<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
mánudagur, nóvember 27, 2006
 
Í dag keypti ég tvö klarinett.
 
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
  Skák og mát?
Mér líður eins og veröld mín
sé taflborð

Allt gerist löturhægt-
en er með taktfast og flissandi tikk
taflklukkunnar fyrir eyrunum.
Stanslaust.

Eins og til að minna mig á
að ég sé alveg
að falla
á tíma

Og ég sem kann ekki einu sinni mannganginn
 
mánudagur, nóvember 20, 2006
  Pamfíll
Lukkunnar pamfíll!
En pamfíll?
Pamfíll. Pamfíll. Pamfíll.

pamfíll, -s, -ar K 1. sérstakt spil. 2. laufgosi í púkki. 3. náungi: lukkunnar p. heppnismaður, hamingjuhrólfur.

Orðið pamfíll er þekkt í íslensku máli allt frá því á 18. öld. Elsta dæmi um notkun orðsins er um sérstak spil sem m.a. var minnst á í bókinni Gátur, þulur, skemmtanir og vikivakar.
Pamfíll var einnig notað um laufgosa í spilinu púkki, í það minnsta á Suðurlandi.
Þriðja merking orðsins er ,,náungi", nú orðið aðallega notað í sambandinu lukkunnar pamfíll ,,heppinn maður, sá sem lánið leikur við".

Pamfíll er tökuorð úr dönsku, pamfilius. Þar er það notað um laufgosann og sérstakt spil, líkt og hér á landi, en einnig almennt um fólk. Danska orðið er fengið úr latínu þar sem Pamphilius var mannsnafn tekið að láni úr grísku; Pámphilos.Heimildir:
Ritstj. Árni Böðvarsson. Íslensk orðabók. 2. útgáfa. Mál og menning. Reykjavík, 1996.

Orðabók Háskólans. Beygingarmynd íslensks nútímamáls. http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/no/kk/sb/pamfi1ll.html

Guðrún Kvaran. ,,Hvað er pamfíll?". Vísindavefurinn http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1614
 
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
 
Í gær flaug hattur og lenti á nefinu á mér.
 
föstudagur, nóvember 10, 2006
  Orðagjálfur
Orð. Orð. Orð. Orð. Orð.

Orð. Þykja mér merkileg.
Ef klifað er á þeim er eins og þau glati allri merkingu.

Með því að strengja orð saman myndast setningar. Margslungnar. Fallegar. Ljótar. Særandi. Glitrandi. Heillandi.

Ég get skrifað 150 þúsunda orða langa bók án þess að lýsa því á fullnægjandi hátt hvað ég meina. Það er ekki hægt að sjá hugsanir. Ekki hægt að þreifa á þeim. Ekki hægt að taka mynd af hugsunum. En það er hægt að skrifa orð. Reyna að láta hugsanir dansa á blaði innan bókstafa og tákna. Með bókstöfum og táknum.

Þó enginn sjái nákvæmlega inní höfuð þess sem skrifar. Þó enginn geti að fullu skynjað hugsanirnar, pælingarnar, þá er samt hægt að falla í stafi. Því í manns eigin höfði lifna við myndir, hugsanir, ólgandi tilfinningar. Bara við að lesa.

Það finnst mér töfrandi.
 
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
  ecco
Í upphafi skyldi endinn skoða
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /