<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
laugardagur, maí 28, 2005
 
Áðan ætlaði ég að trítla heim úr vinnunni. Skondraðist glaðbeitt af stað og var að fara að seilast eftir æpoddnum mínum er mér var af einhverjum orsökum litið til hægri. Þá sá ég silfraða toytotu corollu.
-Hah, hugsaði ég, við eigum einmitt svoleiðis bíl (líkt og hálf þjóðin).
-Hei, hugsaði ég, DN 751 er númerið okkar! Hvað er pabbi að gera í vinnunni? hugsaði ég og hélt áfram að labba en hægði á mér. Hann á að vera kominn í sumarfrí!
Fattleiðslurnar fóru á fullt skrið og ég fann heilaboðin skjótast til og frá í hausnum þar til ég gerði merka uppgötvun:
-Hei já! hugsaði ég, ég kom á bíl í vinnuna.
Sneri ögn skömmustulega við þar sem ég var komin framhjá bílnum og keyrði heim á leið.
 
fimmtudagur, maí 26, 2005
 
Áðan hoppaði ég niðrí kjallara til að taka úr vél fyrir svefninn. Þegar ég var búin að taka öll fötin úr vélinni ýtti ég á takkann sem setur vélina af stað. Óvart.
Ég stóð þarna og horfði á takkann snúast af stað og heyrði égeraðbyrjaaðþvo-hljóðin. Ég horfði skelfingu lostin á opna þvottavélarhurðina, tóma þvottavélina og reyndi í angist minni að leita að einhverjum stopp takka.
Er ég gerði mér grein fyrir að sá hluti plansins myndi ekki virka hóf ég eins og elding að fleygja inn fatalörfum í vélina á meðan égeraðbyrjaaðþvo-hljóðin ágerðust.
Rétt eftir að ég skellti hurðinni aftur sá ég vatnið fylla vélina.
Uppgötvaði að ég hafði ekki sett neina sápu.
Og að ég hefði bara getað tekið vélina úr sambandi.

Á svona stundum skil ég ekkert í þeirri speki foreldra minna að ég sé vita vonlaus í heimilisstörfum.
 
miðvikudagur, maí 25, 2005
 
Ójá.
Ég er svo klár að elda.
Galdraði fram töframáltíð á svipstundu.
Rónabrauð og hálfgrillaðir maískólfar.
Bræður mínir hoppuðu af eintómri kæti.
Ég er svo klár að elda.
Ójá.
 
mánudagur, maí 23, 2005
 
12:34:56

Ég sá glitta í þessa tölu á klukkunni fyrir örstundu. Fékk alveg gleðifiðring í magann.
Hugsaði líka að ég yrði að redda mér klukku með sekúndubrotum. Þá myndi ég pottþétt brosa hringinn í heilan dag. (12:34:56:78 - eru sekúndubrot ekki annars upp í hundrað?)

Er ekki frá því að það þurfi lítið til að kæta mig.
 
sunnudagur, maí 22, 2005
 
Ég sit og smjatta á brjóstsykri og skoða flestar síður sem til eru á netinu.

Nenni nefnilega ómögulega að vaða í gegnum hnéháu fatasúpuna á gólfinu í herberginu mínu til að komast inn og geta því hafið tiltekt. Af hverju er ég ekki meiri snyrtipinni?
 
fimmtudagur, maí 19, 2005
 
Ég sat með öndina í hálsinum í nokkrar mínútur áðan.
Sem breyttist síðan snarlega í vantrúa og vonsvikið andvarp.
Mig lahangaði svo að við kæmumst áfram!
 
þriðjudagur, maí 17, 2005
 
Þó það sé sumar.
Þó sólin skíni.
Þó fuglar tísti í trjánum.
Þó ég hafi fengið ís áðan.
Þó ég geti sofið út.
Þó lífið sé frábært.
Þá er ég samt í fýlu.
Féll úr mengja og firðrúmstrénu og hruflaði sjálfsálitið.
 
mánudagur, maí 16, 2005
 
Ef að ég rekst á ykkur og hreyfi varirnar en ekkert hljóð kemur þá er ástæðan einföld:
Algjört raddleysi.

Hefði aldrei trúað að það væri svona erfitt að þegja.
 
föstudagur, maí 13, 2005
 
Svo komst fólk sirkabát að orði við mig áðan er ég hringdi í það eftir próf.

"Vá, Ásta þú ert svo mikill fáviti stundum"
"Þú ert svo misheppnuð!"

Samþykkti ég þessi sjónarmið fullkomlega.
Ástæða: Ég var að segja þeim að á leiðinni úr prófinu mínu áðan tókst mér að hella kókómjólk yfir það allt. (Já og gólfið líka).
En mér var nokk sama. Sveif nefnilega á rósrauðu skýi enda himinlifandi yfir að síðasta prófinu væri loksins lokið!
 
þriðjudagur, maí 10, 2005
 
Ég fann tening sem segir mér sannleikann.

Spurning: Næ ég að fara yfir það námsefni sem ég ætla mér fyrir kvöldmat?
Svar: Nei.

Spurning: En ef ég verð rosarosalega dugleg?
Svar: Já.

Klukkan hálfsex.

Spurning: Ég næ sem sagt ekki að fara yfir það sem ég ætlaði mér?
Svar: Nei.

Spurning: Hefði ég náð ef ég hefði verið rosarosa dugleg?
Svar: Já.

Ég er að segja ykkur þessi teningur er lausn á öllum vandamálum og ósvöruðum spurningum! Ekki nóg með að hann er alvitur þá er hann líka gulur.
 
laugardagur, maí 07, 2005
 
Eftir að síminn minn dó (megi hann hvíla í friði) þá hef ég valsað um með gamla símann minn.
Helsti ókostur þess gæða síma er að lyklaborðið læsist ekki sjálfkrafa. Ég mundi ætla að ég væri nógu klár til að muna eftir að læsa símanum eftir notkun en neibbs.
Þar af leiðandi er ég alltaf að hringja í bláókunnugt fólk.
Hringdi til að mynda í eina manneskju bæði í gærkvöldi (þegar ég settist á símann minn) og í morgun (þegar síminn minn var í vasanum) sem að ég hef bara talað einu sinni við í síma, jú reyndar tvisvar núna (eftir símasetutilfellið).

Ég er ekki frá því að þetta fyrirkomulag sé óhentugt.
 
miðvikudagur, maí 04, 2005
 
Ein ég sit og sauma...

...og velti fyrir mér hvernig takaámótiuppþvottavélumbissnessinn virki.
(Og nei uppþvottavélin okkar er ekki barnsvélahafandi, heldur er von á nýrri)

En kemst að þessu öllu um fjögurleytið. Spennandi.
 
þriðjudagur, maí 03, 2005
 
Einu sinni
hugsaði ég í hvert sinn sem ég kom úr prófi, ansans og fjárinn mér gekk svo óskaplega illa
og vissi ekki hvort ég mundi fá níu eða tíu.

Núna
hugsa ég í hvert sem ég kem úr prófi, ansans og fjárinn mér gekk svo óskaplega illa
og veit ekki hvort ég fæ fjóra eða fimm.

Þó ég hafi haft meiri áhyggjur
einu sinni
þá er einkunnabiðin mun meira spennandi
núna
 
sunnudagur, maí 01, 2005
 
Án gríns er einhver hrífufaraldur að ganga. Þegar ég kom heim í gærkvöldi stóð ein græn garðhrífa ógnandi við útidyrahurðina.
Ég fer bráðum að óttast um líf mitt.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /