Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
Hei! Ég er skroppin til Króatíu.
Sjáumst síðar.
Ég var sein á leið í vinnuna í morgun (Ha? Ásta sein? Hefur það gerst áður?) og var rétt að fara að missa af strætónum sem kemur tuttugu mínútum seinna en strætóinn sem ég ætti að taka.
Þannig ég greip hjól minnsta bróður (öll önnur hjól heimilisins voru týnd, held að hundur hafi étið þau).
Þegar í strætó kom (því ekki nenni ég að hjóla í vinnuna!) voru tvær kerrur þar sem ég ætlaði að geyma hjólið - og önnur tvíburakerra meira að segja.
Þannig ég geymdi hjólið í miðjum gangveginum (ég sá bílstjórann næstum hoppa af kæti) og vonaði innilega að enginn þyngri en 10 kíló mætti í stætó því þá kæmist hann ekki framhjá.
Ekki leið á löngu þar til að maður valsaði inní strætó. Hann var í ljótasta jogginggalla sem ég hef á ævinni séð. Ég þurfti að berjast við þörfina að annað hvort flissa eða kasta upp. Svo var hann í of litlum sandölum við smart íþróttasokka. En auk alls þessa var hann með risastóra ferðatösku og ferðastól.
Nú sá ég að bílstjórinn tók næstum heljarstökk af kæti en hann gaf mér sætt augnaráð fyrir að dirfast að vera fyrir.
En bestklæddi maður Íslands komst þó framhjá með einstakri lipurð. Hann þurfti bara að lyfta ferðatöskunni yfir höfuð sér og tipla á sandölunum sínum.
Í gær fór ég í sund. Og barðist drengilega við Hjalta bróður um gula kleinuhringskútinn. (Þó hann sé barn má hann ekki leika með skemmtilega dótið!)
Í morgun labbaði ég með fæturna í 90° vinkli. Augljós afleiðing þess að vera illt í litlu tá vinstri fótar.
Núna er ég með lagið úr Lögregluskólanum (pólís akademí) á heilanum. Og flauta samviskusamlega í vinnunni. Öðrum til yndis og ánægjuauka.
-Þetta fróðleiksmolahorn var styrkt af Félagi gíraffa sem stunda samhæft sund.
20.06. 2006
Tölur. Dagsetningar. Gaman.
-Í gær söng ég hæ hó og jibbí jei.
-Í gær skoðaði ég Gullfoss og Geysi. Við vorum tvær með þrjár myndavélar og mun meiri túristar en þessir amatör útlendingar. Það var gaman.
-Í gær sá ég óteljandi bakpokaunglinga niðrí bæ. Mér fannst að þeir hefðu frekar átt að vera heima hjá sér að horfa á stubbana en niðrí bæ að drekka. Litlu greyin.
-Í dag á pabbi minn afmæli. Til hamingju.
Matti er orðinn *telur á fingrum sér, verður ringluð* ömm 15 ára. Ji eldgamall.
Til hamingju með ellina bróðir.
Ég er með skærblátt húbbabúbbatyggjó.
*heldur fólk að það sé helmingi betra að leggja bara í hálft fatlað stæði?
*í dag er 6.6.6. það finnst mér dásamlegt.
*ég sendi út vitlausan texta í tíufréttum. vá það var töff. ég er töff.
*í dag er 6.6.6. það finnst mér dásamlegt.
Í gærkvöldi stóð ég í röð sem leiddi að skemmtistað nokkrum.
Dyravörðurinn horfði á mig skeptískur og bað um skilríki.
Var með þau tilbúin (enda er ég án undantekninga spurð).
Hann horfði á skilríkin mín.
Hann horfði á mig.
Hann horfði á skilríkin mín.
Hann horfði á mig.
Lyfti annarri augabrúninni og spurði:
Hver er kennitalan þín?
Ég fór í saumaklúbb.
Fyrir utan að sauma út fjóra púða, hekla þrjú teppi og falda gardínur var mér skipað að setja inn spádóm ársins 2006 sem fröken
Kristjana spáði svo spaklega um jólin.
Spádómur:
Árið 2006 verður þú mikið hugsandi og pælandi í öllu varðandi lífið og tilveruna. Gamall vinur mun koma þér til hjálpar við stóra ákvarðanatöku. Þú munt lesa mikið, kaupa pils, spila (bæði spil og klarinett) og loksins taka til í skápunum. Úglandaferð verður líka á dagskrá, líklega Evrópa. Vertu vakandi, hafðu augu og nef opin því eitthvað gæti myglað árið 2006.
Nú getiði lesið dóminn, dáðst að honum og jafnvel sungið hann (helst á pólsku).
Mun birta hann aftur í lok árs fyrir þessar áhugasömu og elskulegu saumaklúbbshnátur.
Ég tel 87% líkur á því að ég sé með fast sælgætisbréf (gult Quality Street) inni í höfðinu.
Ástæða: Þegar ég tygg heyri ég skrjáf.
Líklega er ég samt bara klikk.