<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
mánudagur, september 27, 2004
 
Í dag fékk ég afmælisgjöf frá ömmu minni. Þegar ég var lítið stelpukorn bjó í hinu stóra úglandi Emeríku. Þaðan voru send ýmis bréf til ömmu minnar, oft myndskreyttum og með sögum frá mér, og gaf amma mín mér þau tilbaka í dag. En áður en ég dregst inn í þá væmnu hringiðu að segja ykkur frá því hve frábærlega fyndið (og skemmtilegt og sniðugt og...) barn ég var ætla ég bara að segja ykkur frá smá búti úr bréfi. Ég gekk í fimm ára bekk þarna í úglandinu, reyndar í hinu stóra úglandinu; Kanada, og þar fékk ég fyrstu skólaumsögnina mína. Þar kom fram: "hún stendur sig vel og hennar sterka hlið er stærðfræði (...) og er ansi nösk á tölur".

Vissuð þið að í dag, þann 27. september, eru tuttugu ár síðan ég fæddist?

Vissuð þið að ár hvert, þann 27. september, er dagur stærðfræðinnar haldinn hátíðlega?

Vissuð þið að ég er að læra stærðfræði í Háskóla Íslands?

Tilviljun? Nú spyr ég...
 
föstudagur, september 24, 2004
 
Ég var að skoða kaktusinn minn. Þá stakk hann alla mína fingur á vinstri hendi. Nú eru þeir gal-dofnir.

Ég ætla ekki að vökva á næstunni.
 
fimmtudagur, september 23, 2004
 
Vitið þið hvað kemur skemmtilega á óvart í matargerð?
Að setja jógúrt á hrökkbrauð.
Ég hef reyndar einungis prófað hrökkbrauð með bláberjajógúrti sem álegg en það bragðaðist einkar vel.

Mæli með þessu.
 
þriðjudagur, september 21, 2004
 
Hæ, ég heiti Ásta og er keðjutyggjótyggingarkona. Ég fer með í það minnsta 1-2 pakka á dag.
 
mánudagur, september 20, 2004
 
Í dag ætla ég að deila með ykkur tveimur fróðleiksmolum:

Sms-skriftir eru eins og efnahvörf. Það hægir á þeim í kulda.
-þetta var í boði Ástu Heiðrúnar

Lýsingarorðið forláta er óbeygjanlegt. Því segir maður: þessi forláta fótskemill er þverröndóttur með blúndum.
-þetta var í boði Elísabetar
 
fimmtudagur, september 16, 2004
 
Úr hvaða mynd er þetta:
"Neyðarútgönguleiðir eru þarna, þarna, þarna alls staðar. En eitt er áríðandi - að halda sig á mottunni!"

Önnur vísbending; þessi háfleyga lína var einnig í myndinni:
"Ég sé - alls enga framtíð ef þú ferð í þessi föt!"

Þessar setningar eiga það til að skjótast upp í höfuðið á mér á ólíklegustu tímum - og nota ég þær jafnvel sem tilsvör við hin ýmsu tækifæri.

Jæja?
 
mánudagur, september 13, 2004
 
Þegar ég kom frá Lundúnum í síðastliðnum mánuði gaf ég móður minni forláta grip. Var það lyklakippa sem pípti þegar flautað var á hana - sérstök lyklakippa hönnuð fyrir fólk sem er gjarnt á að týna hlutum. Eitthvað hnussaði í móður minni sem sagði þó að þetta væri nú hugsanlega gagnlegra fyrir mig en sig (ha? ég týni aldrei neinu!) Fjölskyldumeðlimir mínir, ég, og aðrir sem í námunda komu við heimili mitt, komust ákaflega fljótlega að því að þetta óargadýr pípti í gríð og erg - jafnvel við hnerra. Þar af leiðandi var alltaf verið að reyna að troða henni á afskekkta staði. Og eitt sinn gerðist það að lyklakippunnni var hent inn í annan skápinn minn. Var það glapræði hið mesta. Eins og þeir sem hafa komist í kynni við skápa mína vita að ef eitthvað fer inn í hann kemur það ekki aftur í leitirnar fyrr en nokkrum árum seinna - í það minnsta. Þar af leiðandi vill það þannig til að í hvert sinn sem ég æfi mig á klarinettið pípir þessi lyklakippa - allan tímann. Spurningin er: ætti ég að taka til í skápnum, finna lyklakippuna og koma henni fyrir kattarnef (eða endurgefa móður minni þessa gæða gjöf) eða venjast þessu stanslausa pípi bara?
 
laugardagur, september 11, 2004
 
Eins og tölvur eru sniðugar finnst mér í augnablikinu þær flækja líf mitt til muna. Ástæða: Öll dæmavinna í eðlisfræði fer fram á vefnum. Það tók mig marga daga að finna út hvar leiðbeiningar um hvernig átti að komast inn á síðuna. Það hófst á endanum og ögn léttari í lund hóf ég að reikna dæmin - fyrstu dæmin eru til að venjast kerfinu. Sem er sniðugt, ef ég væri að skila inn þessum dæmum þá væri ég nú bara eins og einhver hálfbjáni sem kynni ekkert í eðlisfræði (þó ég sé það svo sem). Orsök: Meðal annars finn ég ekki út hvernig maður skrifar grísku bókstafina þeta og fí. Nú er ég búin að eyða asnalega miklum tíma í að reyna að finna út úr slíkum tæknilegum vandkvæðum - sem hefðu verið leyst áður á þann auðvelda og tæknifría máta að ég hefði bara skrifað svarið með blýanti niður á blað á innan við sekúndu. Ég er í fúlu út í þennan nýja og æðislega tæknivædda heim sem gerir ekki ráð fyrir tölvuóvitum. Asnó.

Hins vegar elska ég samt nýjan tæknivin: ipod-míníinn minn. Hann gerir mér kleift að hlusta á hundruð skemmtilegra laga -hvar sem ég er. Hann er líka svo lítill og sætur og kemst fyrir í vasa. Svona er tæknin frábær. Æðó.
 
miðvikudagur, september 08, 2004
 
Ég er nokkuð viss um að hafa slegið met í grettum í kvöld- metið var slegið í upptökum á verki með hljómsveit tónskóla Sigursveins.
 
mánudagur, september 06, 2004
 
Ég er ekki frá því að morgunkorn bragðist betur úr bolla en skál.
 
miðvikudagur, september 01, 2004
 
..............................

S-T-Æ-R-Ð-F-R-Æ-Ð-I
O
S

Tilviljun að þessi orð byrji á sömu stöfum?
(Hugsar hinn íhugli stærðfræðinemi - sem nær litlu röklegu samhengi úr þeim aragrúa af tölustöfum og bókstöfum sem dansa um á síðum bóka hans)

................................
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /