sjálf hefði verið tímabundið ástand og utanbókarlærdómur væri málið, að kunna samlagningu og frádrátt hefur til að mynda gagnast mér prýðisvel í allri þeirri stærðfræði sem að ég hef tekið.

Mér féllust þó ekki hendur heldur hóf að útskýra fyrir honum hvernig svona dæmi hefðu verið reiknuð í gamla daga. Barnið horfir á mig steinhissa, ekki alveg að taka mig trúanlega, og lokar bæði augum og eyrum og vill ekki hlusta á slíka endemisvitlausu, þangað til þolinmæði mín er á þrotum, og ég strunsa út. Hann þó tiltölulega ánægður enda ég búin að reikna dæmið fyrir hann í tilraun minni til þess að kenna honum stærðfræði siðaðra manna.

Ég held að menntamál landsmanna séu á hraðri niðurleið.
 
 
Aumingja minns lasalasalasarus :(

er bara búnað sofðíallan dag, eða sona eilla.....

En ég er of stífluð í hausnum til að segja nokkuð af viti (hvað þá óviti)

reyndar er annað blogg sem að ég les oft svona gáfulegt, heimspekilegar hugleiðingar í gangi og ég veit ekki hvað. MItt er svona öhhhhhhhhhhh, já... sko aha! Eimmitt

 
fimmtudagur, september 18, 2003
 
Jamms, eg for a Plots with a view, i bio adan. ykto skondin mynd :Þ
Mæli alveg med henni, hiklaustsmiklaust

Eg held ad eg lifi ekki nogu ahugaverdu lifi til tess ad halda uppi almennilegri bloggsidu, eda hafi nogu skemmtilegar hugmyndir tilad faera fram....
gavod, tad er svakalegt

eg er annars ad reyna ad bara hafa enga islenska safi tar sem ad teir trjoskast ennta vid ad koma ekki inn a siduna mina.....

 
þriðjudagur, september 16, 2003
 
Fór í bíó. Sá myndina Pure. Mér finnst yfirleitt alltaf gaman að sjá myndir sem að eru ekki, uhmmmm, amerískar og kannski soldið, já, klisjukenndar og ögn fyrirsjáanlagar og með alltof mörgum atriðum þar sem maður á að segja ohhhhhhhhhhhhhhhh.

Síðan er ég loksins farin að drífa í því að lesa "the hitchhiker´s guide to the galaxy" sem að hefur verið að rykfalla á bókahillunni minni í nokkur ár, hœn er alveg passlega flippuð. Annars er ég bara rétt hálfnuð, en nokkuð skondið.....

Það er annars alveg massa mikið í gangi heima. Smiðir og rafvirkjar og ég veit ekki hvað. Það er verið að breyta húsinu svo að bræður mínir geti fengið sérherbergi (sérherbergi??? heimtufrekajan í drengjunum!) Þannig að í augnablikinu flæða bækur um allt húsið því að annar þeirra fær bókaherbergið og það er nokkurn veginn troðfullt af bókum sem að eru hálf umkomulausar í augnablikinu.
Ég er fegin að halda mínu herbergi :P en litli bróðir minn gaf mér á afmæli mínu svona afmæliskort þar sem að var mynd af mér með svona spýtu upp á annarri öxl sem að í hékk svona rauðköflótturpoki, eins og í bíómyndunum þegar einhver fer að heiman. En já það voru nokkur skýr skilaboð um að ég ætti nú að fara að haska mér (þá var ekki búið að skipuleggja að breyta húsinu til að hann fengi sérherbergi... þannig að þetta var ekki af eiginhagsmunaástæðum hjá drengnum.... neeeee)

Var að lesa blogg um daginn þar sem að manneskja var að lýsa kofa sem að hún átti sem krakki
það minnti mig á kofann í minni barnæsku. (núna er svona ohhhhhhh moment þar sem allir andvarpa af því að þetta er svo hugljúft)
Hann byggði ég sjálf frá grunni með vinkonu minni þegar ég var um 10-11 ára. (með hjálp pabba líka :P). Við drógum inn spýtur og og byggðum soldið skakkan kofa. Á hann settum við glugga sem að við fengum gefins hjá einum nágrannanum og gólfefni, sem að var svona dúkur sem að átti að láta út eins og parket. Þakið var svona soldið eins ogo bárujárn en það var úr fyrrverandi svalahandriði hússins. Við byggðum alla vega þennan forláta kofa og máluðum og það tók alveg hálft sumarið. Síðan átti að halda leynifélagsfundi þar. Ég og vinkona mín (daddara Kristjana sko) sem að byggði kofann með mér og svo tvær aðrar. En það urðu reyndar ekki margir fundir í því leynifélagi. Fyrsti fundurinn fór eiginlega út um þúfur þegar við fórum að kasta karamellubúðingi um allan kofann og þurftum síðan að þrífa hann.

Annars var ég é fleiri leynifélögum sem að gengu betur. Í einu var ég bara með einni vinkonu minni, þar vorum við sko að leysa alvöru glæpamál! Við söfnuðum sönnunargögnum, skrifuðum allt samviskusamlega niður og vorum komin með þvílíkt plott sem að innihélt framhjáhald og ég veit ekki hvað. Allt út af því að við fundum ilmvatnsglas og blómvönd fyrir utan blokk eina í hverfinu. Augljóslega er eitthvað grunsamlegt þar á seyði
 
sunnudagur, september 14, 2003
 
Hmm, það er bara allt í vitleysu hér á síðunni minni

huxi hux......

kannksi lagast þetta bara allt af sjálfu sér, maður getur í það minnsta vonað! :)

Jei, í dag var ég aftur á námsleiðinu niðrí tónskóla, bara gaman það já, semja tónverk og svona hmmm sem oft verða nú kannski soldið spes....
Mér tókst að gleyma tvisvar stefi sem að ég átti a' spila. Hausinn á mér tæmdist bara. Annars hafði ég meira að segja samið það sjálf en það hvarf bara alveg.

já, já en nóg um það í bili áður en ég fer að panikka yfir vinnuálaginu þessa önnina!
 
 
 
 
í dag var ég á námskeiði í tónskólanum, sem var mjög fínt. Fer svo aftur á morgun, heima eigum við að semja tónverk. Það var nokkuð skondið að þegar verið var að skipta hljóðfæraleikurunum í hópa eftir hljóðfærum var svona helmingurinn af krökkunum píanóleikarar, 40% fiðluleikarar og svo afgangurinn eitthvað annað...

Var annars að koma úr partíi hjá frænku minni. Það var bara nokkuð rólegt þetta árið. Í sextán ára afmæli hennar komu um hundrað manns, þar af flestir óboðnir, brjáluð læti löggan kom nokkrun sinnum frekar brjálað já. Var samt ekki alveg að fíla mig með þessu fólki. Sat mest allt kvöldið að einhverfast eitthvað. Það er margt hægt að finna sér til dundurs, s.s. leira, lesa blaðið og síðan lærði ég reyndar smá á gítar :P það var reyndar nokkuð gagnlegt....

Já, er að hugsa um að fara að sofa. Það er líka reykingarlykt af hárinu mínu, mjög sorglegt.

geisp......

já, ég er að lognast út af þannig að ég er bara farin að sofa.....
 
föstudagur, september 12, 2003
 
Úr bálki hrakfalla

Hef ákveðið að birta hér ökusögur mínar, enda er ég alkunn fyrir að vera afburðaökumaður (konu-stelpa)

Eitt sinn skondraðist ég létt á fæti út í bifreið heimilisins nr. 2. Þessi sjálfrennireið var keypt ári eftir að ég fékk bílprófið og ætluð fjölskyldunni vegna aukinnar eftirspurnar á bíl, enda þrír bílstjórar í fjölskyldunni. Bíll þessi er algjörlega lýsingin á druslubíl. Hann er eldgamall, beinskiptur og með innsogi. Hvaða bílar hafa innsog nú til dags? Bíll þessi mun vera af gerðinni peugout (öðru nafni púkó).
Í það minnsta var ég þarna að skondrast í átt að bílnum á leiðinni í tónskólann, ég lagði tímanlega af stað, vildi vera viss um að koma bílnum í gang, en okkur púkó var ekkert sérstaklega vel til vina. Hann átti það til að drepa á sér eða bara fara ekki í gang. En þarna settist ég inn í bílinn og kem bílnum í gang og allt. Ánægð bara með lífið og keyri af stað sem leið lá. Þá kem ég að fyrstu ljósum, en þau eru í brekku. Þar stöðva ég bílinn enda legg ég ekki í vana minn að keyra yfir á rauðu. Þá fæ ég örlítið í magann, að taka af stað í brekku hefur sjaldan talist sérsvið mitt. En hvað gerist? Bílinn drepur á sér. Ég hugsa, ekki panikka bara setja bílinn í gang, ekkert mál. Reyni að koma bílnum í gang en ekkert gengur, renn bara aftur á bak, skuggalega nálægt bílnum á eftir mér (taka verður fram að þetta var um 5 leytið og mikil umferð). Bílstjórinn fyrir aftan mig horfir bara illilega á mig og enn illilegar þegar bíllinn minn sýnir ekkert farsnið á sér þegar græna ljósið logar. Ég tek mig saman í andlitinu og reyni enn aftur að koma bílnum í gang en þetta er ekki minn dagur. Ljósin líða, bílar flauta. (Auðvitað fatta ég ekki að setja hættuljósin á). Útlitið er ansi svart. Ég var búin að vera þarna í u.þ.b. tíu mínútur, bílarnir reyndu að komast framhjá, sumir voru fyrir aftan mig nokkur ljós. Ég var að hugsa bara um að gefast upp, löngu farin að gráta og leið nokkurn veginn ömurlega. Þá kemur bjargvætturinn minn! Ung kona leggur bílnum sínum á gangstétt rétt hjá mér og spyr hvort ekki sé allt í lagi hjá mér. Það er nokkuð augljóst að ekki sé allt í jolly-góðu standi þannig að við komumst að þeirri niðurstöðu að láta bílinn renna niður brekkuna og beygja inn í götuna fyrir neðan (þetta er á ljósunum við nóatúnsbúðina í nóatúni, rétt hjá undarlega hringtorginu). Það er þó töluverð umferð þannig að konan talar við bílstjórana í kring sem að færa sig eilítið og ég byrja að reyna að renna niður, sem að gengur nú ekki sosum sem allra best enda er fjandsamlega erfitt að bakka eins og allir vita! Ég er þarna á vitlausri akrein, konan þarna að baða öllum öngum til að stjórna umferð, strætó stefnir beint á mig og ég að bakka! Mér tókst þó að koma bílnum inn götuna (hátúnið) og þakkaði konunni innilega fyrir frækilega björgun enda væri ég eflaust enn þarna ef hennar hjálpar hefði ekki notið við.
Þá sór ég þess eið að keyra þennan bíl aldrei aftur. Bílinn skildi ég eftir og gekk heim.

Þennan eið hef ég tvívegis rofið og í bæði skiptin, tatatara drap bíltetrið á sér. Ég er alveg viss um að þessum bíl sé ákaflega illa við mig! Í fyrra skiptið var ég á sömu ljósum og áður greinir frá en bara á niðurleið þannig að ég rann nokkurn veginn í gang aftur. Í seinna skiptið var ég einnig á leið í tónskólann, en fór aðra leið til að einmitt forðast hin illilegu ljós! Þá drap bílinn bara á sér á öðrum ljósum! En þau voru lukkunarsamlega ekki í brekku og tókst mér að koma bílnum í gang eftir einungis 3-4 ljós, þannig að það var nú alltílagi......

Já, en í hvert skipti sem að ég sest inn í bílinn (augljóslega bara sem farþegi) blóta ég honum í sand og ösku (sem gæti verið ástæðan fyrir öllum þessum illindum í minn garð, því augljóslega hafa bílar tilfinningar!)

Nýjustu hrakföllin voru á hinni bifreið heimilisins sem að ég keyri að öllu jöfnu. Þá er ég á ljósum, alveg kjurr, þegar ég uhummm, ýti niður vitlausum pedala og keyri á bílinn fyrir framan mig (vá hvað ég skammaðist mín, ég hélt að það væru bara vitlaust fólk sem að ýtti niður röngum pedala!), bílinn fyrir framan mig var svona flottur svartur bíll og ég bara sjitt. Það kom mikið högg og ég var bara í sjokki.
Talaði eitthvað við manninn, ekkert af viti enda í áfalli. En að sást samt ekki mikið á hans bíl, aðallega á bílnum sem að ég var á.

Það sem er síðan skondið er að á þessu mætti hugsanlega draga þá ályktun að ég sé ekkert sérstaklega fær ökumaður, en það sem að ég vann við í sumar var einmitt.....

......aha, ég var sendill!
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /