<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
fimmtudagur, júlí 29, 2004
 
Ég var áðan að leika ansi skemmtilegan leik. Hann kallast: hvar er passinn? Þessi leikur nær leikendum algjörlega á sitt vald, sérstaklega ef hann er leikinn kvöldið áður en maður á að fara út.
Við fjölskyldan tókum okkur saman og lékum hann af kappi áðan. Eftir grát og gnístran tanna (mikið tilfinningarót fylgir leiknum og er hann ekki ætlaður fyrir viðkvæma) vann ég! Í vinning var ferð til London og legg ég því land undir fót á morgun.
 
miðvikudagur, júlí 28, 2004
 
Þeir sem hafa áhuga á örlögum Frú Túrillu Blúmenbergs vinsamlegast sendið póst með fyrirsögninni: Frú Túrilla/Górilla á netfangið draugur@hotmail.com og ég mun senda framhaldið um hæl.
 
mánudagur, júlí 26, 2004
 
Frú Túrilla Blúmenberg hringir í górilluvarnir ríkisins eftir að hafa séð górillu á kústskafti sveima fyrir utan gluggann sinn:

brauðrist says: (21:55:08)
   vóvóvó, á minni vakt! bíddu þarf að hringja í yfirmann minn, þetta hefur ekki gerst í meira en áratug

Unnur Ósk: 3 more days to go!!! says: (21:55:28)
   altt í lagi góda

brauðrist says: (21:55:35)
   dring dring

Unnur Ósk: 3 more days to go!!! says: (21:57:55)
   (sagt dimmri röddu) góða kvöldið, þetta er sjálfvirkur símsvari hjá yfirmanni elísabetar í górilluvörnum ríkisins, ég er ekki við sem stendur en skiljið eftir skilaboð og ég efast um að ég muni hafa samand

brauðrist says: (21:59:42)
   uhh, uhhh, já sæll yfirmaður elísabetar í górilluvörnum ríkisins, þetta er elísabet í górilluvörnum ríkisins. áðan barst tilkynning um górillu á kústskafti, en þar sem þú svarar þessu ekki ætli ég verði þá ekki að hringja í górilluvarnir alheimsins... hallóóó?

Unnur Ósk: 3 more days to go!!! says: (22:01:05)
   alló góda....ertu tarna enntá...ég vera alveg í sjokkur efir tessu...hvad sagde efirmadur?

brauðrist says: (22:01:32)
   já, hann var ekki við eins og er en ég er að vinna í að hringja í yfirmann yfirmanns míns

brauðrist says: (22:01:37)
   dring dring

Unnur Ósk: 3 more days to go!!! says: (22:02:29)
   (mjóróma skræk rödd) good evening, world wide gorilla-protectors may I help you

brauðrist says: (22:04:32)
   öhh, jess helló, ðis is elísabet from ðí górillaprótektíóns off æslend, örlíer somm pörson in æslend spottet a górilla on a brúmstikk and ðí boss off ðí górillaprótektíóns dosint annser. vott sjúld æ dú?

Unnur Ósk: 3 more days to go!!! says: (22:05:24)
   ahm, is the gorilla threatening anybody? is it showing any wild dangerous behaviour?

brauðrist says: (22:06:04)
   vell æm not sjor, æ þink it is jöst flæing, veit a móment

brauðrist says: (22:06:14)
   heyrðu manni ertu enn á línunni?

Unnur Ósk: 3 more days to go!!! says: (22:07:27)
   manne? jeg vera túrillla blúmenbergj...ja ég vera enntá tjér...

brauðrist says: (22:08:43)
   ójá, ögn dimmradda túrilla mín, ehhhh, já, en, ég ætlaði að spyrja þig væna hvort að górillan ógnaði nokkrum eða sýndi vafasamt atferli er virtist hættulegt?

Unnur Ósk: 3 more days to go!!! says: (22:11:49)
   hún kom og sveimade efir húset mett og svo kom hun og bankade á gluggann en for svo...var brosande og sveif öpp tel esjan... ekki hættule- jeg bara vera hrædd

Eftir vafasamar tilraunir til að fara með galdraþulur til varnar gegn þessari górillu, sem að öllum líkindum var gæludýr hins illa íslenska galdramanns, breyttist Frú Túrilla, í Frú Górillu:

Unnur Ósk: 3 more days to go!!! says: (22:27:41)
   donde casa hebersúmedí.

brauðrist says: (22:28:03)
og virkar þetta? virkar það?

Unnur Ósk: 3 more days to go!!! says: (22:28:56)
   (górilluöskur) AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARGGGGHHHHHHHHH! (mjög dimm rödd) ég ætla að éta þig........aaaaaaaaa, ég rokka á melli tess ad vera gorella og túrilla...........AAAAAAAAAAAAAAAA

Viljiði vita meira? Framhald síðar...
 
laugardagur, júlí 24, 2004
 
Það ku ekki vera gott að fá bensín yfir sig allan. Sérstaklega þegar maður er í nýja rauða pilsinu sínu með hvítu doppunum. Bensínlykt loðir einnig lengi við mann.
 
 
Mér tókst að forða bílnum frá því að klessast á mjög ljóskulegan hátt af hálfu ökumanns hans. Sat ég undir stýri í stæði nokkru, fyrir framan það var veggur. Þegar ég keyrði af stað fattaði ég að bíllinn fór áfram en ekki afturábak. Ákaflega stutt var í vegginn. Ástæðan fyrir undarlegri hegðun bílsins var sú að ég hafði gleymt að skella bifreiðinni í bakkgír. Mikið lifandi skelfing var ég fegin að hafa farið hægt að stað. Það hefði verið frekar asnalegt að koma heim svona:

"öhh, mamma ég eiginlega klessti soldið bílinn.."
"gavöð, er í lagi með þig, hvað gerðist eiginlega?" (gæti móðir mín hugsanlega svarað)
"ég keyrði á vegg vegna þess að ég gleymdi að setja í bakkgír"

Þetta hefði hreinlega ekki verið málið.
 
þriðjudagur, júlí 20, 2004
 
Ósonlaginu var fórnað í dag við gerð hárgreiðslu minnar.
 
mánudagur, júlí 19, 2004
  Samviskublogg
Þessi færsla verður rituð vegna samviskubits míns yfir því hve afspyrnulöt ég er að blogga.  Það kemur til vegna þess að mér finnst ég ekki hafa frá neinu að segja.  Já, nú hugsið þið; það gerist víst ekkert skemmtilegt í lífi Ástu.  En nei það er ekki rétt, það bara gerist ekkert sem að ég held að þið hafið nokkurn áhuga á.  Tökum sem dæmi.  Vinnan mín er ákaflega skemmtileg og gerist margt þar.  En ef ég skrifaði sí og æ um hana myndi fólk snarhætta að lesa síðuna vegna þess að það myndi hugsa; æ hún Ásta skrifar aldrei neitt nema um vinnuna sína.  Þannig að jafnvel þótt ég hafi þann daginn verið í hveitislagi, dansað samkvæmisdansa í sundfötunum einum fata á sundlaugarbakka, lært magadans eða jafnvel kennt jújitsú, þá skrifa ég ekki um það vegna þess að það mundi verða leiðinlegt til lengdar. 
Já, nú hugsið þið; en getur þessi Ásta ekki bara skrifað um eitthvað sem gerist eftir vinnu?  Jú, ég gæti það.  En þrátt fyrir að vera yfirleitt ofsalega upptekin hefðu þær bloggfærslur verið á þessa leið:  fór í sund og hitti vinnufélaga, fór í sund með vinkonu minni, fór í sund með annarri vinkonu minni, hringdi í enn aðra vinkonu mína til að draga hana í sund en hún nennti ekki.  (Ég fékk árskort í sund í vinnunni minni...).  Til tilbreytingar gæti ég sagt; fór á kammersveitaræfingu niðrí tónskóla því við erum að fara að spila í brúðkaupi bráðum.  Einnig gæti ég sagt frá því að hafa sofið heilmikið í sólbaði.  En eins og ég er að segja þá bara nenni ég ekki að skrifa um þetta því að þetta er svo ákaflega leiðinlegt. 
Já, nú hugsið þið; getur hún þá ekki bara verið ótrúlega skáldleg og skrifað eitthvað frumlegt og skemmtilegt sem hefur ekkert með daglegt líf að gera?
Og þá er svarið bara nei.  Mér dettur nefnilega ekkert slíkt skemmtilegt í hug, þar af leiðandi hef ég bloggað lítið. 
Enn önnur ástæða fyrir bloggleysi er ekki bara vegna þess hve hugmyndasnauð ég er, lifi áhugalausu lífi og er almennt leiðinleg, er að tölvan mín fór á gelgjuna um daginn.  Slíkt lýsir sér þannig að tölvan galneitar að skrifa íslenska stafi.  Hefur þetta háð mér all mjög.  Til að mynda ef mér hefur komið til hugar að kommenta á síður þá hef ég snarhætt við vegna þess að það er ansi afkáralegt að kommenta án íslenskra stafa.  Hef ég stundum brugðið á það ráð að koppía og peista stafi einhvers staðar annars frá, en það er ansi tímafrekt og leiðinlegt. 
Já, en hér er komin færslan til útskýringar á fáum færslum.  Jújú, en ég er farin að gera eitthvað alltof óáhugavert til að þið mynduð nokkurn tíma nenna að lesa um.


 
fimmtudagur, júlí 15, 2004
 
Mér finnst gaman þegar sólin nær að skjóta geislum sínum á milli skýjanna.
Mér finnst leiðinlegt þegar fólk keyrir 20 km á klukkustund undir hámarkshraða.
Mér finnst fyndið að Íslendingar snarkeyra hægar ef lögreglubíll er í nágrenninu.
Mér finnst leiðinlegt málfar þegar fólk segir "ég vill".
Mér finnst gaman að ganga berfætt í grasi.
Mér finnst leiðinlegt að heyra í vekjaraklukku á morgnana.
Mér finnst gaman að ganga um ganga bókasafns.
Mér finnst leiðinlegt þegar fólk nöldrar.
Mér finnst fyndið þegar fólk borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái.
Mér finnst pirrandi þegar ég geri stafsetningarvillur.
Mér finnst gaman þegar fólk brosir.
Mér finnst pirrandi þegar hlutir bila.
Mér finnst gaman að stinga höfðinu ofan í sundlaug og kafa um.
Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki óendanlegan tíma.
Mér finnst fallegt að sjá regnboga.
Mér finnst ömurlegt þegar fólk er fáránlega falskt.
Mér finnst gaman að taka plastið utan af nýrri bók.
Mér finnst leiðinlegt að hlaupa.
Mér finnst gaman að heyra brakið í stiganum heima.

