Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
Ég er rifsber
Í gær tíndi ég rifsber.
Ég át rifsber.
Ég kramdi rifsber.
Ég setti rifsber í gallabuxurnar mínar (bæði hnén).
Ég missti rifsber á bolinn minn.
Ég setti fullt af rifsberjum í skál.
Ég horfði á rifsber.
Ég borðaði rifsberjasultu.
Ég varð klístruð á höndunum vegna rifsberjasultu.
Brandari dagsins: Hafiði séð rifsberjasultu?
Ég er orðin fáránlega kúl og búin að fá mér
mæspeis.
Þar er ég reyndar ekki kúl. Heldur ýkt sorgleg því ég á enga vini.
(Lesist: geriði það, óplís, nenniði að adda mér)
En mér er alveg sama. Sorglegt er kúl
Hef reyndar ekki glóru hvað ég ætla að gera við þennan yndælis eigin reit sem ég er búin að eigna mér á netinu.
Dásamlegt.
En er farin að sofa. Á morgun kemur nýr dagur. Og skóli.
Í gær sat ég í mesta sakleysi mínu á rúminu og velti fyrir mér tilganginum með lífinu, alheiminum og öllu, þegar ég leit til hliðar. Þar sá ég skjögra í áttina til mín þá ljótustu könguló sem ég hef séð. Hún var stór. Hún var ljósbrún. Hún var doppótt með ógeðis lappir. Og með risastóran kringlóttan belg.
Við þessa sýn öskraði ég. Að sjálfsögðu. Og hoppaði upp úr rúminu.
Svo öskraði ég aðeins meira, á pabba. Sem hló.
Og fjarlægði blessaðan köngulóarangann.
Síðan kom faðir minn þeirri hugmynd í kollinn á mér að hún hefði ekki komið inn um galopinn gluggann heldur hafi hún orðið reið þegar ég tók upp á því að ryksuga undir rúminu mínu.
Svo ég sat skelfingu lostin allt kvöldið og horfði í kringum mig í eilífri bið eftir æstum fjölskyldumeðlimum.
Þar til hrossafluga flaug beint á kinnina á mér. Við það æpti ég smá. Lægra. Pabbi var farinn að sofa. Þannig ég sat heillengi og fylgdist með leggjalangri flugunni sveima um. Oft ísskyggilega nærri nefinu á mér.
Uns ég ákvað að búa ekki í skordýrabæli stundinni lengur. Og drap kvikindið. Greyið.
Í morgun vaknaði ég við suð býflugu í glugganum.
Sendi einhver út fréttatilkynningu til allra skordýra á landinu að það væri teiti heima hjá mér?
Ég er búin að finna mér
áhugamál.
Á meðan ungdómurinn veltist um miðbæinn sauðdrukkinn þetta föstudagskvöld fór ég út að labba með móður minni.
(Er ég ansaði í símann og greindi frá athæfi mínu uppskar ég fliss og mér tjáð að ég fengi ekki lengur að flokkast undir kúl vini.)Við mæðgurnar komumst hins vegar að leyndardómnum bak við Essin þrjú, skotheld vesti og sundfit.
Í gær vann ég síðustu vakt mína sem skrifta.
Nú er ég því komin í sumarfrí þar til skólinn hefst.
Þá verð ég nýnemi á öðru ári í efnafræði.
Hef lítið sem ekkert að gera næstu tvær vikurnar.
Ef ykkur leiðist þá endilega hafið samband.
Tek á móti flöskuskeytum allan sólarhringinn og reykmerkjum milli korter í þrjú og þrjú á hverjum degi.
Vil einnig deila því með ykkur að lífið er ágætt.
Og eins og allir sem hafa gengið menntaveginn vita er ágætt best.
Egóbúst
Ég á mömmu. Hún er baun. Hún er best.
Mamma sem er alltaf skemmtileg en alvarleg ef hún þarf.
Sem hvíslaði að mér sposk að hún kæmi frá Plútó einu sinni þegar hún var að greiða mér.
Sem hefur átt stóran þátt í að ala okkur þrjú systkinin upp í þau prýðis eintök sem við erum (ojæja, í það minnsta bræðurnir).
Sem er með besta húmor í heimi.
Sem er klár.
Og sætasta mamman í bænum.
Stundum þarf fólk sem er frábært. Jafnvel best.
Að láta minna sig á það.
Svo þetta er áminning. Og tilkynning.
Í fyrradag saumaði ég.
Í gær dansaði ég.
Í dag hjólaði ég í pilsi.
ég: fréttir Ásta
maður: fréttir Ásta?
ég: já
maður: blessuð Ásta!
ég: blessaður (á ég að þekkja röddina?)
maður: og hvað segir þú gott?
ég: segi bara allt prýðilegt
maður: þú ert sem sagt ekki stödd í húsasmiðjunni Ásta?
ég: nei, ekki er ég staðsett í húsasmiðjunni
maður: heyrðu, gaman að heyra í þér, ég ætla að reyna að finna einhvern í húsasmiðjunni sem getur logið að mér.
ég: góð hugmynd
maður: hafðu það gott í dag
ég: sömuleiðis
Venjulega skellir fólk bara á mig, hálf fúlt og reitt yfir að ég hafi dirfst að vera í skökku númeri.
Þetta var skemmtilegra.
Mig langar
að semja
blogg
sögur
og ljóð
en orðin eru fangar í hvirfilbylnum
sem hringsnýst
í höfðinu á mér
þó er þar
blanka
logn