Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
Í dag er ég algjör sauður.
Því:
-Ég missti fimm sinnum af strætó.
-Strætóbílstjórinn þurfti að kalla til mín að við værum komin að endastoppi en ég var annars hugar og gleymdi að fylgjast með því hvert strætó fór. Heppin ég að ég ætlaði einmitt út þar. Annars hefði ég getað endað hvar á landi sem er.
-Ég gleymdi alveg að borða milli klukkan átta og sex.
-Ég mætti of seint í tíma.
-Ég opnaði vefpóstinn minn í fartölvunni á bókasafninu til að senda sjálfri mér skjal til að prenta út. Ég gleymdi hins vegar að senda skjalið, og skildi ekki af hverju það var ekki í pósthólfinu mínu þegar ég var komin í tölvuherbergið til að prenta ósenda skjalið.
-Ég hef grun um að þessar setningar séu ekki í röklegu samhengi. Ef þið skiljið ekki eitthvað spyrjið mig þá einhvern tímann þegar ég er ekki sauður.
Meeee.
Aðstandendur keppninnar vilja þakka góða þátttöku. Átti nefndin í mesta basli við að velja sigurkommentin. En nú er stundin runnin upp og úrslit ljós, svo í guðanabænum hættið að naga neglur.
Verðlaun verða nú veitt við hátíðlega athöfn. Forsetanum var boðið, en hann var því miður vant við látinn.
Fyrstu verðlaun fyrir rétt svar hlýtur hin snjalla Líney Halla Kristinsdóttir. Hún hefur vakið mikla athygli á ýmsum sviðum en þetta er í fyrsta sinn, sem vitað er til, að hún hlýtur verðlaun fyrir ýtarlega vitneskju á klassísku bókmenntunum Önnu í Grænuhlíð.
Í verðlaun fær hún eftirfarandi leirburð sem og viðurkenningaskjal sem hún fær afhent við fyrsta tækifæri.
Við óskum Líneyju til hamingju með glæstan árangur.
Grallaragaukurinn Engifer
úr Grænuhlíðarveröld sprettur
Um spurninguna sagði: ég sver
svarið engum í hug dettur
En Líney leikna sannar nú
ljóslega kenningu góða
Stelpukornið, já stúlkan sú
skilur og veit allt, hin fróða
Hins vegar er það okkur einnig sönn ánægja að óska BetuBaun innilega til hamingju með skemmtilegustu tilgátuna.
Mín móðir, sú fagra snót
meistari´ er í rugli
Stafavíxl og Star Trek-kvót
sem steikt nafn á fugli
Úrslit úr Engiferpáfagaukskeppninni verða tilkynnt næstkomandi fimmtudag.
Uppástungurnar sem nú þegar eru komnar eru hver annarri betri.
En leyfilegt er að skila inn fleiri tillögum fram að fimmtudegi.
Bíðið spennt. Reynið nú samt að naga ekki neglur upp að kvikum af spenningi.
Spurningakeppni.
Ef ég ætti páfagauk, af hverju mundi ég skíra hann Engifer?
Verðlaun veitt bæði fyrir rétta tilgátu og þá skemmtilegustu.
Mig dreymdi að ég hefði fundið lyklana mína.
(Týndir í 2 vikur.)
Varð óskaplega glöð. Happatalan mín er nefnilega á lyklakippunni.
Í gær réðust á mig rúðuþurrkur.
Nei sko. Það er föstudagur.
Mér finnst að fólk ætti að fasta á föstudögum.
Lauga sig á laugardögum. (Eða fara í Laugar)
Breytast í sól á sunnudögum.
Tungl á mánudögum.
Gera þrennt af öllu á þriðjudögum.
Gera þrennt af öllu á þriðjudögum.
Gera þrennt af öllu á þriðjudögum.
Miðjumoð á miðvikudögum.
Gera allt fimm sinnum á fimmtudögum.
Gera allt fimm sinnum á fimmtudögum.
Gera allt fimm sinnum á fimmtudögum.
Gera allt fimm sinnum á fimmtudögum.
Gera allt fimm sinnum á fimmtudögum.
Þetta er nýja spekin mín. Ég ætla að fara eftir þessu í einu og öllu.
Pottþétt.
Tékklisti:
-hætt í/í pásu frá stærðfræði. +
-ætla að taka grunnpróf á píanó. +
-ætla að taka 7. stig á klarinett. ÷ (er víst ekki til lengur. ansans)
-get hreyft lítillega á mér vinstra eyrað. +
-á hreyfanlegum eyrnaforsendum ákveðið að viðeigandi bakköpplífsplan sé trúðaháskóli. +
-stigið fæti á tunglið. ÷
-klínt óvart framan í mig grunsamlegu (pottþétt geislavirku) appelsínugulu óþekktu efni í efnafræðitilraun. +
-sótt um sumarvinnu. ÷
-skráð mig á klettaklifursnámskeið. +
-pantað tíma hjá tannréttingatannsamanni. ÷
-búið til óhóflega fallegan tékklista. +