<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
mánudagur, júní 27, 2005
 
Jerimías ég segi ekki annað. Foreldrar mínir eru ekki búnir að vera af landi brott í hálfan sólarhring og það er allt í veseni!

Allir mínir reikningar eru á undarlegan hátt dottnir út af heimabankanum. Samkvæmt stærðfræðilegum útreikningum reiknast mér svo að staðan á debetkortinu mínu sé um 1000 kr (plús mínus 200). Ég get ekki millifært því ég á ekki heimilisbanka lengur!
Oppereisjón hvarerheimabankinnminnogégvilpeninganamínasvoégsveltiekki (vinnslutitill) hljóðar því svo:

Fara í eigin persónu í bankann og redda þessu (ó sú mæða). Þarf jafnvel að tala við allt þetta hættulega bankastarfsfólk.

En víkjum að oppereisjón hvarerrofinnsemkveikirárafmagninuíölluhúsinu. (vinnslutitill)

Sem byrjaði á því að ég trítlaði glaðbeitt heim úr vinnu einhvurn tímann eftir tíufréttir.
Ég sneri lyklinum í skráargatinu. Skondraðist inn og ýtti á rofann sem kveikir ljósið á ganginum (því augljóslega var allt slökkt sökum þess að fjölskyldan mín yfirgaf mig til að valhoppa um í útlöndum í stærðarröð) en ekkert gerðist.
Mín fyrsta hugsun sem braust fram með agnarópi var; ó mæ god! Sjálfvirka Lost-upptakan! Ég þaut í áttina að vídjótækinu en eins og mig grunaði var engin upptaka í gangi og allt gal-rafmagnslaust. Ég leitaði logandi ljósi að vasaljósi en ekkert fann. Leitaði þá að kveikjara eða eldspýtum og fann ekki fyrr en sjö árum síðar. Ég hljóp sem hraðast ég gat niðrí kjallara (sem var ansi hægt þar sem ég hélt á logandi kerti) að öryggistöflunni og sá helling af ýmsum tökkum. Hafði ekki hugmynd hvað þeir áttu að fyrirstilla þannig til að koma forgangsröðuninni í rétt horf skaust ég upp og hringdi í vinkonu mína til að hjálpa mér í neyð minni.
Bað hana að sjálfsögðu að taka upp þáttinn sem var byrjaður fyrir rúmu korteri.
Eftir að því var lokið skoðaði ég takkana aftur. Skildi hvorki upp né niður í þessum rofum, en vissi þó að einhverjir sem voru upp áttu að vera niður eða öfugt.
Hringdi aftur í vinkonu mína með nýja neyð. Eftir að hún uppljóstraði eigin fáfræði um öryggistöflur var mér gefið beint samband við pabba hennar sem reyndi að gefa ýtarlegar leiðbeiningar í gegnum síma.
Lýsti ég tökkunum gaumgæfilega (öhh - já svona takkar) og komst að því að ég átti að finna eitthvað sem hét leka-brisumgrisum-rofi. Að lokum fann ég hann og hoppaði af kæti. Ýtti honum upp en ekkert gerðist. Nú var símaráðgjafinn uppiskroppa með hugmyndir og bauðst til að koma við í snarhasti.
Þar sem ég hafði engan ógnaráhuga á að væflast um í myrkinu í níu daga ákvað ég að þiggja boðið með þökkum.
Björgunarteymið birtist síðan örskotsstundu síðar og kippti rafmagninu í liðinn á nóinu.
Það er því vaska björgunarteyminu að þakka er ég nú orðin miklu fróðari um rafmagnstöflur. Sem er gott.
 
föstudagur, júní 24, 2005
 
Ég er með harðsperrur því ég fór út að leika í eina krónu á miðvikudaginn með litlu bræðrunum.

Það var gaman.

Eina króna fyrir mér, einn tveir þrír.
 
þriðjudagur, júní 21, 2005
 
Á morgun verð ég Eva sem á að vera Ásdís (ekki stæ-nördar, heldur rúvarar) á meðan Eva verður ég.

Hver segir svo að það sé erfitt að skipta á vöktum?

Ég vaknaði til að mynda ekki í morgun og mætti í vinnuna klukkan hálfníu til að komast að því að Eva var ég sem Ásdís og ég átti að vera Eva klukkan tólf.

Þetta er svo flókið að ég er farin að sofa. Sem ég. Held ég?
 
mánudagur, júní 20, 2005
 
Einn tveir þrír fjórir fimm

Sko mig

Ég kann að telja
 
laugardagur, júní 18, 2005
 
Fyrsti dagurinn sem sjónvarpsskrifta, ein, í gær:
Gekk prýðilega.

Fyrsti dagurinn sem útvarpsskrifta, ein, í dag:
Gekk hræðilega.
Einhverjar fréttir fóru samt í loftið, með aðstoð næstum allra sem voru að vinna þarna.
Það var svakalegt.

Fyrsti dagurinn sem skrifstofustjóri, ein, ekki á morgun heldur hinn:
Bíð spennt.

...og til hamingju með afmælið pabbi minn.
 
föstudagur, júní 17, 2005
 
Hæ hó og jibbí jei og jibbí jei, það er kominn sautjándi júní.

Sólin skín og fánar blakta í góðviðrinu. Og ég sit inni í vinnunni.

Fylgist síðan spennt með fréttum. Fyrsta skipti í kvöld þar sem ég verð aðstoðar úgsendingarstjóri (eða bara skrifta) al-galein. Klúður eða ekki klúður, það er spurningin.
 
laugardagur, júní 11, 2005
 
Eftir að sólin daðraði við húðina mína í dag fór hún alveg í kleinu og roðnaði af feimni.

Eyddi nefnilega lunganum úr deginum í að sitja úti í garði og leika mér með nýja símann minn.
 
miðvikudagur, júní 08, 2005
 
Ég [veifa hendinni rólega frá vinstri til hægri]: Þetta er það merkilegasta sem þú hefur á ævi þinni lesið

Þú [mónótónískt]: Þetta er það merkilegasta sem ég hef á ævi minni lesið.
 
föstudagur, júní 03, 2005
 
Tilkynning:

Það eru 42 dagar og 31 mínúta í að Harry Potter and the Half-Blood Prince komi út.
 
fimmtudagur, júní 02, 2005
 
Sjáið þetta fyrir ykkur:

Pabbinn í innkeyrslunni, sólin skín og hann bónar bílinn. Bíllinn hreinlega glansar.
Yngsti bróðirinn kemur hjólandi inn innkeyrsluna og tekur létta en prakkaralega beygju og heilsar föðurnum.
Í garðinum er móðirin að reita arfa með blómagarðhanska. Dóttirin situr í sólstól og les.
Hinn bróðirinn kemur trítlandi af fermingaræfingu með vatnsgreitt hár.
Allan tímann skín sólin, það sést varla ský á himni.
Allir fjölskyldumeðlimir brosa hringinn.

Er fjölskyldan mín Brady-bunch fjölskyldan endurfædd? Því þetta gerðist í dag heima hjá mér.
Bara ekki allt á sama tíma.
 
miðvikudagur, júní 01, 2005
 
Gulrótasafi er vondur.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /