<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
föstudagur, júní 25, 2004
 
Verd i Svitjod naestu vikuna.

Algjört svindl en budirnar eru lokadar utaf einhverju midsumarsdaemi! Hrmph. Hvad a madur ta ad gera i uglöndum?
En er farin ad utlandast...
 
þriðjudagur, júní 22, 2004
 
Já ég er að segja ykkur það mér er matreiðslan í blóð borin. Tíhí. Eða ekki.
Alla vega þar sem ég var með saumaklúbbsdæmið þennan mánuðinn ákvað ég að vera hörkudugleg og elda pítsasnúða. Þannig í kaffinu í vinnunni keypti ég mér trópí og pepperóní (sem ku vera undarleg blanda). Eftir vinnu skondraðist ég síðan léttfætt heim á leið með pepperóní í farteskinu. Þar leit ég inní eldhúsið með skelfingarsvip. Hvernig átti maður aftur að elda slíkan mat? Huxhux. Hugsaði ég. Þá fann ég mér ýmsar bækur og gluggaði í þeim. Þar til ég valdi mér tvær og ákvað að farsælast væri að blanda saman tveimur uppskriftum (sko það þurfti að hefast miklu styttri tíma í annarri, en hin var hentugri að öðru leyti) þannig að mér virtist sem að það væri brillíant plan. Þannig að tungan skaust út um annað munnvikið og einbeitningin var í hámarki þar sem ég blandði saman hveiti og dóti af mikilli nákvæmni (eða nokkurn veginn mikilli slumpnákvæmni). Þar til ég var komin með undarlega þurrt og sérkennilegt deig. Sem ég var viss um að hafa sett gerið vitlaust í. En ég lét það samt lyftast og gleðilegt. Þegar ég kom aftur (en þar sem ég ver í svona heimilislegu stuði setti ég í eina þvottvél á meðan deigið lyfti sér) þá leit ég á deigið sem mér sýndist nú frekar hafa skroppið saman ef eitthvað var. Lyfti ég annarri augabrúninni ákaflega hissa, en ákvað að það væri nú bara ímyndun í mér, deigið hefði hefast alveg heilan helling. Þannig að ég ákvað að fletja það út. Það gekk nú alveg ágætlega. Nema áferðin á deiginu var ekki alveg eins og ég hefði búist við (eða minnt). Það var soldið líkt leikfanginu sem ég átti þegar ég var barn (sem var að mörgu leyti líkt kennaratyggjói) og maður notaði það til að setja á dagblöð og þá komu stafirnar á efnið. Alla vega frekar fyndið efni, þannig að ég gat lyft deiginu og snúið því í allar áttir án þess að það haggaðist. Sem var nokkuð gaman reyndar...
Ég ákvað þá að hella pítsaprontóinu yfit og pepperóníinu góða. Síðan rúllaði ég þessi upp og skar í búta. Þá mundi ég að ég hefði gleymt ostinum. Hmm. Þannig ég stráði honum bara yfir og skellti þessu inní ofninn. Og beið átekta. Eða reyndar fór ég að undirbúa svona ídýfudæmi. Eftir það starði ég með athygli á ofninn og bjóst við því að snúðarnir færu að dansa eða eitthvað. Síðan urðu þeir tilbúnir. Deigið var mjög skondið. En mér fannst þeir bara samt góðir. Esso klár að elda.
 
sunnudagur, júní 20, 2004
 
Vegna þess að ég veit hve gríðarlegan áhuga þið hafið á lífi mínu (haha) þá ætla ég að segja ykkur við hvað ég er búin að vera svo upptekin að ég gat ekki bloggað í heila viku. Já því að sjálfsögðu var ég sko upptekin, það var ekki það að ég hefði frá engu að segja. (Tilgerðarlegur hlátur, með votti af geðsýki)
Já sko. Ég var í vinnunni alla síðustu viku. Þar var ég að vinna í því plani að geta sótt um starf sem blettatígur. Það gerði ég með því að safna marblettum, eru þeir ekki í tísku núna? Meðal annars á 17. júní (hæhójibbíjeiosfr) því þá sat ég á hestbaki (ó ég var svo kúl) sem álfur. Sem var æðislega gaman, fyrir utan smotteríið eins og nístandi sársauka sem ég fann fyrir við hvert skref sem hesturinn tók. (Ég er alls ekki yfirdramatísk...) Samdægurs fór ég í partí (hér ætlaði ég að hafa link, en ég kann það ekki nema í venjulegu tölvunni, en hún er ennþá í viðgerð þrjóturinn) það var ákaflega skentlegt. Síðan skrapp ég til útlanda (vestmannaeyjar eru víst útlönd!). Það var líka gaman.

Jább. Þannig var það.

Ég át átjánhundruð pistasíur við gerð þessarar færslu. En hún er einmitt styrkt af hnetufyrirtækinu pistasíur og co. (óeðlilegt bros sett upp)

Er ég nokkuð að fara yfir um í svigum?

 
sunnudagur, júní 13, 2004
 
Það voru barasta allir í Kringlunni um helgina því Andrés önd átti afmæli! Alla vega var ég að vinna þar við að gefa alls konar dót. Klædd sem ofvaxið barn í afmælisveislu (með risastór svört gleraugu). Það er reyndar nokkuð skemmtilegt, eða svona á meðan maður er ekki traðkaður niður af börnum sem vildu 10unda nammipakkann. Annars voru foreldrarnir ekki barnanna bestir.

Meðal þeirra allra sem voru í Kringlunni var Þórarinn stærðfræðikennari. Hann horfði á mig og Einar eins og við værum skrýtin. Skil ekki af hverju, við vorum svo eðlileg í frekar nördalegum sparifötum með risastórar ámálaðar freknur. Hann vildi ekki einu sinni þiggja nammi... Síðan var hann í ofsa spjallstuði og án þess að ég dytti verulega úr karekter þá dró hann uppúr mér að ég ætlaði í stærðfræði í HÍ. Svona:
Þórarinn (undrunarsvipur): Sæl
Ég og Einar: Hæ!
Ég (aðeins of glaðleg): viltu nammi? (og ota að honum Andrésar andar nammipökkum)
Þórarinn: Nei takk.
Einar: En Andrésar andar blað?
Þórarinn: Neeei, takk... (horfir á okkur með Þórarískum svip) og tókuð þið bara upp á þessu hjá sjálfum ykkur?
Við: Öhh, neeei, það er afmælið hans Andrésar andar sko. (ó, enn svo happí)
Þórarinn: aha... Og hvað skráðirðu þig síðan í?
Ég (á innsoginu og óeðlilega kát): stærðfræði
Þórarinn (glott): Jahá, mig minnir nú að þú hafir sagt annað.
Ég (toga í flétturnar, brosið örlítið stirt): Jújú.
Þórarinn: En hvað ætla hinir í?
Ég (dulítið dansandi): Hulda ætlar í eðlisfræði, veit eiginlega ekki meira..
Þórarinn: aha..
(Fólk í kring án nammis)
Ég: Skemmtu þér í afmælinu (pínu glott og veifa)

Hann sem vildi ekki taka við blaðinu þó við lofuðum að það væri alveg stærðfræðilegt.
Það er svo gaman í vinnunni :Þ
 
föstudagur, júní 11, 2004
 
Rétt í þessu var ég að fylgjast með því skemmtilegasta kuski sem ég hef séð. Ég sá það liðast um loftið á skemmtilegan máta. Ég starði dolfallin og með mikilli hrifningu á það í langan tíma. Þá uppgötvaði ég að ég lifði innantómu lífi. Að geta skemmt sér svo vel yfir kuski er ekki góðs viti. Þannig að ég er farin að vinna í því að finna mér eitthvað annað og skemmtilegra að gera.
Er að hugsa um að fara að fylgjast með laufblöðunum á trjánum bærast. Það er svo spennandi!
 
fimmtudagur, júní 10, 2004
 
Þegar ég var lítil fór ég á í það minnsta tvö saumanámskeið, í tíundabekk valdi ég síðan sauma sjálfviljug.
Samt í vinnunni stari ég á saumavélina, tvístíg, og veit varla hvað snýr upp og hvað snýr niður.
Mér tókst þó að sauma tvo strimla í vinnunni í dag. Það var beinn saumur allan tímann. Samt var hann nokkuð skakkur hjá mér...

Pizzakexið sem ég er að japla á er gott. Gallað kex getur þó verið betra.
Held ég sé með sólsting, ég er alla vega kexrugluð.

Ó, ég er svo fyndin. Viljiði vera svo væn að hlæja pínu að þessum lélega brandara, bara fyrir mig?


 
mánudagur, júní 07, 2004
 
Mér líður eins og ég hafi ekkert merkilegt að segja og undra mig á því hvers vegna ég finn mig stadda hér.

Þar sem ég hef fátt til málanna að leggja ætla ég að tala vinnuna mína. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá er ég að vinna í götuleikhúsinu. Og það er alveg æðisleg vinna. Við mættum til leiks á þriðjudag síðustu viku og gerðum ekkert gáfulegt. Vorum bara að kynnast hvert öðru. Síðan á mið, fim og föstudag var bara klikkaður undirbúningur fyrir gigg (en fyndið orð) á laugardaginn og sunnudaginn. Þannig að undirbúin voru eldspúiatriði (sem ég var ekki í, þó ég hafi sko alveg prófað) og fleira. Getiði hvað ég var í atriðinu sem ég var í? Við vorum ofvaxin börn, og já, ég var nördabarnið. Sem var ótrúlega skondið. Nördabarnið sem spilaði á klarinett. En síðan vorum við niðri í einhverri samskipsskemmuopnun, og vitiði hvað, vitiði hvað?? Já, við fengum að syngja með Birgittu Haukdal! (Ómægod). Ég veit, ég er svo fræg (eiginhandaáritanir verða sendar heim til ykkar ef þið skiljið eftir heimilisfang).

Já, svona verður maður frægur ef maður vinnur í götuleikhúsinu.
 
fimmtudagur, júní 03, 2004
 
Ég er búin að skrá mig í stærðfræði í háskóla Íslands. Magnað. Það er reyndar ekki gilt fyrr en ég fer með ljósrit af stúdentsskírteininu mínu. Ég sat í marga klukkutíma og gapti á umsóknina á netinu. Ég skildi hvorki upp né niður. Mér leið því eins og að ef maður skildi ekki umsóknina væri maður of vitlaus til að fara í háskóla. En staðfesti síðan einhverja ógnarvitleysu.

Ég sem sagðist ekki ætla í stærðfræði. Skondið.

Ég er sólbrunnin á kinnunum og nefinu. Sem er líka skondið.
 
miðvikudagur, júní 02, 2004
 
Í vinnunni í dag var ég að spúa eldi. Hvað gerðuð þið?

Óska foreldrum mínum til hamingju með 20 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau eru svo krúttuð (sérstaklega á brúðkaupsmyndinni, tíhí).
 
þriðjudagur, júní 01, 2004
 
Ég er laus úr viðjum iðjuleysingjans og hef hafið störf.

Ég hef einn dag til að ákveða grein í háskólanum. Ég er engu nær en svona, alla ævina svo til.
Nei ég var meira viss þegar ég var átta ára. Þá ætlaði ég að verða bakari, en komst síðan að því að þeir þyrftu að vakna svo snemma.
Þannig ég hætti snarlega við það. Reyndar var ég ákveðin í því á tímabili að vera bakari sem seldi líka body-shop sápur í sömu búðinni. Skil ekki af hvejru ég hætti við þá blöndu, hún gæti komið mjög.. spes út. Allir að rétta upp hönd sem mundu kaupa sápur og snúða af mér.


 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /