<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
fimmtudagur, apríl 28, 2005
 
Rétt í þessu ætlaði ég að trítla inn í herbergið mitt til að ganga til hvílu.

En lenti í stökustu vandræðum. Ekki nóg með að nótnastatífið mætt stæði sem fastast fyrir framan dyrnar, þá er rauð garðhrífa í dyrunum miðjum og hallar sér makindalega að hurðinni minni.

Ég þarf að úthugsa plan svo ég komist inn í herbergið mitt, án þess að verða fyrir barðinu á (stór)hættulega statífinu mínu og þessari torkennilegu rauðu hrífu.
 
þriðjudagur, apríl 26, 2005
 
Eftir að ég át lindubuff á bókasafninu komst ég að nokkrum merkilegum staðreyndum:

-Ég verð ofvirk af lindubuffi.
-Ofvirknin varir í ca. 5 mín.
-Eftir ca. 5 mín verð ég úrvinda.
-Ég verð klístruð á fingrunum.
-Lindubuff er gott á bragðið.
-Mér verður soldið illt í mallanum.
-Ég verð óhóflega þyrst.
-Lindubuff er gott á bragðið.

Já, maður kemst að svona skemmtilegum hlutum á bókasafninu að kveldi til. Oseisei já.
 
fimmtudagur, apríl 21, 2005
 
Í gær sat ég í einn og hálfan tíma uppi í tré úti í garði og las íhugul í mengjum.

Húslyklar, hvað er það?
 
þriðjudagur, apríl 19, 2005
 
Mér finnst skemmtilegt að kennarinn minn í mengjum og firðrúmi byrji að telja í 0.
 
sunnudagur, apríl 17, 2005
 
Þegar ég opnaði klarinett-töskuna mína niðrí tónskóla sá ég mér til skelfingar að ég hafði tekið með mér tóma tösku.

Annars eftir undirleikstímann, með undirleikara og klarinettkennara, hafa átján milljónir ofvirkra fiðrilda tekið sér bólfestu í maga mínum. Sjitt.
Stigsprófið mitt er einmitt eftir tæpar tvær vikur. Daginn fyrir erfiðasta prófið. Sem er slæmt. En þar sem mínus mínus er plús hlýtur þetta að vera gott mál. Eða kann ég ekki stærðfræði?
 
mánudagur, apríl 11, 2005
 
Síðan hvenær hegða ég mér eins og á réttum aldri?
You Are 21 Years Old21

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.What Age Do You Act?
 
sunnudagur, apríl 10, 2005
 
Í dag reyndi ég tvisvar að opna vitlausa silfurlitaða toyotu corollu á mismunandi bílaplönum. Bæði skiptin komst ég að því að þetta gat ekki verið réttur bíll, því bílarnir voru of hreinir. Já og lykillinn gekk ekki að.
Þannig ég reyndi að þrífa bílinn svo hann félli betur inn í hið alls ráðandi silfurlitaðra hreinna toyotu corolla umhverfi.
En þá varð mér mjög kalt á fingrunum. Það var vont.
 
mánudagur, apríl 04, 2005
 
Ég á náttbuxur (ft). Einar þeirra eru grænblá-afa köflóttar og úr flónneli. Þetta er prýðis náttbrók en einhverra hluta vegna eru foreldrar mínir haldnir gríðarlegum fordómum gagnvart þeim. Í hvert sinn sem þær koma úr þvotti halda foreldrar mínir buxunum uppi (þar sem ég þvæ sjaldnast), horfa mæddum augum á mig og buxurnar til skiptis, andvarpa og spyrja:
-Ásta, fer ekki að verða tímabært að henda þessum?
Þá horfi ég öllu jöfnu til skiptis á foreldrana og náttbuxurnar, verð eins og eitt spurningamerki í framan og spyr:
-Nei, það er ekkert að þeim.
Sem er næstum alveg rétt.
Á buxunum eru fjögur göt. Þrjú þeirra með ráðum gerð, og auðvelda alla íveru. En eitt sem bara birtist einn daginn. Það nær hins vegar frá efri hluta buxnanna að aftanverðum og niður á hnésbót.
Augljóslega skoppa ég ekki á buxunum út í búð (aðallega samt því þær eru með gulrótarsniði), en engu að síður finnst mér þetta alls ekki næg ástæða fyrir hendiofsóknum foreldranna.
Síðan kem ég alltaf af fjöllum þegar foreldrarnir segja að ég sé haldin söfnunaráráttu og hendi ekki neinu.
 
laugardagur, apríl 02, 2005
 
Þegar ég vaknaði í morgun var það fyrsta sem mér datt í hug að veðrið hefði ruglað saman hátíðum. Það voru nefnilega komin jól úti í garði.
 
föstudagur, apríl 01, 2005
 
Af hverju var feitletrað fyrir ofan aprílgabb Moggans: aprílgabb? Og síðan stóð í undirfyrirsögninni: Ívar Páll Jónsson sér um aprílgabb Morgunblaðsins í ár.
Er það bara ég, en er ekki örlítið búið að taka fúttið úr aprílgöbbum ef manni er tilkynnt um að það sem koma skuli sé aprílgabb?
Ég er svo sérdeilis hissa.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /