<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
mánudagur, febrúar 28, 2005
 
Það sem vekur örlitla kátínu hjá mér öðru hvoru yfir daginn er speglun talna á símaklukkunni minni.

Svosem eins og 21:12, 14:41, 20:02 o.s.fr.

Sérstaklega 11:11 og 22:22, þá iða ég í skinninu af tómri gleði.
 
laugardagur, febrúar 26, 2005
 
Ég bíð í ofvæni eftir því að sjá hvort nokkuð togni úr útvarpshúsinu.
Var nefnilega að vökva það í allan dag.
 
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
 
Hér á eftir kemur saga samin af mér, fimm ára að aldri. Þegar sagan er lesin skal bandarískur framburður hafður í huga.

Einu sinni var lítill hestur. Hann sagði við sjálfan sig: Átti ég að fara út að leika mér eða á ég að vera inni og skrifa og teikna. Og svo sagði strákur, hann sagði, viltu leika með mér? Og svo kom lítill fugl hvað var rosalega fínn, hann var með bláa vængar og gula munn og með appelsínu-haus og his body var hvítt. Look, hesturinn sagði, við leikum og leikum og svo came lítil stelpa og hún spurjaði hestinn, ég vissi aldrei að ég sáði hest hvað talir, ég hélt að hestar sagði hó hó hó. Hesturinn bara hlæjaði. Og hann sagði við stelpuna, hestar tala, ekki segja hó hó hó. Ég er hestur hver talar. Og hesturinn heitir Hó Hó Hó. Og svo kom piparkaka og spurjaði kallinn. Og svo sagði hesturinn við sjálfan sig: Af hverju er svo strange in life? Ég hélt að hestar var gulir. Og svo sagði hesturinn við the zookeeper, er einhverjir hestar hvað talar hér? Já, sagði the zookeeper. Og svo sáði hesturinn eitthvað rosalega fyndið. Það var stelpa sem var með blóm fyrir hár og snowmens fyrir lappir og svo steina fyrir augur og svo epli fyrir rassinn og a cherry for a nose og svo bumba fyrir budduna og lím fyrir munninn og svo eyra fyrir tásurnar. Sagan er búin.

Greinilega djúpþenkjandi rithöfundur frá unga aldri.
(ef einhverjum finnst málfar undarlegt, þá verður það oft ljósara ef þið þýðið það yfir á ensku)
 
mánudagur, febrúar 14, 2005
 
Ég fékk flugu í hausinn.
 
sunnudagur, febrúar 13, 2005
 
Nótnastatífið mitt réðst á mig (með beittum vígtönnum).

Þannig í stað þess að æfa mig neyðist ég til að vafra um heimilið með vinstri vísifingur út í loftið og eymdarsvip.
(Og borða kökur því það er að byrja afmæli)
 
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
 
Það er dordingull í baðkarinu heima hjá mér.

Áhugasamir um ættleiðingu, hafið samband.
 
laugardagur, febrúar 05, 2005
 
Formáli
Í gærkveldi skrapp stærðfræði- og eðlisfræðiskor í vísisindaferð. Í henni lærði maður um hluti eins og smugsjá og annað ógnarspennandi. Að henni lokinni skundaði fólk í skúrinn/féló (hvaðsemþettaheitirnúannars) og ræddi glaðlynt um daginn og veginn. Síðan var ákveðið að skella sér á stúdentakjallarann til að berja Hjálma augum sem spiluðu þar. Þar sem ég var akandi ákváðu nokkur okkar að keyra einn eða tvo hringi áður en við færum á staðinn. Þegar við komum hafði afspyrnulöng röð myndast. Sem hefði svosum ekki verið vandamál ef fólki hefði verið hleypt inn.

Sem var ekki raunin og hefst því sagan af raunalegu röðinni
Fimm lögðum við af stað í þennan leiðangur en fljótt fór að tínast úr hópnum. Sumir fóru heim sökum vinnuanna daginn eftir, aðrir til að líta eftir yngra systkini, og enn aðrir hreinlega gáfust upp eftir að hafa staðið í kuldanum í hálftíma. Eftir stóðum við tvær, ég og eva, enda held ég að einhver þrjóska um að það sé asnalegt að gefast upp hafi tekið sér bólfestu í hjörtum okkar. Á undan okkur voru þó ekki nema kannski 6-7 manns. Á þriggja mínútna fresti stakk síðhærður drengur út kollinum og hrópaði yfir röðina: Don´t despair! Stöku sinnum vorum við svo lánsamar að standa innan þröskuldsins, en innan tíðar fór dyravörðurinn alltaf í leikinn: everyone - one step back please! (en hann var af erlendu bergi brotinn). Að endingu leit hann yfir hópinn og sagði okkur að hann ætlaði bara að gefa okkur númer. (Á þessum tímapunkti hafði enn ekki neinn yfirgefið staðinn - þar af leiðandi enginn komist inn). Eftir það þekktu þeir níu fyrstu alla með númeri. Númer eitt var dökkhærður útlendingur sem lítið blandaði geði við aðra raðlinga. Númer tvö var síðhærði drengurinn. Númer þrjú og fjögur voru aðrir útlendingar, eva númer fimm, ég númer sex. Hláturmilda útlenska eðlis/stærðfræði stelpan númer sjö (jú þessi sem fór heilan hring í skíðalyftunni á akureyri) og sá sem með henni var, var númer átta. Fleiri fengu ekki númer. Ef einhver nálgaðist útidyrnar fagnaði röðin - en yfirleitt til einskis þar sem fólk virtist öllu jöfnu vera að tala í símann. Númer eitt komst þó inn og númer tvö, sem sneri sér við og horfði alvarlegum augum á evu; þú verður að taka við hlutverki mínu, kallaðu fram í röðina ,,eigi örvænta!". Síðan sneri hann sér við og skundaði inn.
Dyravörðurinn hafði uppgötvað að það væri ef til vill fallega gert af honum að láta fólk vita að nær ómögulegt væri fyrir það að komast inn. Þannig að meðaltali á korters fresti beitti hann höndum sínum sem kalltrekt: For everyone that is new in the que, we don´t let anybody in except someone leaves". Við það fóru yfirleitt nánast allir. Á ákveðnum tímapunkti var nýjum númerum úthlutað. Dyravörðurinn sönglaði og benti: you´re my number one, you´re my number two... Það var kominn nýr númer eitt, eva númer tvö, ég númer þrjú og nýtilkomnum (og skrafhreifnum) útlendingi hafði tekist að næla sér í númer fjögur (fyrrnefnd sjö og áttu voru farin). Fjögur var alltaf að reyna að fá dyravörðinn til að vorkenna sér vegna skráma sem hann hafði á höndum sér. Eitt sinn er annar dyravörðurinn var að líta annað og hinn að tala við einhvern í röðinni laumaði númer fjögur sér inn. Röðin uppveðraðist og hrópaði og benti; hey, number four went in!! Og áttum við bágt með að trúa þessu upp á samraðling okkar. Loks komumst við inn.

Eftirmáli
Við trítluðum inn. Þar var allt stútfullt, mestmegnis útlendingar. Við litum í kringum okkur. Hér var enginn sem við þekktum. Við sátum smá stund og litum síðan á hvor aðra. ,,Eigum við ekki bara að fara?"
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /