<$BlogRSDURL$>
Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
sunnudagur, september 27, 2009
  It's my party and I'll cry if I want to
Í dag á ég afmæli. Ég er orðin töttuguogfemm ára og á að heita fullorðin.

Í dag bý ég í Skotlandi og hef gert í næstum viku. Það er áhugavert að vera einn í útlandi á afmælisdaginn sinn. Ég hélt að mér væri næstum sama. En samt var ég hálf einmana í dag. Fannst allir vera í órafjarlægð. Svo ég sat og horfði á ameríska sjónvarpsþætti og fann pínu til með sjálfri mér.

En síðan hunskaðist af gardínurúminu mínu og fór út. Það var fallegt veður. Alveg skýjað, en hlýtt. Og laufblöðin fuku af trjánum. Gul og rauð og brún. Flögruðu um og féllu til jarðar. Ég labbaði í gegnum allar þær laufblaðahrúgur sem ég fann og laufblöðin þyrluðust um í kringum mig.

Þegar ég átti heima í Bandaríkjunum átti ég ósýnilega vini. Það voru laufblöðin.
Mér þykja laufblöð vinaleg.

Eftir að ég var búin að leika við laufin fór ég til íslenskra hjóna sem ég kynntist í gegnum vinkonu móður minnar. Þegar ég sagði þeim fyrr í vikunni að ég ætti afmæli í dag voru þau svo almennileg að þau buðu mér í mat og köku.

Það er ekki alslæmt að eiga afmæli í útlöndum.
En fullorðin? Veit ekki með það.
 
laugardagur, september 26, 2009
  Sundurlaus frásögn um skúrkinn Bond og ölvaða unglinga
Klukkutíma áður en ég átti að flytja af Íslandi (með millilendingu í Danmörku) fékk ég tölvupóst.
Í þeim pósti tjáði frk. Bond mér að hún gæti ekki leigt mér herbergi sem hún hafði lofað mér. Ég brást við af sérstakri ró og yfirvegun (fór að hágráta og hringdi í pabba) og kláraði því næst að pakka (lokaði töskunni án þess að athuga hvort ég væri búin að setja allt ofan í).
Næstu dagar fóru í að hafa uppi á hverjum einasta Íslendingi í Aberdeen sem brugðust við á eins og þjálfaður flokkur íbúðaleitenda. Íbúðaauglýsingar flugu um í formi tölvupósta á þvílíkum hraða, netið hafði ekki við. Ég eyddi tímanum í að vafra um á leigusíðum og að borða kandífloss í Tívolíi. Kandíflossin í Danmörku eru þrisvar sinnum stærri en þessi heima! Það gladdi mig. Íbúðasíðurnar glöddu mig ekki.

Eftir tívolítæki, Strikið og pikknikk ákvað ég að það væri kominn tími til að hætta þessu hangsi svo ég skellti mér út á flugvöll. Ég var voða glöð að sjá að ég var bara í sætaröð ellefu, hugsaði að það væri ágætt að vera framarlega.
Sætaröð ellefu var næst-öftust í flugvélinni. Flugvélin sem flaug til Aberdeen var svo agnarsmá að bakpokinn minn komst ekki fyrir í farangurshólfið fyrir ofan mig. Þegar vélin setti dekkin niður var ég viss um að hún myndi detta í sundur, hún virtist svo lítil og brothætt og það hristist allt. Þegar ég kom útúr þessari ponsulitlu vél labbaði ég inn á minnsta flugvöll sem ég hef séð. Þremur skrefum frá vélinni var vegabréfaeftirlit, og beint fyrir aftan það var farangursbeltið. Ég gekk samtals fimm skref frá flugvélinni og alveg út í leigubíl.

Úti var allt voða grænt og skoskt. Ég veit ekki nákvæmlega hver lýsingin á skosku er. En það leit allt klárlega mjög skoskt út. Leigubílstjórinn skutlaði mér á hótel. Um leið og ég kom á hótelið fann ég mér internet sem kostaði marga skildinga, en þar sem forgangsröðunin er: súrefni,internet, matur þá var það engin spurning. Þegar ég var komin á netið leið mér betur. Ég þekki nefnilega internetið, það er vinur minn. Þannig ég sat á rúminu og klappaði tölvunni minni góðlátlega þar til að frönsk stúlka kom inní herbergið mitt og tjáði mér að hún væri herbergisfélagi minn. Þegar hér var komið var farið að dimma úti og ég hafði ekki ennþá þorað aftur út. Þeirri frönsku þótti ég einstaklega óspennandi þar til ég fór að tala um mat og þá vildi hún ólm koma með mér útí búð.

Hún kynnti mig fyrir skoskri og þýskri stúlku sem voru einnig að fara að læra í háskólanum. Þær fóru allar að hlæja og benda á mig þegar þær komust að því að ég væri 25 ára. Ég var sú elsta sem þær höfðu séð lengi.
Á meðan ég nærði mig fór sú franska að hitta stöllurnar tvær aftur og bauð mér að kíkja til þeirra eftir matinn. Þar sem ég var búin að uppfylla nauðsynjaskammtinn minn (súrefni, internet, mat - í þessari röð) ákvað ég að hætta mér út.

Þegar ég gekk útúr herberginu mínu sá ég sauðdrukkna unglinga velta um í neon litum fötum. Ég skáskaut mér framhjá þeim og hóf leitina að stúlkunum þremur. En ég mundi ekki herbergisnúmerið. Bankaði á þá hurð sem ég hélt ég hefði staðið við fyrr um kvöldið, þá tók á móti mér drukkinn drengur. Ég prófaði nokkrar aðrar og fann bara mis ölvuð ungmenni. Svo ég ákvað að rölta til baka. Er ég gekk fram hjá sérlega partítrylltu herbergi fann ég hvernig kippt var í handlegginn á mér og ég dregin inn í herbergið. Loftið var áfengismettað. Ung stúlka horfði á mig og hrópaði uppyfir sig af gleði að ég væri velkomin í partíið hennar. Og bauð mér ýmsa áfenga drykki. Hún faðmaði mig og sagði að ég væri frábær. Síðan valt hún um herbergið. Ég stóð smástund eins og illa gerður hlutur og var byrjuð að mjaka mér vandræðalega útúr herberginu þegar þrjár stelpur toguðu í mig og buðu mér að setjast. Þær voru öllu rólegri en hin ungmennin og ekki klædd í neinn neon klæðnað. Eftir smá spjall af okkar hálfu og drykkjuleg dólgslæti af hálfu hinna í partíinu kom íturvaxinn skoskur maður sem reyndi að sundra partíinu og lét ekki freistast þegar ungmennin buðu honum vodka.

Partíið færði sig útá gangi og niður í anddyri og ég flaut með. Ég stóð þar og spjallaði við stelpurnar þrjár sem höfðu setið með mér á rúminu. Flest ungmennanna voru farin útaf hótelinu. Við spjölluðum í rólegheitum þegar að stelpan sem hafði faðmað mig fyrr um kvöldið kom til okkar. Hún varð rosalega glöð að sjá okkur og sagði mér að ég ætti að ákveða hvort við yrðum öll á hótelinu áfram að drekka eða fara á bar. Með sérlegum angistarsvip tókst mér að koma mér hjá því að taka ákvörðun um það en endaði allt í einu með henni og tveimur stúlkum á leið á bar þar rétt hjá. Það væri víst málið. Eftir að hafa verið þar í 2 og hálfa mínútu ákvað sú drukkna að nú væri kominn tími til að fara í Primark. Af hverju sú ákvörðun var tekin veit ég ekki enn, en ég ákvað að rölta með. Þegar sú glaðlega komst að því að ég væri 25 ára varð hún ennþá kátari. Hún sagðist elska mig. Hún væri nefnilega 22 og orðin dauðþreytt á öllum þessum átján ára börnum. Síðan tjáði hún sig heillengi um að hún væri bláedrú. Hún sagði a.m.k. þremur manneskjum að hún elskaði þær á korteri. Eftir labb um hálfa borgina komum við að öðrum skemmtistað (við fundum ekki Primark). Þar var rukkað inn og staðurinn var fullur af fullum unglingum. Ég og ein rólega stelpan ákváðum að þetta væri ekki okkar vettvangur svo við röltum til baka.

Þetta var mánudagur. Samkvæmt unglingabörnunum þá eru allir dagar partídagar svo maður sá drukkna unglinga á hverju einasta kvöldi rúlla um hótelið.
Ég ákvað eftir það að sitja bara heima og knúsa internetið frekar.

Daginn eftir að ég kom fór ég að skoða íbúð. Sú íbúð er rétt hjá skólanum og á nokkuð viðráðanlegu verði. Ég fann íbúðina á efstu hæð í blokk. Ekki sú fallegasta. Ekki sú snyrtilegasta. Austurísk kona opnaði fyrir mér. Íbúðin var teppalögð í gegn (nema blessunarlega ekki inni á baði eða eldhúsi) og húsgögnin fengin héðan og þaðan. Þegar ég kom inní herbergið mitt tvísteig ég smá. Á gólfinu var dökkgrænt teppi, veggirnir gulir og ljósgrænar gardínur. Húsgögnin virtust öll vera úr rúmfatalagernum fyrir svona 30 árum og rúmið var ekki eins og venjulegt rúm. Heldur var það klætt með ljótasta gardínumynsturs efni sem ég hef séð. Þegar ég lagðist á það mátti sums staðar finna fyrir gormum. Ég var hálf efins.

Þannig þegar landlady konan og sú austuríska spurðu mig hvað ég vildi þá sagði ég að sjálfsögðu. Já ég flyt inn!

Svo núna er þetta heimilið mitt.
 
Mestmegnis bull, en ef vel er gáð, hver veit? Kannski að þið rekist á eitthvað af viti...

Úmpalúmpar

Vilborg Sigga Sara Salóme Pabbi Margrét Mamma Lísa Líney Kristjana Kristín Katla Íris Hugi Hjálmar Héðinn Heiða Guðný Eyrún Björgvin Bjarnheiður Berglind Árni Bjöss Arngrímur
Úmpalúmpaleikföng

Stærðfræðiheimur Stigull Rithringurinn Mæspeisið Margt og merkilegt Ljóð.is Hvarf Hotmeil Háskólinn Dindill

Powered by BloggerFornrit

09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 07/01/2011 - 08/01/2011 /