Mér finnst...
 
laugardagur, júlí 10, 2004
 
brá ykkur?
 
fimmtudagur, júlí 08, 2004
 
Enn safna ég marblettum og gengur vel. Eiginlegur marblettur dagsins er þó nær glóðarauga. Það vildi þannig til að við vorum að læra samkvæmisdans nokkurn í vinnunni. Ég og önnur stúlka, sem einnig hafði verið erlendis þegar danskennslan fór fram, lærðum með hraði sporin. Eða hún en ég flækti eigin fætur saman í örvæntingarfullri tilraun til að reyna að samhæfa þá, þar sem þeir áttu að taka yfirleitt þrjú einföld skref. Síðan fór fram danskeppni, þar tjáði leikstjórinn að greinilegt væri hverjir hefðu lært dansinn þann daginn og áður (tuhhh). Í dag þegar enn átti að dansa ákváðum við að það þýddi ekki að vera lélegasta dansparið nema að það væri með ráðum gert. Fengum við því leyfi til að vera klaufalega parið. Ekki var annað hægt að segja að klaufaskapur hefði vel tekist til. Í eins konar tilraun til sveiflu þá datt hún aðeins niður og ég hálf með. Við fallið fór fótur hennar út í loftið þar sem auga mitt af einhverjum orsökum var statt. Síðan steig annað danspar á hausinn á henni. Þannig að við sátum hlæjandi á jörðinni, ein hélt um augað en hin um hausinn. Nú ef ég grandskoða auga mitt í spegli má sjá roða í kringum það sem hugsanlega á eftir að breytast í glóðarauga. Maður veit aldrei...

Annars held ég að starfsframi minn liggi ekki á dansbrautinni. Ein í vinnunni spurði í dag þegar ég gat ekki snúið höndunum í hring hvort ég hefði ekki verið að nota þennan líkama í tuttugu ár. Sem mér fannst alveg réttmæt ábending (þó hún væri samt búnað læra dans í hundruð ára) en held samt eigi að síður að ég sé bara með eitthvurt trékarlagen í mér. Það virkar þannig að allar dansleiðbeiningar snúast bara um í hausnum á mér. Fætur verða enn ringlaðari og hendur fara í þveröfuga átt ef danstilraunir fara fram. Enda er ég að hugsa um að stofna klúbb fyrir fólk sem kann ekki að dansa. Vill einhver vera memm?
 
mánudagur, júlí 05, 2004
 
Já nú er maður búinn að útlandast. Það rættist síðan úr búðalokunarveseninu. Jújú, ég meira að segja kláraði allan peninginn. Sem var nokkuð athyglisvert. Starði agndofa á hraðbankann sem meinaði mér úttekt. Ég hélt að ég ætti nóg eftir. (Miklir stærðfræðiútreikningar stóðu greinilega ekki fyrir sínu). Sem slapp alveg fyrir horn því ég fékk útborgað stuttu síðar.
En annars var námskeiðið mjög skemmtilegt. Nema bílar í Svíþjóð eru stórhættulegir! Þeir gefa frekar í en að hægja á sér ef maður er að ganga yfir götu.
Í tívolíinu sem er með hæsta tívolítæki í heimi slasaði ég mig á minnsta rússíbananum. Markhópurinn fyrir hann var börn á aldrinum 2-7. Við ákváðum að fara í öll tækin þannig að ótækt var að skilja þetta tryllitæki útundan (keyrði í hringi með smá bylgjum). Þannig að við skunduðum þangað. Þegar ég ætlaði að fara inn í vagninn náði spenningurinn yfirhöndinni hjá mér þannig að ég endasendist með hausinn á undan. Stuttu síðar fylgdu fæturnir á eftir og hnéð lenti á stönginni sem að maður setur yfir sig (svo maður skjótist ekki úr þessu magnaða tæki) þannig að hún fór niður án mín. Þannig að ég sat í kuðlingi í tækinu og fólkið hló bara að mér (undarlegt!). Síðan tókst mér að troðast undir stöngina en manneskjan sem ætlaði að sitja mér við hlið komst ekki þannig að starfsmaðurinn þurfti að koma og opna. Sem var svona skondið (alla vega hló hún...) En þetta var samt það tæki sem ég hló allra mest í. Þetta var mjög fyndið. Ég fékk líka massaðan marblett í safnið.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /