<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
 
Á eldhúsborðinu var dagblað, mjólkurferna og skál.

Gekk fyrst með skálinu að blaðakörfunni. Rétt áður en ég setti skálina ofan í körfuna fattaði ég að hún yrði líklega ekki sérlega vinsæl í endurvinnslu. Gekk að ísskápnum. Opnaði hann og ætlaði að setja skálina inn. Fattaði að það var heldur ekki frábær hugmynd. Gekk því næst að skápnum opnaði og ætlaði að setja skálina þar. Mundi þá að hann er yfirleitt fyrir hreint leirtau.

Ég er ekki frá því að ég hljóti að vera frekar viðutan.
 
mánudagur, nóvember 28, 2005
 
Einstaka sinnum finnst mér efnafræðibókin mín skondin. Sé eftirfarandi nefnilega alveg ljóslifandi fyrir mér:

Put in perspective, this probability is less than that for producing Shakespeare´s complete works 15 quadrillion times in succession without a single error by a tribe of wild monkeys randomly pounding on computer keyboards.
 
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
 
Eitt af því mest krípí sem ég veit um eru köngulær.

Svo þar sem ég lá uppí í rúmi áðan og fann eitthvað skríða á bakinu á mér voru mín fyrstu viðbrögð að grípa í það. Við það fann ég oggu sársauka í fingrinum. Eins og eitthvað hafi stungið mig eða bitið.

Reis skyndilega upp með hroll og sá þetta ógeðslega áttfætta kvikindi skríða í rúminu mínu.

Eru nokkuð til eitraðar köngulær á Íslandi?
Fingurinn minn er nebbla rauður núna með sérkennilegum míkróbólgnum hvítum bletti þar í miðjunni.

Ætla aldrei. Aldrei að sofna. Aldrei að fara að sofa. Hver veit nema einhver könguló komi skríðandi...
 
mánudagur, nóvember 21, 2005
 
Man einhver eftir að hafa séð mig hoppa um í gríð og erg á vinstri fæti í gær?

Vaknaði nefnilega í morgun með heiftarlegar harðsperrur.
Bara í kálfa vinstri fótar.
Það liggur við að ég haltri af sársauka. Man samt ekki til þess að hafa reynt sérstaklega á mig í gær. Hvað þá bara á vinstri fót.
 
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
 
Ef ég vissi hvað tempruð dreif væri eða hvernig földun færi fram. Ef ég skildi grunnlausnir og botnaði eitthvað í Fourier-ummyndunum dreifa.

Þá. Já þá. Væri ég sko hamingjusöm.
 
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
 
Ég held að bloggernum sé í nöp við mig eftir tungumálaatvikið (sagt með mikilli áherslu og dýpri tón).

Hef reynt að pósta færslu en í hvert sinn sem ég reyni þá birtist ekkert á síðunni. Ekkert nema komment-línan. (Sjá fyrir neðan)

Mér datt í hug að færslan hefði birst með ósýnilegu letri og dró fram straujárnið sem mér til mikillar armæðu gekk ekki.

Megininntak bloggfærslunnar sem hefði annars verið birt, ef ekki væri fyrir andúð bloggersins, var: Ég hljóp á hurð.
 
 
 
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
 
Um miðjan september mánuð var ég dúlla mér á bloggernum. Hann hefur alla sína tíð talað reiprennandi japönsku. Ég ætlaði að blogga fagra færslu sem kenndi undirstöðuatriðin í japönskubloggmáli. Þá fann ég tengil. Hann sendi mann inní undraveröld sem leyfði manni að hafa bloggerinn á hinum ýmsu tungumálum.

En þar sem foreldrafólkið hefur oft fjargviðrast yfir japönsku áráttu bloggersins...:
"Kann einhver...
japönsku? Bloggerinn minn er allur á japönsku. Við eigum í samskiptaerfiðleikum. Hjálp!
"*

...sá ég mér leik á borði. Svo ég vippaði bloggernum yfir á þýsku:
"En Bloggerinn breyttist núna. Maður var farinn að venjast japönskunni á honum hérna heima í Makkanum. Nú bregður svo við að hann er allur kominn á þýsku. Þótt þýskukunnáttan sé ekki uppá marga fiska þá er hún margfalt betri en japönskukunnáttan. Svo batnandi Blogger er besta að lifa. Als Entwurf speichern eða Post veröffentlichen?"

Mánuði síðar ákvað ég að henda bloggernum á spænskunámskeið:
"Nueve entrada
og nú er bloggerinn aftur kominn með máltruflanir. Fyrst talaði hann japönsku, svo þýsku og nú spænsku. Maður lærir svo mikið á þessu öllu saman. Ég þarf t.d. ayuda til að skilja guardar como borrador. En þetta er allt saman ljómandi skemmtilegt. Eins og að vera í útlöndum.
"

Mér fannst ég svo óstjórnlega fyndin og skemmtileg. Lét í þetta skiptið líða 10 daga áður en ítalskan tók við:
"Auk þess þetta: bloggerinn minn fór á ítölskunámskeið og segir núna m.a. salva come bozza og pubblica post"

Þegar hér var komið var ég pottþétt á að ég hlyti að vera fyndnasta mannvera í heimi. Nokkrum dögum síðar skellti bloggerinn sér því til Frakklands..:
"Og fyrst ég er farin að tala um tungumál, þá langar mig að deila með ykkur þessu: bloggerinn minn talar frönsku í dag. Enregistrer en mode Broullion. Publier le message."

...og loks til Kóreu í fyrradag:
"Já, og bloggerinn minn talar kóreösku í dag"

En ákvað að láta staðar numið eftir kóreöskuna enda gæti ég bara strítt öðru foreldraeintakinu þar sem það er að flytja að heiman. (Þetta vex svo fljótt úr grasi, oseiseijá.)

*Finna má tilvitnanir flestar á betabaun.blogspot.com og einnig á gpetur.blogspot.com
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /