Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
Forgangsröðun
Þegar allt var á rúi og stúi áðan (og er enn) þá byrjaði ég á því að endurraða 500 skópörum sem eru inni í skáp.
Það er ennþá allt í óreiðu. Eiginlega töluvert meira drasl en var áður.
Ég á nefnilega bara tvær tiltektarstillingar:
Stilling a) Ofurhraði. Öllu hent til, bókum staflað uppá skrifborð, fötum hent inn í skáp, einhverju sópað undir rúm. Tiltektartími: ca. 2 mín.
Stilling b) Lúshægt. Þá byrja ég á að endurraða frímerkjasafninu sem er lengst niðrí skúffu sem ég nota aldrei. Fjórum tímum seinna er ennþá allt í drasli - fyrir utan í einni skúffu. Tiltektartími á herbergi: ca. vika.
Held ég þurfi að endurskoða þessi stillingaratriði.
Klukkan Kassíópeia
Ég var klukkuð af pabba.
1. Fjögur störf sem ég hef unnið:
Ritari á Landspítala
Garðálfur hjá RÚV
Götuleikari
Aðstoðarfréttamaður (eða einfaldara: skrifta)
2.Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Stranger Than Fiction
The Sound of Music
Amelie
Stella í orlofi
3.Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
Nova Scotia
Innri-Njarðvík
Bloomington
Reykjavík
4.Fjórir sjónvarpsþættir sem ég horfi helst á:
Gilmore Girls
Little Britain
House
Boston Legal
5.Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
St. Pétursborg
Salamanca
London
Edinborg
6.Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (reglulega):
betabaungpéturfacebookvefpóstur Háskólans7.Fjórir réttir sem mér finnst góðir:
kjúklingasalat
fiskisúpa
amerískar pönnukökur
ís
8.Fjórar bækur sem ég les amk. árlega:
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Harry Potter
Mómó
Jane Eyre
Pollíanna
Ég klukka. Líneyju. Kristjönu. Og Mömmu.