<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
sunnudagur, október 31, 2004
 
galgræni gúmmískórinn gengur götu guðmundar góða gapandi
 
fimmtudagur, október 28, 2004
 
Um daginn gekk ég sem leið lá heim. Gekk ég á tiltölulega röskum hraða þegar ég sá á eftir konu nokkurri um sjötugt sem hreinlega tók fram úr mér. Segir þetta mér eitthvað til um gönguhraða minn?
 
föstudagur, október 22, 2004
  Stærðfræði húmor
Öll föllin voru í skóginum í lautarferð þegar diffrunarnornin kom og kallaði illkvittnislega til allra fallanna:
-Ég diffra þig og ég diffra þig!
-Haha! En ég er e^x! sagði e^x

Öll föllin sátu í rútu þegar diffrunarbófinn kom og hrópaði:
-Ég ætla að diffra ykkur öll!
-Haha! Ég er e^x! sagði e^x
-En ég er d/dy! sagði diffrunarbófinn

n stærðfræðingar fóru í bíó. Hver skemmti sér best?
- k-ti stærðfræðingurinn!

Verkfræðingur, eðlisfræðingur og stærfræðingur gistu allir á hóteli nokkru. Um nóttina vaknaði verkfræðingur við að kviknað var í herbergi hans. Hann sá slökkvitæki á veggnum, greip það - slökkti eldinn og fór aftur að sofa. Síðar um nóttina vaknaði eðlisfræðingurinn við það að kviknað var í herbergi hans. Hann settist niður reiknaði smá, opnaði gluggann um ákveðið horn og vindgusturinn slökkti eldinn og eðlisfræðingurinn fór aftur að sofa. Enn seinna um nóttina vaknaði stærðfræðingurinn við það að kviknað var í herbergi hans. Hann settist strax niður og reiknaði heilmikið. Hrópaði síðan "Það er hægt!" og fór aftur að sofa.

Verkfræðingur, eðlisfræðingur og stærðfræðingur fengu það verkefni smíða girðingu og koma hóp af rollum innan girðingarinnar. Verkfræðingurinn byrjaði, komst að því hvert lágmarks flatarmál girðingarinnar þurfti að vera, smíðaði girðinguna, hljóp um og henti öllum kindunum inn fyrir girðinguna og kláraði verkefnið á ágætis tíma. Eðlisfræðingurinn var næstur. Reiknaði ýmislegt og gerði hringlaga girðingu, hljóp um og henti loks öllum kindunum inn fyrir girðinguna. Þá var komið að stærðfræðingnum. Hann smíðaði girðingu í kringum sjálfan sig - og skilgreindi sig utan girðingar!


Hve marga brandara fattaðir þú?
0-2 brandara (og stökk alls ekki bros)
-þú ert nú hálfvonlaus í stærðfræði.

3-4 brandara (og glottir kankvíslega út í annað)
-þú ert alveg ágæt/ur í stærðfræði.

5 brandara (og dast út af stólnum vegna hláturskrampa)
-sættu þig við það, þú ert stærðfræðinörd!
 
fimmtudagur, október 21, 2004
 
Ef ég ætti fleiri eyru mundi ég skrifa um þau.
 
miðvikudagur, október 20, 2004
 
Ég finn til í hægra eyra.
Ástæða þess er, að ég held, eintóm vænisýki og ímyndun. Þegar ég var búin að tala í símann í rúman klukkutíma, næstum samfleytt, fann ég fyrir agnarpanikki innra með mér. (Ekki bara það að inneign mín var brátt á þrotum). Ég var allt í einu viss um að þessi símtöl væru hrein og bein ávísun á risastórt heilaæxli (á hægra eyra) sökum hinni meintu stórhættulegu farsímabylgna. Þar af leiðandi skellti ég svo til á viðmælanda minn og greip um eyrað og horfði áhyggjufull út í loftið næsta hálftímann.
 
þriðjudagur, október 19, 2004
 
Ég get hreyft á mér vinstra eyrað.

Haldiði að ég geti fengið starf í sirkus?
 
mánudagur, október 18, 2004
 
Í fimm tíma gatinu mínu í dag hef ég komið mörgu í verk:

1. Las 10 bls. í línulegri algebru og hnitarúmfræði (skildi mjög lítið og hætti).
2. Skrifaði niður númerin á nokkrum dæmum í línulegri algebru og hnitarúmfræði (en skildi mjög lítið og hætti)
3. Las um 20 bls. í eðlisfræði.
4. Las um 3 bls. í stærðfræðigreiningu.

Einnig:
5. Lagði mig.
6. Horfði dreymin út um gluggann og sá snjóinn þyrlast um fyrir utan.
7. Skrifaði smá frásögn um manneskju sem lét sér leiðast á bókasafni.
8. Borðaði.
9. Teiknaði mynd yfir heilt A4 blað (ákaflega vandvirknislega).
10. Stútaði heilu strokleðri (leifar þess liggja nú á víð og dreif á bókasafninu).
11. Fékk mér meira að borða.
12. Dundaði mér við skartgripagerð úr gítarstreng.
13. Settist niður og skrifaði þessa ágætis færslu.
14. Er farin að fá mér enn meira að borða áður en tíminn byrjar...
 
laugardagur, október 16, 2004
 
Þriggja límbandsrúlluævintýrið átti sér stað fyrir mörgum árum:
Fyrst var leitin að hvítu límbandsrúllunni en ekkert fannst. Við lítinn fögnuð.

Fjölskyldan mín sagði, eftir að hafa legið í krampakasti í marga klukkutíma eftir þau sýndu mér þessi myndbrot, að þeim fyndist ég hafa voða lítið breyst.
 
miðvikudagur, október 13, 2004
 
Sápa bragðast ekki vel.
 
mánudagur, október 11, 2004
 
Í afmælisgjöf fékk ég kaktusinn Þórólf af StingikatususMaximus ætt, sem er víst einkar vel innrættur kaktus. Með honum fylgdi dagbók og ýmsar upplýsingar. Um daginn kom ég höndum yfir dagbók hans (ég veit að það er ókurteisi að lesa dagbók annarra en ég stóðst ekki mátið). Hér er ein dagbókarfærslan:

10. okt
Ég er að sálast úr þorsta! Ég fengi meira vatn ef ég byggi í Sahara eyðimörkinni. Undanfarið hef ég rætt nokkuð við sambýliskaktus minn, Eyjólf, en hann segir að síðan hann flutti á þessa gluggasyllu hafi hann fengið vökvun í mesta lagi tvisvar! Á heilu ári! Þetta er svo hrottaleg meðferð á kaktusum að mér er skapi næst að kæra Ástuna til alþjóðakaktus verndunarsamtakanna. Enda sagðist Eyjólfur hafa nýtt sérhvert tækifæri sem gafst til að stinga hana. En læt þetta duga í bili. Ohh, hljóð rigningardropanna á rúðunni; svo nálægir en samt utan seilingar...

Vel innrættur? Kæra mig!? Samsæri!
 
sunnudagur, október 10, 2004
 
Ég fór í labbigang og fann grænan skopparabolta.
 
föstudagur, október 08, 2004
 
Ég sit hér í tölvunni og les tölvunarfræðiglósur, en ástæða bloggskriftanna er ekki umræða um hve spennandi líf mitt er á föstudagskvöldum, heldur hvað ég heyrði útundan mér. Fjölskyldan mín situr makindalega í stofunni og er að horfa á mynd. Yngsti bróðir minn spyr: hvað eruð þið að horfa á?
Honum er svarað og fær það svar að þetta sé spennumynd. Um þetta spinnast umræður þar til gellur í móður minni: Ég vil ekki horfa á krípí mynd! Er þetta krípí mynd!? Ég vil ekki horfa krípí mynd!
Við þetta segir hinn bróðir minn: Notaðu íslensku! Segðu frekar: Ég vil ekki horfa á uggvænlega mynd!

Við þetta ómuðu hlátrasköllin úr stofunni um gjörvallt hverfið og ég glotti í kampinn og ákvað að leyfa ykkur að njóta speki 13 ára bróður míns.
 
 
Mér finnst doldið skondið þegar maður heyrir ekki hvað einhver segir við mann. Síðan svarar maður. Síðan líður smá tími. Og þá endurómar í höfði manns hvað manneskjan sagði. Þarna löngu áður.
Merkilegt.
 
þriðjudagur, október 05, 2004
 
Kann einhver að forrita í java?

public class Hjalp
{
public static void main (String [] args)
{
System.out.println ("HJÁLP!")
}
}
 
mánudagur, október 04, 2004
 
Ég var að koma heim úr göngutúr og hugsaði með mér - ætti ég að fá mér eitthvað að borða?
En ég fann ekki fyrir neinni svengd.
Þannig að ég gekk inn á bað og fór að tannbursta mig. Um leið og ég byrjaði tannburstun fann ég þessa gríðarlegu svengd umturna maga mínum.
Nú sit ég með tannburstann í munnvikinu - hálfnuð með tannburstunina - og velti fyrir mér þessu heiftarlega garnagauli.
 
föstudagur, október 01, 2004
 
Það er kominn nýr mánuður.

Ég hef tekið eftir því að þetta gerist nokkuð reglulega.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /