Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
Gáfulegri og gáfulegri með hverju árinu
Og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar!
Tafssetningarvillan
í síðustu færslu var í boði Bankanna, Matlab og hafmeyjudvergsins Geirs.
Um daginn datt síminn minn ofan í klósettið á Ólíver.
Við höfðum brallað ýmislegt saman. Við spjölluðum tímunum saman og fórum til útlanda. Hann skemmti mér í tímum með
hnitnum [hnyttnum] smsum þegar ég fylgdist ekki með fyrirlestrunum og sagði mér oft hvað tímanum liði (yfirleitt þó alltaf svona tíu mínútum of fljótt). Ég missti hann ósjaldan í gólfið. Meira að segja á milli hæða. En alltaf þrjóskaðist hann við og kveikti á sér. Ljómaði.
Hann kveikti á sér í hinsta sinn ofan í klósettskálinni. Sem lýstist upp af bláum bjarma.
Eins og hann væri að kalla til mín.
Um daginn ætlaði ég að skrifa færslu. En ég man ekki um hvað hún átti að vera.
Hún átti ekki að fjalla um óendanlega löngu veikindin mín um daginn.
Ekki um lottóútsendinguna þar sem ég birti bónustöluna 27 í stað 37 óvart.
Ekki um ferðalag mitt á Snæfellsnesið með Frakkanum Hubert og klikkuðu stöllum Unni og ömmu hennar.
Ekki um það að ég þurfti að fara úr strætó til að labba aftur uppí skóla því ég gleymdi gleraugunum mínum - enn aftur.
Ekki um skrýtnu hljóðin í Volvonum.
Ekki um Ljósanótt eða Noruh Jones tónleikana.
Ekki einu sinni um að ég las þetta: Inhalation may be fatal - um hvarfefnið sem ég er að fara að vinna með á morgun á tilraunastofunni.
Ojæja. Man það bara síðar.