<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
miðvikudagur, maí 31, 2006
 
Ef ég verð með risa stóra kúlu næst þegar þið rekist á mig (sem verður aldrei því ég er að vinna að eilífu) ekki verða hissa.

Ég ætlaði nefnilega að leggja höfuðið á dúnmjúkan koddann. En nei. Dúndraði þess í stað höfðinu í vegginn.
 
þriðjudagur, maí 30, 2006
 
Bókagleypir

Hann Guðmundur á Mýrum borðar bækur,
það byrjaði upp á grín og varð svo kækur.
Núorðið þá vill hann ekkert annað,
alveg sama þó að það sé bannað.

Hann lætur ekki nægja kafla og kafla,
hann kemst ekki af með minna en heilan stafla.
Hann er víða í banni á bókasöfnum,
en beitir gerviskeggi og fölskum nöfnum.

Hann gleypir í sig feitar framhaldssögur
og fær sér inn á milli stuttar bögur.
Hann telur víst að maginn muni skána
í mörgum við að bíta í símaskrána.

Hann segir: Þó er best að borða ljóð,
en bara reyndar þau sem eru góð.

Þórarinn Eldjárn
 
föstudagur, maí 26, 2006
 
Ó mig auma.

Mér líður eins og vörubíll hafi keyrt yfir mig.
Ég get ekki andað. Nefið mitt er ýmist hriplekt eða stíflað.
Mér er illt í ennis-og kinnholunum (Kinnis og ennholum pottþétt). Eins og litlir fílar hoppi þar um.
Mér er illt í maganum.
Mér er illt í eyrunum.

Ó mig auma.

Fegin samt að ég leggst ekki í sjálfsvorkunn. Jii. Það væri nú kjánó.
 
þriðjudagur, maí 23, 2006
 
Ég fékk einkunn úr píanógrunnprófinu í dag. Ekki nema rúmum tveimur mánuðum síðar.
Úje. Var frekar ánægð með umsögn og einkunn. Tíhí.

Er útskrifuð úr tónheyrn. Magnað.

Annars finnst mér hálf kjánalegt að það snjói þegar ég er komin í sumarfrí úr öllum skólum.
 
sunnudagur, maí 21, 2006
 
Ég fann tannkrem í toppnum mínum.
Það var mjög smart. Eins og ein hvít strípuklessa.
 
föstudagur, maí 19, 2006
 
Tyggjóið mitt er með epla -og myntubragði.
Stundum finn ég bragð af grænum eplum.
Stundum finn ég bragð af piparmyntu.
Stundum finn ég bragð bæði af epli og myntu.
Það er spes.
 
þriðjudagur, maí 16, 2006
 
Klukkan tíu í morgun vaknaði ég við að litli bróðir kom heim úr skólanum. Fannst mér hann vera frekar snemma á ferðinni.
Útskýrði hann þá fyrir mér að hann hefði bara hlaupið heim til að ná í pening úr sparibauknum. Það var nefnilega söfnunarbaukur í skólanum fyrir fátæk börn í Afríku.

Mér finnst hann algjör rúsína.
 
mánudagur, maí 15, 2006
 
Sökum andleysis ætla ég að leyfa ykkur að veltast um í hlátrasköllum yfir frámunalega góðum brandara:

Einu sinni voru tveir tómatar að labba yfir götu. Þá keyrði bíll yfir annan tómatinn. Þá sagði hinn: Komdu hingað tómatsósan þín!
 
föstudagur, maí 12, 2006
 
Af góðmennsku minni ættleiddi ég nokkur hundruð freknur í morgun.
 
þriðjudagur, maí 09, 2006
 
Síðan ég kom úr prófinu mínu klukkan tólf er ég búin að:

-labba um allan garðinn á sokkaleistunum til að athuga hvort nettengingin virki alls staðar.
-vafra um á netinu, - úti í garði.
-standa berfætt ofaní blómabeði
-fara í kollhnís
-sleifla mér í þottasnúrunum
-klifra í tré

ég er líka búin að:
-setja í þvottavél
-taka til í herberginu mínu (og þurrka af)
-viðra sæng, kodda og rúmteppi á snúrunum (sem virka líka fínt til að sveifla sér í)

Ojei. Það er sól. Það er sumar. Ég er næstum komin í frí.
Heilbrigðisyfirvöld ættu ekki lengur að geta bannað mér að búa í herberginu mínu.

Var ég búin að segja að það er sól?
Ahh. Ég er í góðu skapi.
 
laugardagur, maí 06, 2006
 
Ég hlusta á undarlega tónlist á meðan ég læri.
Svo dansa ég líka. Sitjandi á bókasafninu.
 
föstudagur, maí 05, 2006
 
Spurt var um ljóðið mitt í íslenskuprófi í MH (íslenska 503?).
Það er fyndið.

Ætli Bjarni Ólafs muni sem sagt eftir mér?
 
fimmtudagur, maí 04, 2006
 
Klukkan 01:02:03 þann 04.05.06

Var ég himinlifandi. Falleg sekúnda.
 
þriðjudagur, maí 02, 2006
 
Í síðustu viku var sól.
Ég fór í pils.
Um leið og ég steig út byrjaði að snjóa.

Í dag var glampandi sólskin.
Ég fór í pils.
Um leið og ég steig út byrjaði að rigna.

Gaman.

Ú, annars var engum tómötum kastað í kvöld. Og ég sat í gulum stól með míkrófón.

Undarlegt.
 
mánudagur, maí 01, 2006
 
Ég samþykkti að mæta á eftirfarandi:

62. Skáldaspírukvöldið verður haldið nk. þriðjud. 2.maí, að vanda í Iðu, kl. 20.00. Í þetta sinn er kvöldið tileinkað tveimur ungum skáldum sem lentu í úrslitum í ljóðakeppni Eddu og Fréttablaðsins á dögunum, þeim Ástu Heiðrúnu Elísabetu Pétursdóttur (sem bar sigur úr býtum) og Unni Andreu Einarsdóttur. Báðar munu þær flytja nokkur frumsamin ljóð og ræða um skáldskapinn og listina.

Aðgangur er ókeypis og mega gestir koma með hressingu niður í
upplestrarrýmið með gula eggstólnum.


Til hvers að fara í gegnum lífið ef maður gerir sig ekki að fífli á opinberum vettvangi sem oftast?

Mætið, mætið (að læra fyrir próf er hvort eð er bara fyrir aumingja) - svona svo ég sjái framan í einstaka sem ég þekki og reikna með að séu ekki með tómata í rassvösunum (eða í það minnsta fáa).
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /