<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
mánudagur, janúar 30, 2006
 
Móðir

til hamingju
með afmælið

baunardóttir
 
föstudagur, janúar 27, 2006
 
Ég er ekki frá því stúlka í tölvustofunni hafi kallað ,,Ásta Heiðrún". Sneri mér við með spurnarsvip, en sá að hún var að kalla á aðra stelpu.

Úhú. Ég hef aldrei áður séð aðra Ástu Heiðrúnu.

Magnað.
 
mánudagur, janúar 23, 2006
 
Matarhorn Ástu:

Hér kemur uppskrift að gómsætu snakki sem ég uppgötvaði fyrir mikla tilviljun áðan.

Hráefni:
Hafrakoddar*,
sulta,
ostur.

Gat er gert á hafrakoddann annað hvort með prjóni eða tönnum.
Sulta sett af mikilli vandvirkni inn í hafrakoddann (æskilegt er til að ná betri árangri að setja tunguna útí annað munnvikið).
Ostsneið vafin utan um hafrakoddann.

Hver hafrakoddi er tæpur munnbiti og því sniðugt að útbúa marga í einu. Berið síðan fram með mjólk.
Njótið.

*morgunkornið Havre Fras

 
föstudagur, janúar 13, 2006
 
Í strætó í morgun sátu tveir únglingar fyrir aftan mig og töluðu saman. Eftirfarandi eru bútar úr samtali þeirra:

Hann: Versló er bara heilaþvottur. Síðan fer maður í MR og syngur: "það eru hommar í Versló"
----
Hún: MS er ógeðslega ljótur skóli.
Hann: Já, ég var í grunnskóla þarna við og hefði frekar dáið en að fara í MS.
Hún: Í kynningunni töluðu þau síðan bara um djamm.
Hann: Já frábær fjögur ár, en ömurlegt líf eftir það!
Hún: Síðan er fullt af fólki sem er að falla í MS. Skil ekki hvernig það er hægt.
Hann: Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
----
Hún: Já ég skoðaði líka MH, einn skólinn fékk víst að sjá öll klósett skólans.
Hann: MH er bara flipp fyrir ruglað fólk.
 
mánudagur, janúar 09, 2006
 
Æ ég veit. Ég var með sérkennilegt prinsipp um að forðast keðjublogg. En prinsipp eru bara fyrir prinsa. Prinsa sem borða pipp. Ég er ekki prins. Mér finnst pipp ekki einu sinni gott.

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað mundi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Fólk sem þekkir mig ekki er sérstaklega hvatt til að skrifa. Þá er æskilegt að skálda fyrstu kynni (t.d. í geimferju).
 
miðvikudagur, janúar 04, 2006
 
Í september átti ég tíma hjá tannréttingalækni mínum. Ég komst ekki.
Fékk nýjan tíma í nóvember. Gleymdi honum.
Fékk nýjan tíma í janúar. Gleymdi honum.

Af hverju hringir þetta fólk ekki og minnir á tímann?
Er ég eini slúbbertinn?
Ansans.
 
sunnudagur, janúar 01, 2006
 
Fyrsta færsla ársins.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /