Blogg í Héðinsstíl
frá því síðast hef ég
-spilað á tónleikum, ruglast og stappað pínu niður fótunum.
-búið til skeið úr jógúrtloki.
-farið í hollíhú með bræðrum mínum.
-séð lögreglumann labba inní garðinn heima og koma svo út stuttu síðar.
-rætt um að stofna saumaklúbb yfir súkkulaðiköku.
-fundið afsakanir fyrir að nenna ekki að mæta í tíma.
-æft mig á klarinettið.
-hætt við að taka stigspróf á píanó.
-reynt að fara ekki yfirum af áhyggjum yfir klarinett stigsprófi - þetta reddast.
-skilað bókum á bókasafn og staðið eins og sauður fyrir framan nýtt kerfi.
-lesið bókina systurnar Grimm (barnaævintýrabók) og ljóðabókina Glæpaljóð eftir Guttesen.
-gert verkefni í Spartan og Matlab.
-velt vöngum yfir því hvar ég eigi að finna mér vinnu í sumar.
-hugsað um framtíðina og orðið ringluð.
-eytt of miklum tíma á feisbúkk.
-byrjað að fara aftur í klifur og orðið lofthrædd á einum klifurvegg sem er jafnhár öðrum sem mér finnst ekkert hár.