<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
sunnudagur, júlí 31, 2005
 
Hér er gal fínt uppkast af bloggernum (nenni ekki að blogga):

6/10/2004
Tvennt af eftirfarandi á ekki við mig. Vitið þið hvað?

Ég hef...
a) Búið til lítið Ísland úr steypu.
b) Bakkað á fánastöng á bílastæði (sem var algjörlega fyrir).
c) Línuskautað á einum skauta á grindverk í Sviss.
d) Lamið af öllu afli í vegg bæði með kúbeini og járnröri.
e) Stigið óvart á bensíngjöfina í stað bremsu - og keyrt á.
f) Séð hátískusportpúðaskóna (og hoppað af kæti).
g) Fengið hamar í hausinn.
i) Fengið 4.9 á prófi.
j) Haft heilan extra tyggjópakka upp í mér í einu - og klínt honum út um allt.
k) Týnt gleraugunum mínum í hálft ár og fundið þau undir rúmi.
l) Hlaupið um og hótað að lemja fólk með bleikum anorakk.
m) Lesið tíu bækur á einum degi.
n) Lesið og hjólað samtímis.
o) Ýtt á undan mér eldhúsvegg niður Laugaveginn.
p) Lært fyrstu 60 aukastafinu í pí því mér leiddist í kaffihléi.
q) Týnst því ég sofnaði í dótakassa.
r) Sest á gólfið í bíó - því myndin var of hræðileg.

En ef þið viljið gátur þá er það nú svo að aðeins eitt af ofangreindu á ekki við, vitið þið hvað? Og hvaða atriði tókst mér að uppfylla á þessum 8 mánuðum?
 
mánudagur, júlí 25, 2005
 
Nýi óvinur minn er strætó.

Vaknaði hress og kát (innan skikkanlegra marka) og ætlaði að skottast með hjólið í strætó. Venjulega tek ég 140 sem hreinlega fer beina leið frá Snælandsvídjói að Kringlunni. En er ég ætlaði að trítla af stað mundi ég skyndilega að strætókerfið hefur breyst.

Sem varð þess valdandi að ég þurfti að hjóla í vinnuna (sem er böl og pína - hjóla bara heim því það er allt aflíðandi og niðrí móti) þar sem þetta kerfi var líklega hannað af þriggja ára barni. Strætó skipar því nú þann sess í lífi mínu sem nýjasti erkióvinur minn. Heppinn.

Biturleiki virðist flæða um æðar mínar þessa dagana þar sem ég er á sjötta deginum í röð sem ég vinn og á að vinna á morgun líka og og og ég átti ekkert að vera að vinna þessa helgi! Hef því ákveðið að taka upp nafnið: Ásta Heiðrún Bitur Elísabet. Finnst það töff.
 
þriðjudagur, júlí 19, 2005
 
Í gær sló ég öll met í hve langan tíma tekur að hoppa upp á Esjuna.

Ferðin byrjaði í sól og temmilegri gleði (hef verið hressari sosum um ævina). En það var fínt veður, var á stuttermabol en var samt heitt. Þegar aðeins ofar dró kom hins vegar þetta heiftarlega rok. Að sjálfsögðu mótvindur. Eins hægt og ég geng venjulega þá hægðist á því. Enda sagði móðir mín við mig: "ef þú gengir hægar færirðu afturábak!".
Ég komst að því að rok var ekki uppáhalds náttúraaflið mitt, skaust stundum bak við stóra steina og grúfði mig á álfískan hátt (enda með græna álfahúfu) til varnar rokinu.
Þegar upp í klettabeltið var komið hafði hið léttfætta teymi (móðir og eldriyngri bróðir) þegar lagt af stað. Þá uppgötvaði ég að þrátt fyrir að hafa skottast þarna upp 2-3 áður mundi ég ekkert hvar átti að klifra upp. Klettarnir virtust líka brattari en áður. (Er nokkuð viss um að hafa tekið einhverjar hræðslupillur um morguninn.) Fann mér að endingu einhvern álitlegan stað og hóf að klifra. Komst upp á smá klettasillu og settist niður. Hélt um hnén og horfði niður (en það sást ekki almennilega niður sökum þess að ég sat inni í skýi). Var viss um að ég kæmist ekki upp, hvað þá niður, svo ég sat í hálfgerri fýlu þarna. En þar sem að mig langaði ekkert sérstaklega til þess að kölluð yrði til björgunarsveit út af hræðslupúkanum mér harkaði ég af mér og klifraði upp. Við stöldruðum frekar stutt á toppnum þar sem rokið var svo mikið að ef Hjalti (yngryngri bróðir) hefði verið með hefði hann fokið niður af fjallinu enda vegur hann svipað mikið og fjöður.
En þá hófst niðurferðin. Hún er alltaf uppáhaldið mitt. Nema núna. Efst í Esjunni fer ég alltaf niður meira á rassinum en þessum tveimur jafnfljótu vegna lofthræðslu, en þegar neðar dregur vil ég yfirleitt skokka niður.
Enda þar sem var gras skokkaði ég líka tindilfætt. En síðan ágerðist rokið og við vorum komin þar sem er bara moldarstígur.
Það leið ekki langur tími þar til mér tókst að draga upp fjórar fóbíur úr undirmeðvitunni.
1. Það var meðvindur þannig ef ég stóð upprétt ýtti hann við mér, þá fannst mér ég fara of hratt. Ég er haldin hræðslu við að fara of hratt (er alltaf á bremsunni ef ég hjóla niður hinar minnst aflíðandi brekkur og get ekki fyrir mitt litla líf farið á línuskauta).
2. Hræðsla við að detta. Þar sem rokið (sem var hið brjálaðasta) ýtti við mér fylltist ég hræðslu við að skrika fótur á þessum óstöðuga moldarstíg. (Dettihræðslan á einnig við í hinu almenna hversdagslífi, t.d. birtist í hvert sinn sem ég hleyp niður stiga).
3. Vindhræðsla. Allt í einu varð ég sjúklega hrædd við vindinn. Enda settist ég oft niður, þá minnkaði vindurinn, og skreið mestalla Esjuna niður á afturendanum (sem er hreinlega ekki hraðskreiðasti ferðamátinn).
4. Lofthræðslan dúkkaði upp samhliða vindinum þar sem allt í einu fannst mér fjallið allt of hátt og bratt.

Þessar hræðslur blandaðar saman í réttu magni gerðu mig semí geðbilaða (ofaná þá geðbilun sem ég á nú þegar við að stríða að sjálfsögðu).

Þannig á þessari niðurleið, sem tók tvo tíma, fór ég að gráta minnst þrisvar. Grúfði mig niður og ætlaði ekki lengra svona fimmtán sinnum. Talaði við sjálfa mig helling. Fékk mikinn sand í augun þar sem ég var miklu nær stígnum á rassinum en ef ég stæði. Datt oftar en þrisvar. Og hræddi nokkra útlendinga sem héldu réttilega að ég væri klikkuð.

Fín ferð.
 
sunnudagur, júlí 17, 2005
 
Rétt tæpum sólarhring eftir að ég byrjaði á Harry Potter er eins og ég svífi um í draumkenndu en annarlegu ástandi.

Ekki bara það að bókin er búin. Bara bókin sjálf.
 
þriðjudagur, júlí 12, 2005
 
Hjörtu fjölskyldumeðlima tóku gleðihopp er þau ráku augun í auglýsingu í blaðinu í dag:

sýrður rjómi á 99 króna dögum Hagkaupa!

En þeim var kippt harkalega aftur til jarðar. Þetta var nefnilega pipar sýrður rjómi.
 
sunnudagur, júlí 10, 2005
 
Útilega í fáum orðum

Keyrsla. Tjaldstæðaathuganir. Tjöldun.
Gönguferð. Vaða. Labba. Tré. Rústakofi. Akur. Villt.
Grilla. Borða. Spila. Körfubolti. Róla. Vega. Belg-rennsla.
Syngja. Sofa. Rigning.
Vakna. Sól. Borða. Aftjöldun.
Sund. Foss. Torfbæjarrústir. Torfbær.
Keyra. Ís. Tónlist. Gaman.
Heim.
 
þriðjudagur, júlí 05, 2005
 
Tíu prósent sýrður rjómi hlýtur að hafa verið á magnþrungnu verði áður en foreldrar mínir fóru út. Það eru nefnilega níu dollur af sýrðum rjóma til inni í ískáp. Tæplega tvær dollur á fjölskyldumeðlim. Nú eða níu á mig, - ég er nú einu sinni ein heima.
 
sunnudagur, júlí 03, 2005
 
Ég rak vitlausa beinið í. Nú er ég dofin í fingrunum. Spes.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /